Enski boltinn

Chelsea bætist í bar­áttuna um Gini Wijn­aldum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Allt bendir til þess að Gini Wijnaldum verði ekki áfram í herbúðum Liverpool.
Allt bendir til þess að Gini Wijnaldum verði ekki áfram í herbúðum Liverpool. EPA-EFE/KOEN VAN WEEL

Chelsea hefur bæst í baráttuna um miðjumann Liverpool Georginio Wijnaldum en þetta herma heimildir spænskra fjölmiðla.

Chelsea hefur því bæst í baráttuna við Barcelona, PSG og Juventus en samningur hollenska miðjumannsins við ensku meistarana rennur út í sumar.

Wijnaldum og Liverpool hafa lengi reynt að ná saman en það hefur enn ekki tekist og því eru allar líkur á því að Hollendingurinn færi sig um set í sumar.

Flest vötn hafa runnið til Barcelona enda er fyrrum þjálfari hollenska landsliðsins, Ronald Koeman, nú stjórinn á Camp Nou en ljóst er að Börsungar þurfa að taka fram veskið vilji þeir starfskrafta Wijnaldums.

Spænska blaðið Marca greinir frá því að Chelsea fylgist vel með stöðunnihjá Wijnaldum og Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, horfi í reynslu Wijnaldums til að hjálpa ungu liði Chelsea að berjast við Man. City

Liverpool hefur þó ekki gefið upp vonina að halda Wijnaldum en það er ljóst að með hverjum deginum sem líður án samnings milli aðilanna — þá er líklegra að hann yfirgefi félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×