Fótbolti

Alan Shearer vill að lið geti gert tímabundnar skiptingar er leikmenn fá höfuðhögg

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alan Shearer var ekki ánægður að sjá George Baldock halda áfram leik eftir að hafa fengið höfuðhögg.
Alan Shearer var ekki ánægður að sjá George Baldock halda áfram leik eftir að hafa fengið höfuðhögg. Mynd/AFP

Alan Shearer, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, vill sjá innleiddar nýjar reglur ef leikmenn fá höfuðhögg. Shearer vill að þjálfarar geti gert tímabundnar skiptingar ef leikmenn fá höfuðhögg.

Jayden Bogle og George Baldock fengu báðir höfuðhögg þegar Sheffield United mætti Leeds í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jayden Bogle var strax skipt út af, en George Baldock spilaði í 11 mínútur áður en hann fékk skiptingu.

Alan Shearer tjáði sig um málið í samtali við Amazon Prime í dag. 

„Það þarf að breyta þessu fljótt,“ sagði Shearer.

„Mér finnst þetta ósanngjarnt gagnvart læknateyminu. Það er verið að setja allt of mikla pressu á þau að taka ákvörðun og að taka ákvörðun hratt.“

Shearer vill að þjálfarar geti tekið leikmenn út af tímabundið á meðan læknateymið metur stöðuna.

„Baldock á að mega koma út af og vera skoðaður eins lengi og þarf. Á meðan á annar leikmaður að koma inn á tímabundið og svo getur Baldock komið aftur inn á ef hann er fær í það.“

Enska úrvalsdeildinn gerði tilraun í febrúar þar sem liðin fengu tvær auka skiptingar fyrir menn sem höfðu fengið höfuðhögg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×