Körfuboltakvöld: Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. apríl 2021 23:01 KR - Stjarnan í Domino's deild karla veturinn 2019-2020. Vísir/Bára Í nýjasta Domino's Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sæti deildarinnar nú þegar Domino's deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í þriðja og fjórða sæti. KR situr í fjórða sæti Domino's deildarinnar, en KR er sigursælasta lið Íslands og ríkjandi Íslandsmeistarar. KR-ingar hafa bætt við sig fjórum leikmönnum á tímabilinu og voru strákarnir sérstaklega spenntir fyrir Þóri Þorbjarnasyni. „Ég var að tala um þetta í einhverjum þættinum að þeir myndu bara bæta við sig þangað til þeir eru komnir með lið sem þeir telja að geti unnið titilinn. Að fá þennan strák, þetta er strákur sem elst upp í KR heimilinu. KR hjartað, þessir hæfileikar og þetta skot og þegar hann tekur drævið á vinstri hendina. Ég hlakka rosalega til að sjá hann,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Teitur Örlygsson var svo spurður hvort að Þórir gæti orðið einn af bestu mönnum deildarinnar, en Þórir var úti í Nebraska í háskóla og spila körfubolta. „Jú, það kæmi mér ekkert á óvart. Nebraska háskólinn er í mjög sterkri deild þannig að hann er vanur að spila á móti mjög góðum íþróttamönnum.“ Eins og áður segir eru KR-ingar ríkjandi Íslandsmeistarar og strákarnir eru vissir um að þeir ætli sér að verja titilinn. „Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta,“ sagði Benedikt. „Sjáið bara hvað félagið er að missa en eru samt með toppleikmenn eftir. Þurfti ekki bara aðeins að létta á hópnum? Það voru kannski bara of margir góðir. Ég held að þeir séu bara fókuseraðir á að vinna þetta mót.“ Klippa: KBK 3. og 4. sæti Í þriðja sæti Domino's deildarinnar er Stjarnan, en þeir eru ríkjandi deildarmeistarar. Alexander Lindqvist hefur átt gott tímabil með Stjörnunni, en það er óvíst með framtíð hans hjá félaginu. „Ég held að hann sé klárlega besta þriggja stiga skyttan í Stjörnuliðinu,“ sagði Teitur. „Við höfum séð það í síðustu leikjum þegar Lindqvist er ekki með, þá er búið að vera ströggl á Stjörnunni. Hann er ótrúlega góður að hreyfa sig án bolta og þó að það sé langt komið inn í mótið og allir vita hvað hann er góður skotmaður þá er hann ótrúlega oft galopinn.“ Gengi Stjörnunnar í seinustu leikjum hefur ekki verið nógu gott, en þeir hafa tapað tveim af seinustu þrem. Benedikt hefur þó ekki áhyggjur af Stjörnumönnum. „Stjarnan þarf ekkert að hafa einhverjar stórar áhyggjur, fyrir utan náttúrulega með Lundqvist. Öll lið, alveg sama hversu góð þau eru, taka dýfu á einhverjum tímapunkti á tímabilinu. Við höfum séð KR liðið vera í tómu tjóni í mars og jafnvel inn í apríl og koma svo upp þegar það skiptir máli. Ef að Stjarnan bara rífur sig upp ú þessari dýfu þá verða þeir fínir.“ Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira
KR situr í fjórða sæti Domino's deildarinnar, en KR er sigursælasta lið Íslands og ríkjandi Íslandsmeistarar. KR-ingar hafa bætt við sig fjórum leikmönnum á tímabilinu og voru strákarnir sérstaklega spenntir fyrir Þóri Þorbjarnasyni. „Ég var að tala um þetta í einhverjum þættinum að þeir myndu bara bæta við sig þangað til þeir eru komnir með lið sem þeir telja að geti unnið titilinn. Að fá þennan strák, þetta er strákur sem elst upp í KR heimilinu. KR hjartað, þessir hæfileikar og þetta skot og þegar hann tekur drævið á vinstri hendina. Ég hlakka rosalega til að sjá hann,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Teitur Örlygsson var svo spurður hvort að Þórir gæti orðið einn af bestu mönnum deildarinnar, en Þórir var úti í Nebraska í háskóla og spila körfubolta. „Jú, það kæmi mér ekkert á óvart. Nebraska háskólinn er í mjög sterkri deild þannig að hann er vanur að spila á móti mjög góðum íþróttamönnum.“ Eins og áður segir eru KR-ingar ríkjandi Íslandsmeistarar og strákarnir eru vissir um að þeir ætli sér að verja titilinn. „Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta,“ sagði Benedikt. „Sjáið bara hvað félagið er að missa en eru samt með toppleikmenn eftir. Þurfti ekki bara aðeins að létta á hópnum? Það voru kannski bara of margir góðir. Ég held að þeir séu bara fókuseraðir á að vinna þetta mót.“ Klippa: KBK 3. og 4. sæti Í þriðja sæti Domino's deildarinnar er Stjarnan, en þeir eru ríkjandi deildarmeistarar. Alexander Lindqvist hefur átt gott tímabil með Stjörnunni, en það er óvíst með framtíð hans hjá félaginu. „Ég held að hann sé klárlega besta þriggja stiga skyttan í Stjörnuliðinu,“ sagði Teitur. „Við höfum séð það í síðustu leikjum þegar Lindqvist er ekki með, þá er búið að vera ströggl á Stjörnunni. Hann er ótrúlega góður að hreyfa sig án bolta og þó að það sé langt komið inn í mótið og allir vita hvað hann er góður skotmaður þá er hann ótrúlega oft galopinn.“ Gengi Stjörnunnar í seinustu leikjum hefur ekki verið nógu gott, en þeir hafa tapað tveim af seinustu þrem. Benedikt hefur þó ekki áhyggjur af Stjörnumönnum. „Stjarnan þarf ekkert að hafa einhverjar stórar áhyggjur, fyrir utan náttúrulega með Lundqvist. Öll lið, alveg sama hversu góð þau eru, taka dýfu á einhverjum tímapunkti á tímabilinu. Við höfum séð KR liðið vera í tómu tjóni í mars og jafnvel inn í apríl og koma svo upp þegar það skiptir máli. Ef að Stjarnan bara rífur sig upp ú þessari dýfu þá verða þeir fínir.“ Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira