Ískalt á gosstöðvunum og ekki í sóttkví Kolbeinn Tumi Daðason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 8. apríl 2021 17:31 Leila var í stígvélum en Usama í íþróttaskó. Tökumaður Stöðvar 2 benti þeim á að þau væru alltof illa klædd til að vera að fara í gönguna upp að gosstöðvum. Vísir/Egill Þau Leyla og Usama frá Marokkó voru mætt í gallabuxum og úlpu á Suðurstrandarveg í dag á leiðinni í fjallgöngu. Þau komu til landsins í gær en töldu sig ekki þurfa að vera í sóttkví sökum þess að þau hefðu farið í próf og sýnt vottorð við komuna til landsins. „Já, við erum mjög spennt. Ég vona að okkur verði bara ekki of kalt,“ segir Leyla. „Við höfum lesið mikið um mögulega hættu og hve langan tíma tekur að ganga. Það virðist vera löng ganga en miðað við það sem við höfum heyrt er það þess virði,“ bætir Usama við. Þau segjast ekki hafa átt von á því að svo kalt yrði í veðri. Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður á Suðurnesjum varaði við ferðum á gosstöðvarnar í dag sökum kulda. Þær eru þó opnar almenningi. „Við erum í fötunum okkar og þetta verður reynsla,“ segir Leyla hlæjandi. Leyla segist hafa átt von á hita nær tíu stigum eða svo enda eru þau vön öllu hlýrra loftslagi. Þau komu til Íslands frá Maldíveyjum þar sem þau voru í fríi. Eftir dvölina á Íslandi fara þau aftur til Þýskalands þar sem þau eru búsett. Parið segist hafa lent fyrir tólf klukkustundum. Aðspurð hvort þau ættu ekki að vera í sóttkví voru þau fljót til svars, nei. Þau hefðu farið í próf og væru með gilt skírteini. Samkvæmt reglum á landamærum eiga allir þeir sem koma til landsins, nema viðkomandi framvísi bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu, að fara í tvær skimanir og halda sóttkví í fimm daga á milli skimanna. Sú krafa verður áfram fyrir hendi í nýrri reglugerð ráðherra sem tekur gildi á miðnætti. Þá verður eftirlit með fólki í heimasóttkví aukið í samvinnu við lögreglu og sektir hækkaðar. Uppfært 9. apríl klukkan 08:35 Leyla segir í tölvupósti til fréttastofu að orð þeirra, sem sjá má í fréttinni að ofan, hafi verið misskilin. Þau séu læknar sem starfi í Þýskalandi og hafi bæði fengið Covid-19. Þau séu með vottorð upp á það sem þau hafi framvísað á Keflavíkurflugvelli. Fréttastofa bað um afrit af vottorðinu því til staðfestingar en Leyla vildi ekki verða við því og vísaði á landamæraeftirlitið á Keflavíkurflugvelli. Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
„Já, við erum mjög spennt. Ég vona að okkur verði bara ekki of kalt,“ segir Leyla. „Við höfum lesið mikið um mögulega hættu og hve langan tíma tekur að ganga. Það virðist vera löng ganga en miðað við það sem við höfum heyrt er það þess virði,“ bætir Usama við. Þau segjast ekki hafa átt von á því að svo kalt yrði í veðri. Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður á Suðurnesjum varaði við ferðum á gosstöðvarnar í dag sökum kulda. Þær eru þó opnar almenningi. „Við erum í fötunum okkar og þetta verður reynsla,“ segir Leyla hlæjandi. Leyla segist hafa átt von á hita nær tíu stigum eða svo enda eru þau vön öllu hlýrra loftslagi. Þau komu til Íslands frá Maldíveyjum þar sem þau voru í fríi. Eftir dvölina á Íslandi fara þau aftur til Þýskalands þar sem þau eru búsett. Parið segist hafa lent fyrir tólf klukkustundum. Aðspurð hvort þau ættu ekki að vera í sóttkví voru þau fljót til svars, nei. Þau hefðu farið í próf og væru með gilt skírteini. Samkvæmt reglum á landamærum eiga allir þeir sem koma til landsins, nema viðkomandi framvísi bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu, að fara í tvær skimanir og halda sóttkví í fimm daga á milli skimanna. Sú krafa verður áfram fyrir hendi í nýrri reglugerð ráðherra sem tekur gildi á miðnætti. Þá verður eftirlit með fólki í heimasóttkví aukið í samvinnu við lögreglu og sektir hækkaðar. Uppfært 9. apríl klukkan 08:35 Leyla segir í tölvupósti til fréttastofu að orð þeirra, sem sjá má í fréttinni að ofan, hafi verið misskilin. Þau séu læknar sem starfi í Þýskalandi og hafi bæði fengið Covid-19. Þau séu með vottorð upp á það sem þau hafi framvísað á Keflavíkurflugvelli. Fréttastofa bað um afrit af vottorðinu því til staðfestingar en Leyla vildi ekki verða við því og vísaði á landamæraeftirlitið á Keflavíkurflugvelli.
Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira