Sama hvaðan gott kemur? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 9. apríl 2021 10:02 Barnaníðsefni er vaxandi vandamál og við höfum dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum hvað varðar löggjöf til að taka á þessum brotum. Með stafrænum samskiptum hefur því miður orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni sem og að dreifa því. Þróunin er alþjóðleg og Ísland er því miður ekki undanskilið. Þess vegna lagði ég fram frumvarp í nóvember í fyrra um breytingar á ákvæði hegningarlaga um barnaníðsefni. Markmiðið var að uppfæra okkar löggjöf þannig að hún geti náð til umfangsmeiri og alvarlegri mála og verndað börn betur fyrir þessum brotum. Breytingarnar voru nokkrar, að refsirammi fyrir stórfelld brot verði hækkaður úr 2 árum í 6 ár, að ná betur utan um mismunandi verknaðaraðferðir sem menn nota til að dreifa og deila þessu efni. Þá var lagt til svokallað ítrekunarákvæði, sem gerir að verkum að hægt er að þyngja refsingu þegar menn hafa áður verið sakfelldir fyrir þessi brot. Frumvarpið fjallaði líka um atriði sem á að líta til við mat á alvarleika brota. Allt voru þetta breytingar sem hefðu leitt af sér sterkari löggjöf gegn dreifingu barnaníðsefnis á netinu. Frumvarpið vakti nokkra athygli. Það fékk líka jákvæðar undirtektir á þingi, en þingmenn allra flokka eru með á málinu. Málið fékk sömuleiðis jákvæðar umsagnir bæði af hálfu sérfræðinga á sviðinu sem og af hálfu félagasamtaka. Málið var þess vegna tilbúið til umræðu og vinnu af hálfu þingsins. Allt lofaði þetta góðu um framhaldið. En samt hefur gengið illa að þoka málinu áfram innan þings. Ég hef spurst fyrir um málið, hvort ekki sé hægt að koma því á dagskrá, fara í að ræða málið og vinna það innan þingsins, en fengið fá svör. Það sat dálítið í mér í ljósi hagsmunanna sem þarna liggja að baki. Í vetur var fjallað um þessi brot í Kompási á Stöð 2 og sú umfjöllun sýndi okkur því miður rækilega fram á þörfina á að íslensk löggjöf sé á pari við það sem tíðkast á Norðurlöndum. Og þess vegna var heldur engin ástæða til að bíða með að vinna málið. Samt leið og beið á þinginu. Með þeirri breytingu sem frumvarpið lagði til fengi Ísland refsiramma sem er á svipuðum slóðum og á Norðurlöndum. Það er eðlilegt að það sé ákveðið samræmi milli landa þegar lögregla vinnur saman þvert á landamæri að rannsóknum mála. Með skýrara ákvæði verður afstaða löggjafans skýrari um það að menn sem skoða og dreifa barnaníðsefni eiga mikinn þátt í því að barnaníðsefni er framleitt og um leið í því að brotið er gegn börnum. Lögregla hefur núna nokkur stór mál til meðferðar eins og rakið var í umfjöllun Kompáss. Í dómsmálum hérlendis hafa sakborningar í stærri málum verið með tugi þúsunda mynda af barnaníðsefni í vörslum sínum. Þegar ég lagði frumvarpið fram síðasta vetur nefndi ég að ég væri þakklát fyrir þann mikla stuðning sem ég fann við málið á þinginu. Og ég talaði um það væri vonandi vísbending um að frumvarpið gæti orðið að lögum á þessu þingi. Síðan leið og beið, þrátt fyrir að hér væri um mál að ræða sem enginn pólitískur ágreiningur ætti að vera um og virtist ekki vera. Málið er einfaldlega ekki þess eðlis. Svo gerist það núna að dómsmálaráðherra er að leggja fram frumvarp sem er nánast hið sama og frumvarpið sem hefur legið fyrir á þingi mánuðum saman, það leggur til sama refsihámark, sömu ítrekunarheimild, nefnir sömu verknaðaraðferðir og fjallar um sjónarmið sem líta á til við mat á alvarleika brota. Og þá var skýringin kannski komin á því að mál sem naut stuðnings af hálfu fagaðila, samtaka og innan þingsins sjálfs komst samt ekki áfram og fékk ekki umræðu. Getur virkilega verið að lagabreyting sem varðar vernd barna gegn barnaníðsefni hafi legið óhreyft í þinginu mánuðum saman vegna þess að dómsmálaráðherra var ekki sjálf að skrifuð fyrir málinu? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Barnaníðsefni er vaxandi vandamál og við höfum dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum hvað varðar löggjöf til að taka á þessum brotum. Með stafrænum samskiptum hefur því miður orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni sem og að dreifa því. Þróunin er alþjóðleg og Ísland er því miður ekki undanskilið. Þess vegna lagði ég fram frumvarp í nóvember í fyrra um breytingar á ákvæði hegningarlaga um barnaníðsefni. Markmiðið var að uppfæra okkar löggjöf þannig að hún geti náð til umfangsmeiri og alvarlegri mála og verndað börn betur fyrir þessum brotum. Breytingarnar voru nokkrar, að refsirammi fyrir stórfelld brot verði hækkaður úr 2 árum í 6 ár, að ná betur utan um mismunandi verknaðaraðferðir sem menn nota til að dreifa og deila þessu efni. Þá var lagt til svokallað ítrekunarákvæði, sem gerir að verkum að hægt er að þyngja refsingu þegar menn hafa áður verið sakfelldir fyrir þessi brot. Frumvarpið fjallaði líka um atriði sem á að líta til við mat á alvarleika brota. Allt voru þetta breytingar sem hefðu leitt af sér sterkari löggjöf gegn dreifingu barnaníðsefnis á netinu. Frumvarpið vakti nokkra athygli. Það fékk líka jákvæðar undirtektir á þingi, en þingmenn allra flokka eru með á málinu. Málið fékk sömuleiðis jákvæðar umsagnir bæði af hálfu sérfræðinga á sviðinu sem og af hálfu félagasamtaka. Málið var þess vegna tilbúið til umræðu og vinnu af hálfu þingsins. Allt lofaði þetta góðu um framhaldið. En samt hefur gengið illa að þoka málinu áfram innan þings. Ég hef spurst fyrir um málið, hvort ekki sé hægt að koma því á dagskrá, fara í að ræða málið og vinna það innan þingsins, en fengið fá svör. Það sat dálítið í mér í ljósi hagsmunanna sem þarna liggja að baki. Í vetur var fjallað um þessi brot í Kompási á Stöð 2 og sú umfjöllun sýndi okkur því miður rækilega fram á þörfina á að íslensk löggjöf sé á pari við það sem tíðkast á Norðurlöndum. Og þess vegna var heldur engin ástæða til að bíða með að vinna málið. Samt leið og beið á þinginu. Með þeirri breytingu sem frumvarpið lagði til fengi Ísland refsiramma sem er á svipuðum slóðum og á Norðurlöndum. Það er eðlilegt að það sé ákveðið samræmi milli landa þegar lögregla vinnur saman þvert á landamæri að rannsóknum mála. Með skýrara ákvæði verður afstaða löggjafans skýrari um það að menn sem skoða og dreifa barnaníðsefni eiga mikinn þátt í því að barnaníðsefni er framleitt og um leið í því að brotið er gegn börnum. Lögregla hefur núna nokkur stór mál til meðferðar eins og rakið var í umfjöllun Kompáss. Í dómsmálum hérlendis hafa sakborningar í stærri málum verið með tugi þúsunda mynda af barnaníðsefni í vörslum sínum. Þegar ég lagði frumvarpið fram síðasta vetur nefndi ég að ég væri þakklát fyrir þann mikla stuðning sem ég fann við málið á þinginu. Og ég talaði um það væri vonandi vísbending um að frumvarpið gæti orðið að lögum á þessu þingi. Síðan leið og beið, þrátt fyrir að hér væri um mál að ræða sem enginn pólitískur ágreiningur ætti að vera um og virtist ekki vera. Málið er einfaldlega ekki þess eðlis. Svo gerist það núna að dómsmálaráðherra er að leggja fram frumvarp sem er nánast hið sama og frumvarpið sem hefur legið fyrir á þingi mánuðum saman, það leggur til sama refsihámark, sömu ítrekunarheimild, nefnir sömu verknaðaraðferðir og fjallar um sjónarmið sem líta á til við mat á alvarleika brota. Og þá var skýringin kannski komin á því að mál sem naut stuðnings af hálfu fagaðila, samtaka og innan þingsins sjálfs komst samt ekki áfram og fékk ekki umræðu. Getur virkilega verið að lagabreyting sem varðar vernd barna gegn barnaníðsefni hafi legið óhreyft í þinginu mánuðum saman vegna þess að dómsmálaráðherra var ekki sjálf að skrifuð fyrir málinu? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun