Solberg gert að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir sóttvarnabrotin Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2021 08:17 Fréttir bárust af því að 8. mars að Solberg hafi gerst brotleg við reglur þar sem hún settist til borðs með þrettán öðrum þegar hún hélt upp á sextugsafmæli sitt í lok febrúar. EPA Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur verið gert að greiða 20 þúsund norskra króna sekt, um 300 þúsund íslenskar, vegna sóttvarnabrota í skíðabænum Geilo í lok febrúar. Þetta kom fram á fréttamannafundi norsku lögreglunnar klukkan átta í morgun þar sem kynntar voru niðurstöður rannsóknar lögreglunnar. Fréttir bárust af því að 8. mars að Solberg hafi gerst brotleg við reglur þar sem hún settist til borðs með þrettán öðrum þegar hún hélt upp á sextugsafmæli sitt í lok febrúar. Forsætisráðherrann var stödd í Geilo ásamt fjölskyldu, tveimur systrum sínum og fjölskyldum þeirra. Lögreglustjórinn Ole B. Sæverud sagði að þó að allir væru jafnir fyrir lögum þá væru ekki allir jafnir. Solberg gegni embætti forsætisráðherra og því mikilvægt að hún fari sannarlega eftir þeim reglum sem stjórnvöld hafi sett þjóðinni.„Við teljum því rétt að bregðast við með því að gefa út refsingu, til að tryggja að traust ríki áfram meðal almennings um sóttvarnareglurnar,“ sagði Sæverud. Refsað fyrir kvöldverð sem hún komst ekki í Til stóð að Solberg myndi setjast til borðs með þrettán öðrum á veitingastaðnum Hallingstuene í Geilo vegna afmælis síns á föstudeginum 26. febrúar, en þegar til kastanna kom missti Solberg af kvöldverðinum. Á laugardeginum hafi hún hins vegar sest til borðs með þessum þrettán í leiguíbúð, en samkvæmt gildandi sóttvarnareglum í Noregi mega að hámarki tíu manns koma saman. Sæverud greindi jafnframt frá því að viðkennt sé að Sindre Finnes, eiginmaður Solberg, hafi gerst brotlegur við sóttvarnareglur með því að skipuleggja og sækja kvöldverðinn á föstudeginum, en að honum verði ekki gerð refsing. Sömu sögu sé að segja um veitingastaðinn sem um ræðir. Hann segir að forsætisráðherrann fái sektina fyrir að hafa skipulagt kvöldverðinn á veitingahúsinu á föstudeginum, þeim sem hún missti þó sjálf af. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lögregla hefur rannsókn á sóttvarnabrotum Solbergs Lögregla í Noregi hefur hafið rannsókn á sóttvarnabrotum norska forsætisráðherrans Ernu Solberg. Greint var frá því í gær að Solberg hafi gerst brotleg við reglur þar sem hún settist til borðs með þrettán öðrum þegar hún hélt upp á sextugsafmæli sitt í lok febrúar. 19. mars 2021 09:48 Erna Solberg braut sóttvarnareglur í ferð með fjölskyldunni Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, braut sóttvarnareglur í febrúar þegar hún borðaði kvöldverð með þrettán öðrum. Þetta kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins NRK en brotið átti sér stað á meðan Solberg var í fríi í skíðabænum Geilo þar sem hún hélt upp á sextugsafmæli sitt. Þar var hún stödd ásamt fjölskyldu, tveimur systrum sínum og fjölskyldum þeirra. 18. mars 2021 23:08 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Þetta kom fram á fréttamannafundi norsku lögreglunnar klukkan átta í morgun þar sem kynntar voru niðurstöður rannsóknar lögreglunnar. Fréttir bárust af því að 8. mars að Solberg hafi gerst brotleg við reglur þar sem hún settist til borðs með þrettán öðrum þegar hún hélt upp á sextugsafmæli sitt í lok febrúar. Forsætisráðherrann var stödd í Geilo ásamt fjölskyldu, tveimur systrum sínum og fjölskyldum þeirra. Lögreglustjórinn Ole B. Sæverud sagði að þó að allir væru jafnir fyrir lögum þá væru ekki allir jafnir. Solberg gegni embætti forsætisráðherra og því mikilvægt að hún fari sannarlega eftir þeim reglum sem stjórnvöld hafi sett þjóðinni.„Við teljum því rétt að bregðast við með því að gefa út refsingu, til að tryggja að traust ríki áfram meðal almennings um sóttvarnareglurnar,“ sagði Sæverud. Refsað fyrir kvöldverð sem hún komst ekki í Til stóð að Solberg myndi setjast til borðs með þrettán öðrum á veitingastaðnum Hallingstuene í Geilo vegna afmælis síns á föstudeginum 26. febrúar, en þegar til kastanna kom missti Solberg af kvöldverðinum. Á laugardeginum hafi hún hins vegar sest til borðs með þessum þrettán í leiguíbúð, en samkvæmt gildandi sóttvarnareglum í Noregi mega að hámarki tíu manns koma saman. Sæverud greindi jafnframt frá því að viðkennt sé að Sindre Finnes, eiginmaður Solberg, hafi gerst brotlegur við sóttvarnareglur með því að skipuleggja og sækja kvöldverðinn á föstudeginum, en að honum verði ekki gerð refsing. Sömu sögu sé að segja um veitingastaðinn sem um ræðir. Hann segir að forsætisráðherrann fái sektina fyrir að hafa skipulagt kvöldverðinn á veitingahúsinu á föstudeginum, þeim sem hún missti þó sjálf af. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lögregla hefur rannsókn á sóttvarnabrotum Solbergs Lögregla í Noregi hefur hafið rannsókn á sóttvarnabrotum norska forsætisráðherrans Ernu Solberg. Greint var frá því í gær að Solberg hafi gerst brotleg við reglur þar sem hún settist til borðs með þrettán öðrum þegar hún hélt upp á sextugsafmæli sitt í lok febrúar. 19. mars 2021 09:48 Erna Solberg braut sóttvarnareglur í ferð með fjölskyldunni Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, braut sóttvarnareglur í febrúar þegar hún borðaði kvöldverð með þrettán öðrum. Þetta kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins NRK en brotið átti sér stað á meðan Solberg var í fríi í skíðabænum Geilo þar sem hún hélt upp á sextugsafmæli sitt. Þar var hún stödd ásamt fjölskyldu, tveimur systrum sínum og fjölskyldum þeirra. 18. mars 2021 23:08 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Lögregla hefur rannsókn á sóttvarnabrotum Solbergs Lögregla í Noregi hefur hafið rannsókn á sóttvarnabrotum norska forsætisráðherrans Ernu Solberg. Greint var frá því í gær að Solberg hafi gerst brotleg við reglur þar sem hún settist til borðs með þrettán öðrum þegar hún hélt upp á sextugsafmæli sitt í lok febrúar. 19. mars 2021 09:48
Erna Solberg braut sóttvarnareglur í ferð með fjölskyldunni Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, braut sóttvarnareglur í febrúar þegar hún borðaði kvöldverð með þrettán öðrum. Þetta kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins NRK en brotið átti sér stað á meðan Solberg var í fríi í skíðabænum Geilo þar sem hún hélt upp á sextugsafmæli sitt. Þar var hún stödd ásamt fjölskyldu, tveimur systrum sínum og fjölskyldum þeirra. 18. mars 2021 23:08