Leyndarmál eða lygar? Guðrún Helga Bjarnadóttir skrifar 9. apríl 2021 11:30 Að eiga leyndarmál getur verið skemmtilegt og ætti að vera það. En þegar leyndarmál eru notuð til að fela eitthvað sem er óviðeigandi, þá getum við ekki kallað það lengur leyndarmál. Hugtakið leyndarmál ætti alltaf að innihalda eitthvað sem er spennandi, skemmtilegt og kemur á óvart fyrir einhvern eða einhverja þegar ljóstra má upp leyndarmálinu. Leyndarmál ættu að vera þess eðlis að ljóstrað er frá þeim eftir skamman tíma. Ef það má aldrei komast upp hverju þagað er yfir þá flokkast það ekki lengur sem leyndarmál. Við hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi erum þessa dagana að hvetja kennara í grunnskólum til að sýna börnum í 3ja bekk teiknimyndina „Leyndarmálið – segjum nei, segjum frá“ . Samtökin hafa frá árinu 2011 haft milligöngu um þetta verkefni og árlega horfa um 3000 börn á landinu öllu á þessa mynd, vinna verkefni í kjölfarið og ræða boðskap myndarinnar sem fjallar um mikilvægi þess að börn segi frá ef brotið er á þeim. Allmörg dæmi eru um að eftir áhorf myndarinnar geri börn sér grein fyrir því að eitthvað sem gert var á þeirra hlut og þeim sagt að væri leyndarmál sem mætti aldrei segja frá er ekki ásættanlegt – er ekki í boði, eins og oft er sagt í leikskólum. Það flokkast ekki sem leyndarmál að gera eitthvað við eða með börnum sem aldrei má segja frá, það flokkast frekar sem lygi. Líklega er þá um eitthvað athæfi að ræða sem er ólöglegt og brýtur á réttindum barna. Mörg börn eru að heyra um muninn á leyndarmálum og lygi í fyrsta sinn þegar þau horfa á myndina í 3ja bekk og við hjá Barnaheillum þekkjum dæmi þess að börn hafi ekki gert sér grein fyrir þessum mun fyrr en mun seinna, á unglingastigi í grunnskóla. Þau börn hafa þá jafnvel burðast með áhyggjur sínar, ótta og vanlíðan í fjölda ára af ótta við að vera refsað ef þau segja frá. Einkastaðir eru einkastaðir. Í þessari vel gerðu mynd er lögð áhersla á einkastaði líkamans. Teiknimyndin gerir kennurum og öðrum kleift að ræða við nemendur á opinn og frjálslegan hátt um hvað er rétt og hvað er rangt þegar kemur að einkastöðum barna. Skilaboð til barnanna eru á þann hátt að þau gera sér grein fyrir að; Þau eiga sína einkastaði og ráða yfir þeim Sum leyndarmál eiga ekki að vera leyndarmál Það er aldrei börnum að kenna ef einhver brýtur regluna um einkastaðina Ef einhver brýtur regluna um einkastaðina skulu þau segja einhverjum fullorðnum sem þau treysta frá því eða hringja í 112. Er skóli barnsins þíns að sýna Leyndarmálið? Þessa dagana erum við að senda út bókamerki í skóla landsins og minna á myndina Leyndarmálið fyrir nemendur í 3ja bekk. Kennarar sýna verkefninu mikinn áhuga og um 3000 merki hafa nú þegar verið afhend börnum. En fær barnið þitt þessa fræðslu?Við hvetjum foreldra til að kynna sér það hvort börnin þeirra eru að fá þessa mikilvægu fræðslu í skólanum sem valdeflir börn og kennir þeim um þau mörk sem þau eiga að setja sér. Ef barnið þitt er ekki að fá fræðsluna í skólanum skaltu endilega hvetja til þess eða horfa á myndina sjálf og síðan með barninu og í lokin ræða við barnið um inntak hennar. Myndin er aðgengileg á heimasíðu Barnaheilla og þar er einnig að finna stuðningsefni fyrir kennara og aðra sem vinna með börnum. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Að eiga leyndarmál getur verið skemmtilegt og ætti að vera það. En þegar leyndarmál eru notuð til að fela eitthvað sem er óviðeigandi, þá getum við ekki kallað það lengur leyndarmál. Hugtakið leyndarmál ætti alltaf að innihalda eitthvað sem er spennandi, skemmtilegt og kemur á óvart fyrir einhvern eða einhverja þegar ljóstra má upp leyndarmálinu. Leyndarmál ættu að vera þess eðlis að ljóstrað er frá þeim eftir skamman tíma. Ef það má aldrei komast upp hverju þagað er yfir þá flokkast það ekki lengur sem leyndarmál. Við hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi erum þessa dagana að hvetja kennara í grunnskólum til að sýna börnum í 3ja bekk teiknimyndina „Leyndarmálið – segjum nei, segjum frá“ . Samtökin hafa frá árinu 2011 haft milligöngu um þetta verkefni og árlega horfa um 3000 börn á landinu öllu á þessa mynd, vinna verkefni í kjölfarið og ræða boðskap myndarinnar sem fjallar um mikilvægi þess að börn segi frá ef brotið er á þeim. Allmörg dæmi eru um að eftir áhorf myndarinnar geri börn sér grein fyrir því að eitthvað sem gert var á þeirra hlut og þeim sagt að væri leyndarmál sem mætti aldrei segja frá er ekki ásættanlegt – er ekki í boði, eins og oft er sagt í leikskólum. Það flokkast ekki sem leyndarmál að gera eitthvað við eða með börnum sem aldrei má segja frá, það flokkast frekar sem lygi. Líklega er þá um eitthvað athæfi að ræða sem er ólöglegt og brýtur á réttindum barna. Mörg börn eru að heyra um muninn á leyndarmálum og lygi í fyrsta sinn þegar þau horfa á myndina í 3ja bekk og við hjá Barnaheillum þekkjum dæmi þess að börn hafi ekki gert sér grein fyrir þessum mun fyrr en mun seinna, á unglingastigi í grunnskóla. Þau börn hafa þá jafnvel burðast með áhyggjur sínar, ótta og vanlíðan í fjölda ára af ótta við að vera refsað ef þau segja frá. Einkastaðir eru einkastaðir. Í þessari vel gerðu mynd er lögð áhersla á einkastaði líkamans. Teiknimyndin gerir kennurum og öðrum kleift að ræða við nemendur á opinn og frjálslegan hátt um hvað er rétt og hvað er rangt þegar kemur að einkastöðum barna. Skilaboð til barnanna eru á þann hátt að þau gera sér grein fyrir að; Þau eiga sína einkastaði og ráða yfir þeim Sum leyndarmál eiga ekki að vera leyndarmál Það er aldrei börnum að kenna ef einhver brýtur regluna um einkastaðina Ef einhver brýtur regluna um einkastaðina skulu þau segja einhverjum fullorðnum sem þau treysta frá því eða hringja í 112. Er skóli barnsins þíns að sýna Leyndarmálið? Þessa dagana erum við að senda út bókamerki í skóla landsins og minna á myndina Leyndarmálið fyrir nemendur í 3ja bekk. Kennarar sýna verkefninu mikinn áhuga og um 3000 merki hafa nú þegar verið afhend börnum. En fær barnið þitt þessa fræðslu?Við hvetjum foreldra til að kynna sér það hvort börnin þeirra eru að fá þessa mikilvægu fræðslu í skólanum sem valdeflir börn og kennir þeim um þau mörk sem þau eiga að setja sér. Ef barnið þitt er ekki að fá fræðsluna í skólanum skaltu endilega hvetja til þess eða horfa á myndina sjálf og síðan með barninu og í lokin ræða við barnið um inntak hennar. Myndin er aðgengileg á heimasíðu Barnaheilla og þar er einnig að finna stuðningsefni fyrir kennara og aðra sem vinna með börnum. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna Barnaheilla.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun