Uppvakningar á Alþingi Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 10. apríl 2021 09:00 Stundum rísa hinir dauðu. Stundum eru þingmál svæfð eða felld einungis til að vera vakin aftur af ríkisstjórninni í lítillega breyttri mynd – eða jafnvel óbreyttri mynd. Það er alveg augljóst að markmiðið er að eigna ríkisstjórninni góð mál á kostnað þingmannanna sem hafa unnið að þeim. Þetta er hrikalega leiðinleg pólitík, ýtir undir sundrung og dregur úr afköstum þingsins. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, birti pistil í gær undir yfirskriftinni „Sama hvaðan gott kemur?“. Þar varpaði hún ljósi á það hvernig frumvarp hennar um vernd barna gegn barnaníðsefni hefur verið svæft í þinginu frá því í nóvember, án nokkurra skýringa. Núna á lokamánuðum þingvetrarins lagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, síðan fram sitt eigið frumvarp sem er efnislega samhljóða frumvarpi Þorbjargar. Þorbjörg spurði því eðlilega hvers vegna dómsmálaráðherra velji þá leið frekar en að styðja frumvarpið sem þegar liggur fyrir þinginu. Á móti öllu Davíð Oddsson stærði sig af því að hafa í stjórnarandstöðu staðið gegn öllu því sem meirihlutinn hafði fram að færa, þótt hann væri í hjarta sínu sammála andstæðingum sínum. Jafnvel hann vissi þó betur en að stæra sig af þeirri aðferðafræði þegar hann var sjálfur í meirihluta. Annað má segja um sitjandi ríkisstjórn. Þegar verkefni hennar á kjörtímabilinu eru rýnd kemur nefnilega í ljós að aðferðafræði dómsmálaráðherra í máli Þorbjargar – uppvakningaleiðin – er langt frá því að vera einsdæmi. Líf eftir dauðann Ríkisstjórnin hefur oft hafnað þingmálum Viðreisnar en lagt síðan fram sambærileg mál í eigin nafni síðar. Þar má nefna niðurfellingu mannanafnanefndar, afnám fjöldatakmörkunar leigubíla, kaup vistvænna bifreiða hjá ríkinu, tvöfalt lögheimilli barna og afnám verðjöfnunar í útflutningi landbúnaðarafurða. Hér eru náttúrlega ótalin þingmál annarra flokka en Viðreisnar sem hafa hlotið sömu örlög. Þessi mál eru góð og ég fagna því að þau hafi notið brautargengis á endanum. En það er skrítið að sjá merkimiðann skipta lykilmáli hjá ríkisstjórninni en ekki útkomuna. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur nefnilega fram fallegt markmið um breytt vinnubrögð, gagnsæi og virðingu gagnvart verkefnum. Þar skuldbundu stjórnarflokkarnir sig til efla Alþingi með markvissum hætti og að nálgast verkefnin með nýjum hætti í þágu alls almennings. Það er ekki hægt að sjá á verkum ríkisstjórnarinnar að hún gefi mikið fyrir eigin markmið. Gamaldags pólitík hefur orðið ofan á, á kostnað bættra afkasta og breiðrar sáttar. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Stundum rísa hinir dauðu. Stundum eru þingmál svæfð eða felld einungis til að vera vakin aftur af ríkisstjórninni í lítillega breyttri mynd – eða jafnvel óbreyttri mynd. Það er alveg augljóst að markmiðið er að eigna ríkisstjórninni góð mál á kostnað þingmannanna sem hafa unnið að þeim. Þetta er hrikalega leiðinleg pólitík, ýtir undir sundrung og dregur úr afköstum þingsins. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, birti pistil í gær undir yfirskriftinni „Sama hvaðan gott kemur?“. Þar varpaði hún ljósi á það hvernig frumvarp hennar um vernd barna gegn barnaníðsefni hefur verið svæft í þinginu frá því í nóvember, án nokkurra skýringa. Núna á lokamánuðum þingvetrarins lagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, síðan fram sitt eigið frumvarp sem er efnislega samhljóða frumvarpi Þorbjargar. Þorbjörg spurði því eðlilega hvers vegna dómsmálaráðherra velji þá leið frekar en að styðja frumvarpið sem þegar liggur fyrir þinginu. Á móti öllu Davíð Oddsson stærði sig af því að hafa í stjórnarandstöðu staðið gegn öllu því sem meirihlutinn hafði fram að færa, þótt hann væri í hjarta sínu sammála andstæðingum sínum. Jafnvel hann vissi þó betur en að stæra sig af þeirri aðferðafræði þegar hann var sjálfur í meirihluta. Annað má segja um sitjandi ríkisstjórn. Þegar verkefni hennar á kjörtímabilinu eru rýnd kemur nefnilega í ljós að aðferðafræði dómsmálaráðherra í máli Þorbjargar – uppvakningaleiðin – er langt frá því að vera einsdæmi. Líf eftir dauðann Ríkisstjórnin hefur oft hafnað þingmálum Viðreisnar en lagt síðan fram sambærileg mál í eigin nafni síðar. Þar má nefna niðurfellingu mannanafnanefndar, afnám fjöldatakmörkunar leigubíla, kaup vistvænna bifreiða hjá ríkinu, tvöfalt lögheimilli barna og afnám verðjöfnunar í útflutningi landbúnaðarafurða. Hér eru náttúrlega ótalin þingmál annarra flokka en Viðreisnar sem hafa hlotið sömu örlög. Þessi mál eru góð og ég fagna því að þau hafi notið brautargengis á endanum. En það er skrítið að sjá merkimiðann skipta lykilmáli hjá ríkisstjórninni en ekki útkomuna. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur nefnilega fram fallegt markmið um breytt vinnubrögð, gagnsæi og virðingu gagnvart verkefnum. Þar skuldbundu stjórnarflokkarnir sig til efla Alþingi með markvissum hætti og að nálgast verkefnin með nýjum hætti í þágu alls almennings. Það er ekki hægt að sjá á verkum ríkisstjórnarinnar að hún gefi mikið fyrir eigin markmið. Gamaldags pólitík hefur orðið ofan á, á kostnað bættra afkasta og breiðrar sáttar. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun