Svartur svanur: Hvenær öðlumst við eðlilegt líf? Sigurður Páll Jónsson skrifar 10. apríl 2021 10:00 Til er hugtakið „black swan event“ er það notað um atburð sem er afar sjaldgæfur, ófyrirsjáanlegur og hefur alvarlegar afleiðingar. Gjarnan eftir slíka atburði eru uppi ásakanir um að slíka atburði hefði átt að vera hægt að sjá fyrir. Svartur svanur Nú, rúmu ári eftir að kórónuveiran lagði heiminn að fótum sér, verður spurningin, hvenær verður lífið aftur eðlilegt?, æ háværari. Til tilbreytingar fór að gjósa á Reykjanesi, eftir um 800 ára hlé, sem vissulega dreifir huganum og rifjar upp eldgosið í Eyjafjallajökli skömmu eftir efnahagshrunið. Þeir atburðir urðu meðal annars til þess að beina kastljósi heimsfjölmiðla að Íslandi. Er hægt að svara spurningum um hvað sé eðlilegt?, hvað sé fordæmalaust? Getum við staðið frammi fyrir náttúruöflunum og krafist eðlilegs lífs? Sumum þykja slíkar kröfur ekki sjálfssagðar. Svartur svanur Í þessum heimsfaraldri hafa skoðanakannanir vítt og breytt sýnt að ríkisstjórnir hafa aukið fylgi sitt á meðan fylgi minnihluta minnkar. Þetta á við hér á Íslandi líka, þó að ríkisstjórnarflokkarnir hver og einn missi fylgi. Svartur svanur Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að hann geti alveg hugsað sér að starfa með sömu flokkum í næstu ríkisstjórn, þeim gangi svo vel að vinna saman. Sé litið á nokkur mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á þessu kjörtímabili mætti halda að næðist um þau sátt innan þriggja eðlisólíkra flokka væri um „black swan event“ að ræða. Fjölmiðlafrumvarpið hefur ekki verið í breiðri sátt innan ríkisstjórnarinnar, helst hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft út á það að setja. Frumvarp um Hálendiþjóðgarð sem umhverfisráðherra sagði þó í framsöguræðu sinni að væri unnið í breiðri sátt. Forseti Alþingis sagði í stuttri ræðu sinni sem óbreyttur þingmaður, aðeins einhver ,,grenjandi minnihluti“ væri á móti þessu vel unna máli. Þrátt fyrir þessar ræður mættu fulltrúar hinna ríkisstjórnarflokkana í ræðustól Alþingis með fangið fullt af fyrirvörum um frumvarpið. Þingsályktun um rammaáætlun virkjanakosta er í uppnámi en um hana er alls ekki sátt innan ríkisstjórnarflokkanna. Stjórnarskrármálið sem forsætisráðherra hefur mælti fyrir í vetur er ríkisstjórnarflokkunum þungt í skauti, svo ekki sé meira sagt. Tvö frumvörp sem Sjávarútvegsráðherra mælti fyrir í vetur um grásleppu, hryggleysingja og sandkola og frumvarp um atvinnu og byggðakvóta (5,3%) aflahlutdeildir. Bæði þessi mál eru ekki á dagskrá lengur inn í atvinnuveganefnd vegna ágreinings um þau innan ríkistjórnarflokkana. Áfram mætti telja upp mál sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á erfitt að vera sammála um, þó formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson opni helst ekki munninn án þess að segjast vilja vera áfram með sömu flokkum í næstu ríkisstjórn. Spurningin um, hvenær verður lífið aftur eðlilegt, lifir því góðu lífi eitthvað áfram. Hvað pólitíkina áhrærir er rétt að minna á að fylgi ríkisstjórnarflokkana á Íslandi er vegna þess að sóttvarnaryfirvöld hafa staðið sig býsna vel í baráttunni við kórónuveiruna og ríkisstjórnin haft gæfu til að fylgja þeirra ráðum. Það gæti farið svo að skilgreina yrði röð afar ólíklegra atburða í stjórnmálum með heiti, dettur mér helst í hug SVARTUR STRÚTUR. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Sigurður Páll Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Til er hugtakið „black swan event“ er það notað um atburð sem er afar sjaldgæfur, ófyrirsjáanlegur og hefur alvarlegar afleiðingar. Gjarnan eftir slíka atburði eru uppi ásakanir um að slíka atburði hefði átt að vera hægt að sjá fyrir. Svartur svanur Nú, rúmu ári eftir að kórónuveiran lagði heiminn að fótum sér, verður spurningin, hvenær verður lífið aftur eðlilegt?, æ háværari. Til tilbreytingar fór að gjósa á Reykjanesi, eftir um 800 ára hlé, sem vissulega dreifir huganum og rifjar upp eldgosið í Eyjafjallajökli skömmu eftir efnahagshrunið. Þeir atburðir urðu meðal annars til þess að beina kastljósi heimsfjölmiðla að Íslandi. Er hægt að svara spurningum um hvað sé eðlilegt?, hvað sé fordæmalaust? Getum við staðið frammi fyrir náttúruöflunum og krafist eðlilegs lífs? Sumum þykja slíkar kröfur ekki sjálfssagðar. Svartur svanur Í þessum heimsfaraldri hafa skoðanakannanir vítt og breytt sýnt að ríkisstjórnir hafa aukið fylgi sitt á meðan fylgi minnihluta minnkar. Þetta á við hér á Íslandi líka, þó að ríkisstjórnarflokkarnir hver og einn missi fylgi. Svartur svanur Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að hann geti alveg hugsað sér að starfa með sömu flokkum í næstu ríkisstjórn, þeim gangi svo vel að vinna saman. Sé litið á nokkur mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á þessu kjörtímabili mætti halda að næðist um þau sátt innan þriggja eðlisólíkra flokka væri um „black swan event“ að ræða. Fjölmiðlafrumvarpið hefur ekki verið í breiðri sátt innan ríkisstjórnarinnar, helst hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft út á það að setja. Frumvarp um Hálendiþjóðgarð sem umhverfisráðherra sagði þó í framsöguræðu sinni að væri unnið í breiðri sátt. Forseti Alþingis sagði í stuttri ræðu sinni sem óbreyttur þingmaður, aðeins einhver ,,grenjandi minnihluti“ væri á móti þessu vel unna máli. Þrátt fyrir þessar ræður mættu fulltrúar hinna ríkisstjórnarflokkana í ræðustól Alþingis með fangið fullt af fyrirvörum um frumvarpið. Þingsályktun um rammaáætlun virkjanakosta er í uppnámi en um hana er alls ekki sátt innan ríkisstjórnarflokkanna. Stjórnarskrármálið sem forsætisráðherra hefur mælti fyrir í vetur er ríkisstjórnarflokkunum þungt í skauti, svo ekki sé meira sagt. Tvö frumvörp sem Sjávarútvegsráðherra mælti fyrir í vetur um grásleppu, hryggleysingja og sandkola og frumvarp um atvinnu og byggðakvóta (5,3%) aflahlutdeildir. Bæði þessi mál eru ekki á dagskrá lengur inn í atvinnuveganefnd vegna ágreinings um þau innan ríkistjórnarflokkana. Áfram mætti telja upp mál sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á erfitt að vera sammála um, þó formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson opni helst ekki munninn án þess að segjast vilja vera áfram með sömu flokkum í næstu ríkisstjórn. Spurningin um, hvenær verður lífið aftur eðlilegt, lifir því góðu lífi eitthvað áfram. Hvað pólitíkina áhrærir er rétt að minna á að fylgi ríkisstjórnarflokkana á Íslandi er vegna þess að sóttvarnaryfirvöld hafa staðið sig býsna vel í baráttunni við kórónuveiruna og ríkisstjórnin haft gæfu til að fylgja þeirra ráðum. Það gæti farið svo að skilgreina yrði röð afar ólíklegra atburða í stjórnmálum með heiti, dettur mér helst í hug SVARTUR STRÚTUR. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun