Klúður í Tyrklandsheimsókn rænir forseta leiðtogaráðsins svefni Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 10:31 Michel (t.h.) hlaut bágt fyrir að standa ekki við bakið á Ursulu von der Leyen (f.m.) þegar þau funduðu með Recep Erdogan í Tyrklandi í vikunni. AP/Burhan Ozbilici Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segist missa svefn vegna þess að hann lét hjá líða að mótmæla því að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, fengi ekki sæti með þeim Recep Erdogan, forseta Tyrklands, í heimsókn þeirra í vikunni. Tyrkir voru sakaðir um að sýna von der Leyen óvirðingu vegna þess að hún er kona þegar ekki var gert ráð fyrir sæti fyrir hana þegar hún og Michel fóru á fund Erdogan í forsetahöllinni í Ankara á þriðjudag. Von der Leyen sást sitja til hliðar í sófa á meðan karlarnir tveir ræddu málin í stólum sem hafði verið komið fyrir. Tyrkneski utanríkisráðherrann fullyrti að tilhögunin hefði verið í samræmi við óskir ESB fyrir heimsóknina. Michel hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa sýnt lydduskap þar sem hann kom von der Leyen ekki til varnar á fundinum. Hann segist sjá eftir aðgerðaleysinu. Gæti hann endurtekið atvikið kæmi hann því til leiðar að öllum væri virðing sýnd á fundinum. „Ég dreg ekki dul á það að ég hef ekki sofið vel á nóttinni síðan vegna þess að atvikið spilast aftur og aftur í huga mér,“ sagði Michel við þýska blaðið Handelsblatt sem Reuters-fréttastofan vitnar í. Hann afsakaði sig með þeim rökum að ef hann hefði mótmælt sætaskipaninni hefði það skemmt fyrir mánaðalöngum tilraunum til að bæta tengsl Evrópusambandsins og Tyrklands. Evrópusambandið Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir neita því að þeir hafi snuprað von der Leyen Utanríkisráðherra Tyrklands segir fráleitt að Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi verið sýnd óvirðing vegna kynferðis hennar á fundi með Recep Erdogan forseta á þriðjudag. Von der Leyen var látin sitja á sófa til hliðar við Erdogan og Charles Michel, forseta leiðtogaráðs ESB. 8. apríl 2021 11:21 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Tyrkir voru sakaðir um að sýna von der Leyen óvirðingu vegna þess að hún er kona þegar ekki var gert ráð fyrir sæti fyrir hana þegar hún og Michel fóru á fund Erdogan í forsetahöllinni í Ankara á þriðjudag. Von der Leyen sást sitja til hliðar í sófa á meðan karlarnir tveir ræddu málin í stólum sem hafði verið komið fyrir. Tyrkneski utanríkisráðherrann fullyrti að tilhögunin hefði verið í samræmi við óskir ESB fyrir heimsóknina. Michel hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa sýnt lydduskap þar sem hann kom von der Leyen ekki til varnar á fundinum. Hann segist sjá eftir aðgerðaleysinu. Gæti hann endurtekið atvikið kæmi hann því til leiðar að öllum væri virðing sýnd á fundinum. „Ég dreg ekki dul á það að ég hef ekki sofið vel á nóttinni síðan vegna þess að atvikið spilast aftur og aftur í huga mér,“ sagði Michel við þýska blaðið Handelsblatt sem Reuters-fréttastofan vitnar í. Hann afsakaði sig með þeim rökum að ef hann hefði mótmælt sætaskipaninni hefði það skemmt fyrir mánaðalöngum tilraunum til að bæta tengsl Evrópusambandsins og Tyrklands.
Evrópusambandið Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir neita því að þeir hafi snuprað von der Leyen Utanríkisráðherra Tyrklands segir fráleitt að Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi verið sýnd óvirðing vegna kynferðis hennar á fundi með Recep Erdogan forseta á þriðjudag. Von der Leyen var látin sitja á sófa til hliðar við Erdogan og Charles Michel, forseta leiðtogaráðs ESB. 8. apríl 2021 11:21 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Tyrkir neita því að þeir hafi snuprað von der Leyen Utanríkisráðherra Tyrklands segir fráleitt að Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi verið sýnd óvirðing vegna kynferðis hennar á fundi með Recep Erdogan forseta á þriðjudag. Von der Leyen var látin sitja á sófa til hliðar við Erdogan og Charles Michel, forseta leiðtogaráðs ESB. 8. apríl 2021 11:21