Heilbrigðisráðherra heimsækir sóttkvíarhótel Kjartan Kjartansson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 10. apríl 2021 11:58 Forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins ætlar að kynna starfsemi sóttkvíarhótels fyrir Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í dag. Vísir/Vilhelm Svandís Svarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar að heimsækja sóttkvíarhótelið við Þórunnartún í dag. Þar kynnir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnahúsa Rauða krossins, starfsemina fyrir ráðherranum. Þingmenn sem eiga sæti í velferðarnefndar heimsóttu sóttkvíarhótelið í gær. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar og þingkona Samfylkingarinnar, sagði að Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, hefði boðið fulltrúum nefndarinnar að kynna sér starfið þar. „Það verður að segjast eins og er að þetta er afskaplega vel skipulagt hjá þeim og já, þrekvirki að ná svona skipulagi á ekki lengri tíma. Þetta hús mun líklega fyllast um helgina og eru þau tilbúiin með næsta húsnæði,“ skrifaði Helga Vala á Facebook síðu sína í gær. Nú stefnir í að sóttkvíarhótelið fyllist og er stefnt að því að taka Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík í notkun sem sóttkvíarhús um helgina. Styr hefur staðið um sóttkvíarhótelið undanfarna daga. Það var fyrst tekið í notkun á skírdag þegar byrjað var að skikka fólk sem kom frá svonefndum hááhættusvæðum vegna kórónuveirufaraldursins til dvalar þar. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að reglugerð um skyldudvölina stæðist ekki lög og ekki mætti skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli á öðrum degi páska. Landsréttur vísaði frá kæru sóttvarnalæknis á úrskurðinum á miðvikudag. Heilbrigðisráðherra gaf út nýja reglugerð um sóttkví fyrir komufarþega til landsins sem tók gildi í gær. Með henni eru allir þeir sem koma til landsins skikkaðir til að sæta sóttkví við komuna til landsins, óháð því hvaða þeir koma, nema þeir geti framvísað vottorði um bólusetningu eða fyrra kórónuveirusmit. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stefnir í fullt sóttkvíarhótel í dag eða á morgun Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag. 10. apríl 2021 10:59 Velferðarnefnd komin með gögnin í hendurnar Fulltrúar í velferðarnefnd Alþingis hafa fengið gögn frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi undirbúning reglugerðar, sem varða skyldun komufarþega til dvalar á sóttkvíarhóteli, afhent. 8. apríl 2021 21:48 Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira
Þingmenn sem eiga sæti í velferðarnefndar heimsóttu sóttkvíarhótelið í gær. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar og þingkona Samfylkingarinnar, sagði að Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, hefði boðið fulltrúum nefndarinnar að kynna sér starfið þar. „Það verður að segjast eins og er að þetta er afskaplega vel skipulagt hjá þeim og já, þrekvirki að ná svona skipulagi á ekki lengri tíma. Þetta hús mun líklega fyllast um helgina og eru þau tilbúiin með næsta húsnæði,“ skrifaði Helga Vala á Facebook síðu sína í gær. Nú stefnir í að sóttkvíarhótelið fyllist og er stefnt að því að taka Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík í notkun sem sóttkvíarhús um helgina. Styr hefur staðið um sóttkvíarhótelið undanfarna daga. Það var fyrst tekið í notkun á skírdag þegar byrjað var að skikka fólk sem kom frá svonefndum hááhættusvæðum vegna kórónuveirufaraldursins til dvalar þar. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að reglugerð um skyldudvölina stæðist ekki lög og ekki mætti skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli á öðrum degi páska. Landsréttur vísaði frá kæru sóttvarnalæknis á úrskurðinum á miðvikudag. Heilbrigðisráðherra gaf út nýja reglugerð um sóttkví fyrir komufarþega til landsins sem tók gildi í gær. Með henni eru allir þeir sem koma til landsins skikkaðir til að sæta sóttkví við komuna til landsins, óháð því hvaða þeir koma, nema þeir geti framvísað vottorði um bólusetningu eða fyrra kórónuveirusmit.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stefnir í fullt sóttkvíarhótel í dag eða á morgun Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag. 10. apríl 2021 10:59 Velferðarnefnd komin með gögnin í hendurnar Fulltrúar í velferðarnefnd Alþingis hafa fengið gögn frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi undirbúning reglugerðar, sem varða skyldun komufarþega til dvalar á sóttkvíarhóteli, afhent. 8. apríl 2021 21:48 Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira
Stefnir í fullt sóttkvíarhótel í dag eða á morgun Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag. 10. apríl 2021 10:59
Velferðarnefnd komin með gögnin í hendurnar Fulltrúar í velferðarnefnd Alþingis hafa fengið gögn frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi undirbúning reglugerðar, sem varða skyldun komufarþega til dvalar á sóttkvíarhóteli, afhent. 8. apríl 2021 21:48
Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36