Fótbolti

Jurgen Klopp var létt í gær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp og Trent Alexander-Arnold hressir í leikslok.
Klopp og Trent Alexander-Arnold hressir í leikslok. Clive Brunskill/Getty Images

Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, var ansi létt eftir 2-1 sigur Liverpool á Aston Villa í enska boltanum í gær en Liverpool hafði gengið afleitlega á heimavelli að undanförnu.

Ollie Watkins kom Aston Villa yfir í fyrri hálfleik en Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold sáu til þess að Rauði herinn tók stigin þrjú. Fyrsti sigur Liverpool á heimavelli í síðustu sjö leikjum.

„Oh, þetta er stór sigur, mjög stór sigur. Við höfum tapað síðustu sex leikjum á heimavelli, eitthvað sem er ekki gott og eitthvað sem þú vilt alls ekki,“ sagði Klopp.

„Við jöfnuðum en þá var þetta enn og aftur rangstaða. Hún var ekki stór. Við fórum inn í hálfleikinn og þú getur ímyndað þér að það var ekki góð stemning.“

„Strákarnir voru þó í ágætis standi og ég þurfti ekki að lyfta þeim mikið upp. Þeir vissu að ef þeir myndu halda áfram með að vera ákafir, viljugir og spila sama fótboltann þá myndum við skapa færi.“

„Hvernig við höndluðum þennan leik var mjög gott en þú þarft að skora mörk. Þetta tók sinn tíma en við skoruðum. Þetta var mjög, mjög mikilvægt og þetta er mikill léttir,“ bætti Klopp við.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×