Bæjarar horfa til Klopp ef Flick tekur við landsliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2021 11:01 Gæti Klopp verið á leið til Þýskalands á nýjan leik? Marton Monus/Getty Nýjasta slúðrið erlendis er að Evrópu- og Þýskalandsmeistarar Bayern München horfi til Jürgen Klopp, þjálfara Englandsmeistara Liverpool, fari svo að Hansi Flick taki við þýska landsliðinu. Hansi Flick hefur komið öllum á óvart síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá Bayern í nóvember 2019. Liðið vann alla þá bikar sem það gat unnið á síðustu leiktíð og er í harðri baráttu um tvo stærstu titlana í ár, þýska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu. Bayern Munich will reportedly try to bring Jurgen Klopp to the Bundesliga club... but it all depends on the Germany manager job!More #bbcfootball #lfc— BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2021 Það ku vera ólga innan herbúða Bayern þar sem Flick er ekki á allt sáttur með leikmannahóp sinn. Hann hefði viljað fá að styrkja liðið betur síðasta sumar vitandi að tímabilið í ár yrði einkar erfitt vegna kórónufaraldursins. Flick telur stjórnarmenn liðsins ekki hafa sýnt því nægilegan skilning. Hinn 56 ára gamli Flick er talinn horfa til þýska landsliðsins en hann var aðstoðarþjálfari þar frá árinu 2006 til 2014. Talið er að þýska knattspyrnusambandið vilji fá Flick til að leysa Joachim Löw af hólmi. Löw hættir með liðið að loknu Evrópumótinu í sumar. Bayern hefur lítinn áhuga á að missa Flick en ef svo fer þá horfa Þýskalandsmeistararnir til Englands. Bæjarar vilja allavega taka stöðuna á Klopp og sjá hversu ánægður hann er í Liverpool-borg. Hansi Flick hefur áhuga á að taka við þýska landsliðinu í sumar.vísir/getty Klopp er einnig talinn ósáttur með yfirmenn sína. Þeir fjármögnuðu ekki kaupin á Timo Werner síðasta sumar, gáfu honum ekki fjármagn til að festa kaup á nýjum miðverði og neita að gefa Georginio Wijnaldum nýjan samning. Forráðamenn Bayern gera sér grein fyrir að það er nær ómögulegt að sannfæra Klopp um að yfirgefa Liverpool en þeir eru samt sem áður tilbúnir að láta á slag standa. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Hansi Flick hefur komið öllum á óvart síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá Bayern í nóvember 2019. Liðið vann alla þá bikar sem það gat unnið á síðustu leiktíð og er í harðri baráttu um tvo stærstu titlana í ár, þýska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu. Bayern Munich will reportedly try to bring Jurgen Klopp to the Bundesliga club... but it all depends on the Germany manager job!More #bbcfootball #lfc— BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2021 Það ku vera ólga innan herbúða Bayern þar sem Flick er ekki á allt sáttur með leikmannahóp sinn. Hann hefði viljað fá að styrkja liðið betur síðasta sumar vitandi að tímabilið í ár yrði einkar erfitt vegna kórónufaraldursins. Flick telur stjórnarmenn liðsins ekki hafa sýnt því nægilegan skilning. Hinn 56 ára gamli Flick er talinn horfa til þýska landsliðsins en hann var aðstoðarþjálfari þar frá árinu 2006 til 2014. Talið er að þýska knattspyrnusambandið vilji fá Flick til að leysa Joachim Löw af hólmi. Löw hættir með liðið að loknu Evrópumótinu í sumar. Bayern hefur lítinn áhuga á að missa Flick en ef svo fer þá horfa Þýskalandsmeistararnir til Englands. Bæjarar vilja allavega taka stöðuna á Klopp og sjá hversu ánægður hann er í Liverpool-borg. Hansi Flick hefur áhuga á að taka við þýska landsliðinu í sumar.vísir/getty Klopp er einnig talinn ósáttur með yfirmenn sína. Þeir fjármögnuðu ekki kaupin á Timo Werner síðasta sumar, gáfu honum ekki fjármagn til að festa kaup á nýjum miðverði og neita að gefa Georginio Wijnaldum nýjan samning. Forráðamenn Bayern gera sér grein fyrir að það er nær ómögulegt að sannfæra Klopp um að yfirgefa Liverpool en þeir eru samt sem áður tilbúnir að láta á slag standa.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira