Fótbolti

Stuðningsmenn Tottenham og Manchester City skipta helming miðana á milli sín

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Úrslitaleikur deildarbikarsins fer fram á Wembley, þjóðarleikvang Englendinga.
Úrslitaleikur deildarbikarsins fer fram á Wembley, þjóðarleikvang Englendinga. Matt Cardy/Getty Images

Alls verða 8.000 áhorfendur á Wembley þegar að Tottenham og Manchester City mætast í úrslitum enska deildarbikarsins þann 25. apríl næstkomandi. Stuðningsmenn liðana fá samtals 4.000 miða, en heilbrigðisstarfsfólk og íbúar í grennd við völlinn fá hina 4.000.

Þeir sem fá miða þurfa að mæta á svæðið í kórónaveirupróf innan við sólarhring fyrir leikinn. Ekki er nóg að taka próf heima hjá sér og enginn undir 18 ára fær miða. Einnig hefur viðkvæmum hópum, sem og ólettum konum verið ráðlagt að sækja ekki um miða.

Áhorfendur þurfa einnig að mæta með sönnun fyrir neikvæðu prófi, sem þeir fá sent í gegnum tölvupóst eða smáskilaboð.

Stuðningsmönnum Manchester City verður úthlutað sérstökum rútu- og lestarferðum frá Manchester til London.

Viku fyrir úrslitaleikinn eigast Southampton og Leicester við í undanúrslitum FA bikarsins, og þar verða 4.000 stuðningsmenn í stúkunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×