Segir að Flick muni taka við Þýskalandi og Bayern hafi talað við Nagelsmann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2021 13:01 Flick er klár í að verða næsti þjálfari þýska landsliðsins. EPA-EFE/MATTHIAS BALK Lothar Matthäus segir það svo gott sem staðfest að Hans-Dieter Flick, þjálfari Bayern München, muni taka við þýska landsliðinu í sumar. Matthäus segir einnig að Bayern hafi nú þegar rætt við Julian Nagelsmann um að taka við liðinu. Hinn sextugi Matthäus lék með Bayern frá árunum 1984 til 1988 og aftur frá 1992 til 2000. Hann þekkir því ágætlega til í herbúðum Bæjara. Þessi magnaði leikmaður spilaði einnig 150 landsleiki fyrir Þýskaland. Síðan skórnir fóru á hilluna um aldamótin hefur hann bæði þjálfað sem og unnið sem sérfræðingur í sjónvarpi. Matthäus staðfesti við Sky Sports í Þýskalandi að Flick myndi taka við þýska landsliðinu í sumar þegar Evrópumótinu er lokið. „Það er tilboð á borðinu frá DFB [þýska knattspyrnusambandinu] og Bayern hefur nú þegar talað við [Julian] Nagelsmann. Sambandið vill Flick og ég held – eða raunar er ég sannfærður – um að hann verði ekki þjálfari Bayern á næstu leiktíð,“ sagði Matthäus. Orðrómar um ósætti milli Flick og yfirmanna hans hjá Bayern hafa verið á kreiki undanfarnar vikur. Þá var hann aðstoðarþjálfari þýska landsliðsins frá 2006 til 2014 og ku vilja snúa aftur í þægilegan faðm þýska sambandsins. Bayern stefnir á að ráða þýskan þjálfara en ásamt Nagelsmann hefur Jürgen Klopp verið nefndur til sögunnar. Bayern datt í gær út úr Meistaradeild Evrópu eftir að hafa gert 3-3 jafntefli við Paris Saint-Germain í tveimur leikjum er liðin mættust í 8-liða úrslitum. Bæjarar féllu úr leik þar sem PSG skoraði fleiri mörk á útivelli í einvíginu. Síðasta skipting Flick í leiknum vakti athygli. Mögulega var það hans síðasta skipting í Meistaradeild Evrópu með Bayern ef Matthäus hefur rétt fyrir sér. Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Skipting sem staðfesti óreiðuna hjá Bayern Ríkjandi Evrópumeistarar Bayern München verja ekki titil sinn eftir að liðið féll úr leik gegn PSG í gærkvöld. Einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu endaði 3-3 en Parísarliðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 14. apríl 2021 10:31 Telur sína menn ekki líklegasta til sigurs þó þeir hafi slegið út Evrópumeistarana Mauricio Pochettino tók ekki undir þá fullyrðingu að hans menn í Paris Saint-Germain væru líklegastir til að vinna Meistaradeild Evrópu eftir að liðið sló ríkjandi meistara Bayern út í gærkvöld. 14. apríl 2021 08:01 PSG í undanúrslit og Evrópumeistararnir úr leik Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München. 13. apríl 2021 21:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Hinn sextugi Matthäus lék með Bayern frá árunum 1984 til 1988 og aftur frá 1992 til 2000. Hann þekkir því ágætlega til í herbúðum Bæjara. Þessi magnaði leikmaður spilaði einnig 150 landsleiki fyrir Þýskaland. Síðan skórnir fóru á hilluna um aldamótin hefur hann bæði þjálfað sem og unnið sem sérfræðingur í sjónvarpi. Matthäus staðfesti við Sky Sports í Þýskalandi að Flick myndi taka við þýska landsliðinu í sumar þegar Evrópumótinu er lokið. „Það er tilboð á borðinu frá DFB [þýska knattspyrnusambandinu] og Bayern hefur nú þegar talað við [Julian] Nagelsmann. Sambandið vill Flick og ég held – eða raunar er ég sannfærður – um að hann verði ekki þjálfari Bayern á næstu leiktíð,“ sagði Matthäus. Orðrómar um ósætti milli Flick og yfirmanna hans hjá Bayern hafa verið á kreiki undanfarnar vikur. Þá var hann aðstoðarþjálfari þýska landsliðsins frá 2006 til 2014 og ku vilja snúa aftur í þægilegan faðm þýska sambandsins. Bayern stefnir á að ráða þýskan þjálfara en ásamt Nagelsmann hefur Jürgen Klopp verið nefndur til sögunnar. Bayern datt í gær út úr Meistaradeild Evrópu eftir að hafa gert 3-3 jafntefli við Paris Saint-Germain í tveimur leikjum er liðin mættust í 8-liða úrslitum. Bæjarar féllu úr leik þar sem PSG skoraði fleiri mörk á útivelli í einvíginu. Síðasta skipting Flick í leiknum vakti athygli. Mögulega var það hans síðasta skipting í Meistaradeild Evrópu með Bayern ef Matthäus hefur rétt fyrir sér.
Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Skipting sem staðfesti óreiðuna hjá Bayern Ríkjandi Evrópumeistarar Bayern München verja ekki titil sinn eftir að liðið féll úr leik gegn PSG í gærkvöld. Einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu endaði 3-3 en Parísarliðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 14. apríl 2021 10:31 Telur sína menn ekki líklegasta til sigurs þó þeir hafi slegið út Evrópumeistarana Mauricio Pochettino tók ekki undir þá fullyrðingu að hans menn í Paris Saint-Germain væru líklegastir til að vinna Meistaradeild Evrópu eftir að liðið sló ríkjandi meistara Bayern út í gærkvöld. 14. apríl 2021 08:01 PSG í undanúrslit og Evrópumeistararnir úr leik Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München. 13. apríl 2021 21:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Skipting sem staðfesti óreiðuna hjá Bayern Ríkjandi Evrópumeistarar Bayern München verja ekki titil sinn eftir að liðið féll úr leik gegn PSG í gærkvöld. Einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu endaði 3-3 en Parísarliðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 14. apríl 2021 10:31
Telur sína menn ekki líklegasta til sigurs þó þeir hafi slegið út Evrópumeistarana Mauricio Pochettino tók ekki undir þá fullyrðingu að hans menn í Paris Saint-Germain væru líklegastir til að vinna Meistaradeild Evrópu eftir að liðið sló ríkjandi meistara Bayern út í gærkvöld. 14. apríl 2021 08:01
PSG í undanúrslit og Evrópumeistararnir úr leik Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München. 13. apríl 2021 21:00