Féll í yfirlið fyrir framan blaðamenn á AstraZeneca-fundinum Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2021 16:53 Tanja Erichsen, yfirmaður hjá Lyfjastofnun Danmerkur. EPA/MADS CLAUS RASMUSSEN Tanja Erichsen, yfirmaður Lyfjastofnunar Danmerkur, féll í yfirlið á blaðamannafundi heilbrigðisyfirvalda í dag, þar sem ákvörðun um að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca í Danmörku var til umræðu. Atvikið hefur vakið talsverða athygli þó að danskir fjölmiðlar virðist ekki hafa gert því mjög ítarleg skil. Breska ríkisútvarpið BBC hefur hins vegar birt myndband frá fundinum, þar sem Erichsen stendur í pontu ásamt Søren Brostrøms landlækni. Brostrøms er með orðið þegar Erichsen fellur skyndilega í gólfið. Brostrøms og aðrir viðstaddir rjúka til og koma Erichsen til aðstoðar, sem áfram liggur á gólfinu. Vi får rigtig mange søde hilsner til Tanja både her og via andre kanaler. Det betyder rigtig meget. Vi sender dem videre til hende allesammen. Mange tak til jer for tanker og ord. Vh. os— Lægemiddelstyrelsen (@LMSTdk) April 14, 2021 Erichsen er að braggast en var flutt á sjúkrahús til skoðunar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Lyfjastofnun. Stofnunin færir þeim sem sent hafa Erichsen batakveðjur kærar þakkir fyrir. Lýsa yfir áhuga á birgðunum Dönsk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í dag að bólusetningu með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni yrði alfarið hætt vegna sjaldgæfra blóðtappatilfella. Danmörk er fyrsta ríkið í Evrópu sem hættir notkun efnisins en áður höfðu nokkur Evrópuríki stöðvað hana tímabundið á meðan umrædd tilfelli voru rannsökuð. Evrópska lyfjastofnunin mælir áfram með notkun efnisins. Klippa: Yfirmaður Lyfjastofnunar Danmerkur fellur í yfirlið Fram kom á fundinum í Kaupmannahöfn í dag að þeir sem fengið hafa fyrsta skammtinn af AstraZeneca í Danmörku bjóðist á endanum annað bóluefni. Þá sé það raunar ekki útilokað að aftur verði byrjað að bólusetja með efninu í landinu þegar fram líða stundir. Þá greinir TV 2 frá því að Tékkland og Lettland hafi lýst yfir áhuga á að kaupa þá AstraZeneca-skammta sem Danmörk hafði tryggt sér. Þingmenn danska Íhaldsflokksins og Frjálslynda bandalagsins (Liberal Alliance) hafa lýst yfir óánægju með ákvörðun heilbrigðisyfirvalda og telja best að Danir fái að velja sjálfir hvort þeir þiggi AstraZeneca-bólusetningu. Brostrøms sló þó þann möguleika út af borðinu á blaðamannafundinum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir 39 þúsund aukaskammtar frá Pfizer á leið til Íslands Ísland mun fá um 39 þúsund fleiri skammta af bóluefni Pfizer fyrir lok júní en áður stóð til. Í heildina munu berast rúmlega 192 þúsund skammtar af bóluefninu á öðrum ársfjórðungi. 14. apríl 2021 13:38 Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28 Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Sjá meira
Atvikið hefur vakið talsverða athygli þó að danskir fjölmiðlar virðist ekki hafa gert því mjög ítarleg skil. Breska ríkisútvarpið BBC hefur hins vegar birt myndband frá fundinum, þar sem Erichsen stendur í pontu ásamt Søren Brostrøms landlækni. Brostrøms er með orðið þegar Erichsen fellur skyndilega í gólfið. Brostrøms og aðrir viðstaddir rjúka til og koma Erichsen til aðstoðar, sem áfram liggur á gólfinu. Vi får rigtig mange søde hilsner til Tanja både her og via andre kanaler. Det betyder rigtig meget. Vi sender dem videre til hende allesammen. Mange tak til jer for tanker og ord. Vh. os— Lægemiddelstyrelsen (@LMSTdk) April 14, 2021 Erichsen er að braggast en var flutt á sjúkrahús til skoðunar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Lyfjastofnun. Stofnunin færir þeim sem sent hafa Erichsen batakveðjur kærar þakkir fyrir. Lýsa yfir áhuga á birgðunum Dönsk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í dag að bólusetningu með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni yrði alfarið hætt vegna sjaldgæfra blóðtappatilfella. Danmörk er fyrsta ríkið í Evrópu sem hættir notkun efnisins en áður höfðu nokkur Evrópuríki stöðvað hana tímabundið á meðan umrædd tilfelli voru rannsökuð. Evrópska lyfjastofnunin mælir áfram með notkun efnisins. Klippa: Yfirmaður Lyfjastofnunar Danmerkur fellur í yfirlið Fram kom á fundinum í Kaupmannahöfn í dag að þeir sem fengið hafa fyrsta skammtinn af AstraZeneca í Danmörku bjóðist á endanum annað bóluefni. Þá sé það raunar ekki útilokað að aftur verði byrjað að bólusetja með efninu í landinu þegar fram líða stundir. Þá greinir TV 2 frá því að Tékkland og Lettland hafi lýst yfir áhuga á að kaupa þá AstraZeneca-skammta sem Danmörk hafði tryggt sér. Þingmenn danska Íhaldsflokksins og Frjálslynda bandalagsins (Liberal Alliance) hafa lýst yfir óánægju með ákvörðun heilbrigðisyfirvalda og telja best að Danir fái að velja sjálfir hvort þeir þiggi AstraZeneca-bólusetningu. Brostrøms sló þó þann möguleika út af borðinu á blaðamannafundinum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir 39 þúsund aukaskammtar frá Pfizer á leið til Íslands Ísland mun fá um 39 þúsund fleiri skammta af bóluefni Pfizer fyrir lok júní en áður stóð til. Í heildina munu berast rúmlega 192 þúsund skammtar af bóluefninu á öðrum ársfjórðungi. 14. apríl 2021 13:38 Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28 Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Sjá meira
39 þúsund aukaskammtar frá Pfizer á leið til Íslands Ísland mun fá um 39 þúsund fleiri skammta af bóluefni Pfizer fyrir lok júní en áður stóð til. Í heildina munu berast rúmlega 192 þúsund skammtar af bóluefninu á öðrum ársfjórðungi. 14. apríl 2021 13:38
Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28
Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47