Ég skal falla á kné og grátbiðja um endurmat Sigmar Vilhjálmsson skrifar 15. apríl 2021 11:30 Í dag, 15. apríl tók gildi kærkomin tilslökun á sóttvörnum í ljósi árangursins sem náðst hefur. En það er eins og veitingastaðir hafi gleymst. Þrátt fyrir að tvöföldun í samkomutakmörkunum almennt þá eru veitingastaðir skyldir eftir, enn eina ferðina. Veitingastaðir sem hafa staðið sig gríðarlega vel í COVID frá upphafi. Hafa staðið vörð um fjöldatakmarkanir, tryggt 2 metra regluna og kostað heilmiklu til í að tryggja sóttvarnir viðskiptavina. Veitingastaðir eru svo sannarlega ekki hættulegir. Veitingastaðir eru þar sem fjölskyldur gera sér glaðan dag og eiga samverustund, brjóta upp daginn og njóta veitinga. Veitingastaðir eru samviskusamlega að skrá niður alla viðskiptavini, tryggja tvo metra á milli, hólfaskipt salerni, snertilausar pantanir og greiðslur með hólfa skipt rými. Óháð stærð og fermetrum er öllum skammtað 20 manns í hólf. Það er ekki hættulegra að sitja í 2 metra fjarlægð á veitingastað en í leikhúsi, tónleikum eða í matvöruverslun. Eða er það? Hver er rökstuðningurinn fyrir því? Það er ekki eins og rekja megi mörg smit til veitingastaða, fyrir utan það tilvik þar sem ferðamenn brutu sóttkví og rekja mátti ferðir þeirra á krá. Tilfellin hafa ekki verið minni í leikhúsi og hvað þá sjálfu Landakoti. Undirritaður hefur barist við að halda rekstri veitingastaða gangandi nú í 13 mánuði, án þess að segja upp starfsfólki. Kostnaðurinn hefur fallið á fyrirtækið og eigendur. En við höfum ávallt litið svo á að það sé okkar skylda að standa vörð um starfsmenn okkar og leggja okkar af mörkum að gera gott úr því sem við höfum úr að spila. Munurinn rekstrarlega á því að taka á móti 20 manns eða 50 manns er gríðarlega mikill og skilaði sér strax í febrúar sl. Það að hækka ekki þessa takmörkun núna aftur er mér fyrirmunað að skilja. Ekki nema að það hafi bara gleymst. Ég vona að það sé raunin og að hægt sé að leiðrétta það. Þó að veitingastaður sé með 50 manna takmörkun, þá gildir ennþá 2 metra reglan og persónubundnar sóttvarnir. Staðir sem ekki geta tryggt 2 metra á milli borða tekur þá á móti færri gestum. En það að setja hömlur á 1000-2000 fermetra veitingastað og miða við 20 manns í hólfi þar sem auðveldlega er hægt að tryggja 2 metra bil á milli 50 einstaklinga í hólfi er erfitt að skilja. Rekstrarforsendur 2000 fermetra staða er allt önnur en 80 fermetra staða. Bæði hvað varðar starfsmannafjölda og húsaleigu. Það sjá og skilja það allir. Hvernig er hægt að setja sömu takmarkanir á slíka staði? Undirritaður er reiðubúinn til að falla á kné og grátbiðja um endurmat á þessum fjöldatakmörkunum. Næstu þrjár vikur eru langur tími eftir þá þrettán mánuði sem við höfum búið við erfiðustu mögulegu rekstraraðstæður sem hugsast getur. Kæra Svandís og kæri Þórólfur, getið þið gefið ykkur smá tíma í að útfæra þessa reglu ögn nánar til þess að við getum lifað þetta af, haldið fólkinu okkar í vinnu og ekki síst tekið þátt í að gera hversdagsleikann ögn gleðilegri fyrir fólkið í landinu sem hefur svo sannarlega staðið sig vel í þessum faraldri. Gerum þetta vel og gerum þetta saman. Höfundur er veitingamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í dag, 15. apríl tók gildi kærkomin tilslökun á sóttvörnum í ljósi árangursins sem náðst hefur. En það er eins og veitingastaðir hafi gleymst. Þrátt fyrir að tvöföldun í samkomutakmörkunum almennt þá eru veitingastaðir skyldir eftir, enn eina ferðina. Veitingastaðir sem hafa staðið sig gríðarlega vel í COVID frá upphafi. Hafa staðið vörð um fjöldatakmarkanir, tryggt 2 metra regluna og kostað heilmiklu til í að tryggja sóttvarnir viðskiptavina. Veitingastaðir eru svo sannarlega ekki hættulegir. Veitingastaðir eru þar sem fjölskyldur gera sér glaðan dag og eiga samverustund, brjóta upp daginn og njóta veitinga. Veitingastaðir eru samviskusamlega að skrá niður alla viðskiptavini, tryggja tvo metra á milli, hólfaskipt salerni, snertilausar pantanir og greiðslur með hólfa skipt rými. Óháð stærð og fermetrum er öllum skammtað 20 manns í hólf. Það er ekki hættulegra að sitja í 2 metra fjarlægð á veitingastað en í leikhúsi, tónleikum eða í matvöruverslun. Eða er það? Hver er rökstuðningurinn fyrir því? Það er ekki eins og rekja megi mörg smit til veitingastaða, fyrir utan það tilvik þar sem ferðamenn brutu sóttkví og rekja mátti ferðir þeirra á krá. Tilfellin hafa ekki verið minni í leikhúsi og hvað þá sjálfu Landakoti. Undirritaður hefur barist við að halda rekstri veitingastaða gangandi nú í 13 mánuði, án þess að segja upp starfsfólki. Kostnaðurinn hefur fallið á fyrirtækið og eigendur. En við höfum ávallt litið svo á að það sé okkar skylda að standa vörð um starfsmenn okkar og leggja okkar af mörkum að gera gott úr því sem við höfum úr að spila. Munurinn rekstrarlega á því að taka á móti 20 manns eða 50 manns er gríðarlega mikill og skilaði sér strax í febrúar sl. Það að hækka ekki þessa takmörkun núna aftur er mér fyrirmunað að skilja. Ekki nema að það hafi bara gleymst. Ég vona að það sé raunin og að hægt sé að leiðrétta það. Þó að veitingastaður sé með 50 manna takmörkun, þá gildir ennþá 2 metra reglan og persónubundnar sóttvarnir. Staðir sem ekki geta tryggt 2 metra á milli borða tekur þá á móti færri gestum. En það að setja hömlur á 1000-2000 fermetra veitingastað og miða við 20 manns í hólfi þar sem auðveldlega er hægt að tryggja 2 metra bil á milli 50 einstaklinga í hólfi er erfitt að skilja. Rekstrarforsendur 2000 fermetra staða er allt önnur en 80 fermetra staða. Bæði hvað varðar starfsmannafjölda og húsaleigu. Það sjá og skilja það allir. Hvernig er hægt að setja sömu takmarkanir á slíka staði? Undirritaður er reiðubúinn til að falla á kné og grátbiðja um endurmat á þessum fjöldatakmörkunum. Næstu þrjár vikur eru langur tími eftir þá þrettán mánuði sem við höfum búið við erfiðustu mögulegu rekstraraðstæður sem hugsast getur. Kæra Svandís og kæri Þórólfur, getið þið gefið ykkur smá tíma í að útfæra þessa reglu ögn nánar til þess að við getum lifað þetta af, haldið fólkinu okkar í vinnu og ekki síst tekið þátt í að gera hversdagsleikann ögn gleðilegri fyrir fólkið í landinu sem hefur svo sannarlega staðið sig vel í þessum faraldri. Gerum þetta vel og gerum þetta saman. Höfundur er veitingamaður.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun