Heimir Guðjóns: „Heilt yfir held ég að fótboltinn sé á réttri leið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. apríl 2021 19:02 Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, telur að sömu lið muni berjast um titilinn í ár og hafa gert síðustu ár. Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, segir það fagnaðarefni að Pepsi Max deildin sé loksins að hefjast á ný. Hann segir undirbúninginn hafa verið óhefðbundinn og telur að fótboltinn á Íslandi sé á réttri leið. „Það er bara frábært,“ sagði Heimir í dag. „Það er bara ánægjulegt að við skulum geta farið að byrja. Við höfum reynt að gera það besta úr þessu en svona er staðan og við verðum bara að takast á við það. Svo verðum við bara að vera klárir þegar að mótið byrjar.“ Heimir er ekki viss um að leikmenn verði í sínu besta formi þegar að mótið byrjar. „Ég held að leikmenn verði ekki 100% klárir þegar að mótið byrjar. Engu að síður fáum við núna vonandi að vita betur hvort að það eigi að klára Lengjubikarinn og hvort að það eigi að spila meistari meistaranna. Við fáum því vonandi tvo til þrjá alvöru leiki áður en mótið byrjar og það verður bara að duga.“ Undirbúningurinn hefur verið óhefðbundinn, en Heimir ætlar að reyna að gera það besta úr þessu. „Þegar stoppið kemur þá var svona erfiðasti hjallinn búinn og kominn tími til að létta þetta aðeins og fara meira í taktík og svo framvegis. Við missum það út eneins og ég segi þá verðum við bara að gera það besta úr þessu.“ Heimir segir að hópurinn hjá sínum mönnum sé klár og sér ekki fyrir sér að bæta við sig mönnum. „Ekki eins og staðan er í dag. Við erum ánægðir með hópinn okkar og fullt af frambærilegum leikmönnum. Mér finns við vera ágætlega mannaðir í flestum stöðum.“ Klippa: Heimir Guðjóns Heimir býst við jafnri og spennandi deild og að nokkur lið geti gert atlögu að titlinum. „Ég held að þetta verði KR, FH, Breiðablik og Stjarnan. KA hefur líka verið að styrkja sig mikið. Keflavík eru væntanlega reynslunni ríkari eftir að þeir fóru upp. Ég held að þetta verði þessi sömu lið og hafa verið að berjast um titilinn.“ „Það er erfitt að segja til um það,“ sagði Heimir, aðspurður að því hvort að deildin væri sterkari í ár en áður. „Mér finnst yngri leikmennirnir alltaf verða betri og svona heilt yfir held ég að fótboltinn sé á réttri leið.“ „Auðvitað gerum við þá kröfu að við þurfum að standa okkur betur í Evrópukeppninni og svo framvegis þannig að það er eitt og annað sem þarf að laga.“ “Þegar þú ert kominn í Evrópukeppni þá skiptir drátturinn auðvitað miklu máli. Svo er það formið á liðinu og er sumardeild þar sem andstæðingurinn er að spila eða er þetta vetrardeild þar sem þeir eru rétt að byrja mótið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Sjá meira
„Það er bara frábært,“ sagði Heimir í dag. „Það er bara ánægjulegt að við skulum geta farið að byrja. Við höfum reynt að gera það besta úr þessu en svona er staðan og við verðum bara að takast á við það. Svo verðum við bara að vera klárir þegar að mótið byrjar.“ Heimir er ekki viss um að leikmenn verði í sínu besta formi þegar að mótið byrjar. „Ég held að leikmenn verði ekki 100% klárir þegar að mótið byrjar. Engu að síður fáum við núna vonandi að vita betur hvort að það eigi að klára Lengjubikarinn og hvort að það eigi að spila meistari meistaranna. Við fáum því vonandi tvo til þrjá alvöru leiki áður en mótið byrjar og það verður bara að duga.“ Undirbúningurinn hefur verið óhefðbundinn, en Heimir ætlar að reyna að gera það besta úr þessu. „Þegar stoppið kemur þá var svona erfiðasti hjallinn búinn og kominn tími til að létta þetta aðeins og fara meira í taktík og svo framvegis. Við missum það út eneins og ég segi þá verðum við bara að gera það besta úr þessu.“ Heimir segir að hópurinn hjá sínum mönnum sé klár og sér ekki fyrir sér að bæta við sig mönnum. „Ekki eins og staðan er í dag. Við erum ánægðir með hópinn okkar og fullt af frambærilegum leikmönnum. Mér finns við vera ágætlega mannaðir í flestum stöðum.“ Klippa: Heimir Guðjóns Heimir býst við jafnri og spennandi deild og að nokkur lið geti gert atlögu að titlinum. „Ég held að þetta verði KR, FH, Breiðablik og Stjarnan. KA hefur líka verið að styrkja sig mikið. Keflavík eru væntanlega reynslunni ríkari eftir að þeir fóru upp. Ég held að þetta verði þessi sömu lið og hafa verið að berjast um titilinn.“ „Það er erfitt að segja til um það,“ sagði Heimir, aðspurður að því hvort að deildin væri sterkari í ár en áður. „Mér finnst yngri leikmennirnir alltaf verða betri og svona heilt yfir held ég að fótboltinn sé á réttri leið.“ „Auðvitað gerum við þá kröfu að við þurfum að standa okkur betur í Evrópukeppninni og svo framvegis þannig að það er eitt og annað sem þarf að laga.“ “Þegar þú ert kominn í Evrópukeppni þá skiptir drátturinn auðvitað miklu máli. Svo er það formið á liðinu og er sumardeild þar sem andstæðingurinn er að spila eða er þetta vetrardeild þar sem þeir eru rétt að byrja mótið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Sjá meira