Þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð einhverfra – farvegur nýrra tækifæra Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 17. apríl 2021 13:01 Oft hefur verið talið að Nikola Tesla og Thomas Alfa Edison hafi báðir verið á einhverfurófi. Ekki er hægt að sanna það, en segja má að staðfestur grunur um slíkt sé í gangi. Einhverfir hafa oft uppáhalds áhugamál sem taka huga þeirra allan. Sumir teikna teiknimyndir, aðrir mála, semja tónlist, byggja skip úr legókubbum eða elska tölvur eða þvottavélar. Einhverfir eiga oft erfitt með að fá vinnu hjá öðrum á íslenskum vinnumarkaði. En hver segir að sumir einhverfir geti ekki stofnað sín eigin fyrirtæki? Grunur er um að Bill Gates sjálfur sé á rófinu. Hann stofnaði fyrirtækið Microsoft. Ef einhverfur einstaklingur er mikill teiknari eða listmálari þarf einfaldlega að stofna fyrirtæki í kringum áhugamálið. Sama gildir ef tölvur og forritun eru í fyrsta sæti. Þar er kominn vettvangur fyrir heilt fyrirtæki. En einhverfir eru ekki alltaf manna bestir í mannlegum samskiptum. Þetta þekki ég sjálf, verandi einhverf/ADHD og með snert af geðklofa. Þess vegna þurfa einhverfir hjálp. Þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð einhverfra er það sem koma skal og það sem sárlega skortir. Það þarf að setja upp miðstöð sem getur aðstoðað einhverfa við að stofna sín eigin fyrirtæki utan um sín áhugamál og það þarf sjálfstæða þekkingarmiðstöð sem getur leiðbeint fjölskyldum, aðstandendum og einhverfum sjálfum um þau málefni er einhverfu snerta. Ég sendi forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur erindi um málið fyrir skömmu. Einnig hefur verið rætt við Félagsmálaráðherra. Ég ætla rétt að vona að eitthvað gerist sem fyrst. Í Bretlandi eru um 71% einhverfra á örorku, utan vinnumarkaðar. Ástandið gæti verið svipað hér á Íslandi. Það hefur þó ekki verið rannsakað. Einhverfa er mjög mismunandi og lýsir sér afar einstaklingsbundið. Það eru vissulega margir einhverfir sem þurfa á örorku að halda og munu þurfa hana áfram af ýmsum ástæðum. En það er líka nokkuð stór hópur sem þarf bara þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð til þess að geta komist af örorku og stofnað sín eigin fyrirtæki. Ég er sjálf með 75% örorkumat, en ég starfa líka sem 25% framkvæmdastjóri hins alþjóðlega þýðingafyrirtækis Brandugla Translations ehf. Allar tekjur sem ég hef gef ég upp til TR og til skatts og það er dregið af mér. Fyrirtækið greiðir fulla skatta og skyldur. Ég er með M.A. gráðu í þýðingafræði og er læs á 7 tungumál. Að auki er ég nokkuð góð í íslensku sem skiptir mestu máli. Ég stofnaði sjálf fyrirtækið Brandugla Translations ehf. Við erum með samninga við ýmsar erlendar þýðingastofur og vinnum verkefni eftir því sem við getum og okkur hentar. Maðurinn minn vinnur einnig hlutastarf í fyrirtækinu. Einhverfa mín/ADHD og geðklofi kemur ekki í veg fyrir að ég geti starfað að hluta í mínu eigin fyrirtæki sem framkvæmdastjóri. Ef ég get þetta, eru fleiri sem geta þetta líka. Það er til mikils að vinna. Hjálpum einhverfum að stofna sín eigin fyrirtæki. Höfundur er Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, M.A. M.Sc. framkvæmdastjóri Brandugla Translations ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Oft hefur verið talið að Nikola Tesla og Thomas Alfa Edison hafi báðir verið á einhverfurófi. Ekki er hægt að sanna það, en segja má að staðfestur grunur um slíkt sé í gangi. Einhverfir hafa oft uppáhalds áhugamál sem taka huga þeirra allan. Sumir teikna teiknimyndir, aðrir mála, semja tónlist, byggja skip úr legókubbum eða elska tölvur eða þvottavélar. Einhverfir eiga oft erfitt með að fá vinnu hjá öðrum á íslenskum vinnumarkaði. En hver segir að sumir einhverfir geti ekki stofnað sín eigin fyrirtæki? Grunur er um að Bill Gates sjálfur sé á rófinu. Hann stofnaði fyrirtækið Microsoft. Ef einhverfur einstaklingur er mikill teiknari eða listmálari þarf einfaldlega að stofna fyrirtæki í kringum áhugamálið. Sama gildir ef tölvur og forritun eru í fyrsta sæti. Þar er kominn vettvangur fyrir heilt fyrirtæki. En einhverfir eru ekki alltaf manna bestir í mannlegum samskiptum. Þetta þekki ég sjálf, verandi einhverf/ADHD og með snert af geðklofa. Þess vegna þurfa einhverfir hjálp. Þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð einhverfra er það sem koma skal og það sem sárlega skortir. Það þarf að setja upp miðstöð sem getur aðstoðað einhverfa við að stofna sín eigin fyrirtæki utan um sín áhugamál og það þarf sjálfstæða þekkingarmiðstöð sem getur leiðbeint fjölskyldum, aðstandendum og einhverfum sjálfum um þau málefni er einhverfu snerta. Ég sendi forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur erindi um málið fyrir skömmu. Einnig hefur verið rætt við Félagsmálaráðherra. Ég ætla rétt að vona að eitthvað gerist sem fyrst. Í Bretlandi eru um 71% einhverfra á örorku, utan vinnumarkaðar. Ástandið gæti verið svipað hér á Íslandi. Það hefur þó ekki verið rannsakað. Einhverfa er mjög mismunandi og lýsir sér afar einstaklingsbundið. Það eru vissulega margir einhverfir sem þurfa á örorku að halda og munu þurfa hana áfram af ýmsum ástæðum. En það er líka nokkuð stór hópur sem þarf bara þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð til þess að geta komist af örorku og stofnað sín eigin fyrirtæki. Ég er sjálf með 75% örorkumat, en ég starfa líka sem 25% framkvæmdastjóri hins alþjóðlega þýðingafyrirtækis Brandugla Translations ehf. Allar tekjur sem ég hef gef ég upp til TR og til skatts og það er dregið af mér. Fyrirtækið greiðir fulla skatta og skyldur. Ég er með M.A. gráðu í þýðingafræði og er læs á 7 tungumál. Að auki er ég nokkuð góð í íslensku sem skiptir mestu máli. Ég stofnaði sjálf fyrirtækið Brandugla Translations ehf. Við erum með samninga við ýmsar erlendar þýðingastofur og vinnum verkefni eftir því sem við getum og okkur hentar. Maðurinn minn vinnur einnig hlutastarf í fyrirtækinu. Einhverfa mín/ADHD og geðklofi kemur ekki í veg fyrir að ég geti starfað að hluta í mínu eigin fyrirtæki sem framkvæmdastjóri. Ef ég get þetta, eru fleiri sem geta þetta líka. Það er til mikils að vinna. Hjálpum einhverfum að stofna sín eigin fyrirtæki. Höfundur er Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, M.A. M.Sc. framkvæmdastjóri Brandugla Translations ehf.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun