Dagar bílastæðaklukkunnar á Akureyri senn taldir: Gjaldskylda hefst í lok sumars Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2021 14:46 Akureyri Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í vikunni að taka upp gjaldskyldu á bílastæðum í miðbæ Akureyrar. Stefnt er að því að breytingarnar taki gildi í lok sumars. Þannig mun tími bílastæðaklukkunnar á Akureyri, sem ökumenn hafa jafnan haft sýnilega í bílrúðum á Akureyri, renna sitt skeið. Markmiðið með aðgerðinni er meðal annars að „bæta lífsgæði, draga úr umferð og styðja við verslun og fyrirtæki.“ „Verkefnahópur sem var skipaður starfsfólki bæjarins, ásamt sérfræðingi frá Eflu, hefur kortlagt og undirbúið þessar breytingar undanfarna mánuði. Breytingarnar eru í samræmi við samstarfssáttmála bæjarstjórnar, sem liður í að stefna að sjálfbærum rekstri bæjarins, og eiga að stuðla að bættri nýtingu bílastæða í miðbænum,“ segir í tilkynningu um málið á heimasíðu sveitarfélagsins. Tillögur hópsins kveða á um að tekin verði upp gjaldsvæði þar sem nú eru svokölluð gjaldfrjáls klukkustæði. Gjaldskyldutími muni að mestu taka mið af núverandi gildistíma klukkustæða auk þess sem miðað verði við að verð bílastæða stuðli að því að bílastæðanýting verði um 85%. „Lagt er til að gögnum um notkun verði safnað reglulega og beitt til að ákvarða gjaldskrá og stýra eftirspurn. Sama stefna var tekin upp hjá Reykjavíkurborg árið 2019 en almennt hefur sambærileg stefna verið útfærð víða erlendis,“ segir í tilkynningunni. Þá er í tilkynningunni listuð þrjú helstu markmið sem ætlað er að ná fram með breytingunni sem eru að „Bæta lífsgæði og skapa tækifæri fyrir fjölbreyttari notkun bæjarlands með því að stýra betur eftirspurn eftir bílastæðum, draga úr umferð, umferðartöfum, útblæstri og hljóðmengun. Einnig að bæta umferðaröryggi fyrir aðra vegfarendur með því að draga úr fjölda ökumanna sem aka um og leita að lausum bílastæðum og að styðja við verslun og fyrirtæki, með því að auðvelda viðskiptavinum (íbúum og ferðamönnum), þjónustuaðilum og gestum að finna laus bílastæði.“ Stefnt er að því að notast við nýjustu tæknilausnir við innheimtu gjalda með hjálp smáforrits sem fólk geti notað til að greiða í símanum, en einnig verði settir upp greiðslustaurar. Nánari upplýsinga sé að vænta þegar nær dregur. Akureyri Umferð Umhverfismál Stjórnsýsla Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Markmiðið með aðgerðinni er meðal annars að „bæta lífsgæði, draga úr umferð og styðja við verslun og fyrirtæki.“ „Verkefnahópur sem var skipaður starfsfólki bæjarins, ásamt sérfræðingi frá Eflu, hefur kortlagt og undirbúið þessar breytingar undanfarna mánuði. Breytingarnar eru í samræmi við samstarfssáttmála bæjarstjórnar, sem liður í að stefna að sjálfbærum rekstri bæjarins, og eiga að stuðla að bættri nýtingu bílastæða í miðbænum,“ segir í tilkynningu um málið á heimasíðu sveitarfélagsins. Tillögur hópsins kveða á um að tekin verði upp gjaldsvæði þar sem nú eru svokölluð gjaldfrjáls klukkustæði. Gjaldskyldutími muni að mestu taka mið af núverandi gildistíma klukkustæða auk þess sem miðað verði við að verð bílastæða stuðli að því að bílastæðanýting verði um 85%. „Lagt er til að gögnum um notkun verði safnað reglulega og beitt til að ákvarða gjaldskrá og stýra eftirspurn. Sama stefna var tekin upp hjá Reykjavíkurborg árið 2019 en almennt hefur sambærileg stefna verið útfærð víða erlendis,“ segir í tilkynningunni. Þá er í tilkynningunni listuð þrjú helstu markmið sem ætlað er að ná fram með breytingunni sem eru að „Bæta lífsgæði og skapa tækifæri fyrir fjölbreyttari notkun bæjarlands með því að stýra betur eftirspurn eftir bílastæðum, draga úr umferð, umferðartöfum, útblæstri og hljóðmengun. Einnig að bæta umferðaröryggi fyrir aðra vegfarendur með því að draga úr fjölda ökumanna sem aka um og leita að lausum bílastæðum og að styðja við verslun og fyrirtæki, með því að auðvelda viðskiptavinum (íbúum og ferðamönnum), þjónustuaðilum og gestum að finna laus bílastæði.“ Stefnt er að því að notast við nýjustu tæknilausnir við innheimtu gjalda með hjálp smáforrits sem fólk geti notað til að greiða í símanum, en einnig verði settir upp greiðslustaurar. Nánari upplýsinga sé að vænta þegar nær dregur.
Akureyri Umferð Umhverfismál Stjórnsýsla Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira