Verður meinaður aðgangur að deildarkeppnum ef þau taka þátt í ofurdeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2021 15:45 Eigendur Manchester United og Tottenham Hotspur voru hlynntir stofnun ofurdeildar Evrópu. vísir/Getty Knattspyrnusamband Evrópu sem og knattspyrnusambönd Englands, Ítalíu og Spánar standa saman gegn stofnun ofurdeildar Evrópu. Þau lið sem ætli sér að taka þátt í slíkri deild fá ekki keppnisleyfi í heimalöndum sínum. UEFA og knattspyrnusambönd hinna ýmsu landa voru ekki lengi að gefa frá sér yfirlýsingu eftir orðróma dagsins um að tólf lið – sex frá Englandi, þrjú frá Spáni og þrjú frá Ítalíu – væru tilbúin að stofna ofurdeild Evrópu. „Úrvalsdeildin fordæmir allar tillögur sem gera atlögu að skilgreiningunni á opinni keppni og heilindum íþrótta. Úrvalsdeildin er stolt að halda úti keppni sem fær hvað mest áhorf um heim allan. Ofurdeild Evrópu mun grafa undan knattspyrnu í heild sinni og mun hafa skaðleg áhrif á ensku úrvalsdeildina og liðin sem í henni eru,“ segir í tilkynningu ensku úrvalsdeildinni. Sameiginleg yfirlýsing knattspyrnusambanda Englands, Ítalíu og Spánar er á sama veg. Þar segir að samböndin muni gera allt sem í valdi þeirra stendur til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu. Ofurdeildin átti að koma í stað Meistaradeildar Evrópu en nú hefur UEFA sent skýr skilaboð. Fari svo að lið ætli sér að vera með í svokallaðri ofurdeild – sem inniheldur lið sem eru um miðja deild í deildarkeppninni heima fyrir – verður neitað um þátttöku í deildarkeppni síns lands. Florentino Perez to be Chairman Henry, Glazer, Kroenke and Agnelli to be vice-chairmen 6 English, 3 Spanish, 3 Italian teams signed upMARTIN SAMUEL: English football's Big Six to reveal plan to join Super League TONIGHT https://t.co/V07TF0uo3u— MailOnline Sport (@MailSport) April 18, 2021 Þá hafði komið babb í bátinn er Þýskalandsmeistarar Bayern og Frakklandsmeistarar París Saint-Germain höfðu gefið út að þau myndu ekki taka þátt í deildinni. Hvort þetta sé það síðasta sem við heyrum af téðri ofurdeild verður að koma í ljós en miðað við sum liðin sem vilja stofna slíka deild ætti frekar að kalla hana miðlungsdeildina. Fótbolti UEFA Meistaradeild Evrópu Ofurdeildin Mest lesið Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Fleiri fréttir Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
UEFA og knattspyrnusambönd hinna ýmsu landa voru ekki lengi að gefa frá sér yfirlýsingu eftir orðróma dagsins um að tólf lið – sex frá Englandi, þrjú frá Spáni og þrjú frá Ítalíu – væru tilbúin að stofna ofurdeild Evrópu. „Úrvalsdeildin fordæmir allar tillögur sem gera atlögu að skilgreiningunni á opinni keppni og heilindum íþrótta. Úrvalsdeildin er stolt að halda úti keppni sem fær hvað mest áhorf um heim allan. Ofurdeild Evrópu mun grafa undan knattspyrnu í heild sinni og mun hafa skaðleg áhrif á ensku úrvalsdeildina og liðin sem í henni eru,“ segir í tilkynningu ensku úrvalsdeildinni. Sameiginleg yfirlýsing knattspyrnusambanda Englands, Ítalíu og Spánar er á sama veg. Þar segir að samböndin muni gera allt sem í valdi þeirra stendur til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu. Ofurdeildin átti að koma í stað Meistaradeildar Evrópu en nú hefur UEFA sent skýr skilaboð. Fari svo að lið ætli sér að vera með í svokallaðri ofurdeild – sem inniheldur lið sem eru um miðja deild í deildarkeppninni heima fyrir – verður neitað um þátttöku í deildarkeppni síns lands. Florentino Perez to be Chairman Henry, Glazer, Kroenke and Agnelli to be vice-chairmen 6 English, 3 Spanish, 3 Italian teams signed upMARTIN SAMUEL: English football's Big Six to reveal plan to join Super League TONIGHT https://t.co/V07TF0uo3u— MailOnline Sport (@MailSport) April 18, 2021 Þá hafði komið babb í bátinn er Þýskalandsmeistarar Bayern og Frakklandsmeistarar París Saint-Germain höfðu gefið út að þau myndu ekki taka þátt í deildinni. Hvort þetta sé það síðasta sem við heyrum af téðri ofurdeild verður að koma í ljós en miðað við sum liðin sem vilja stofna slíka deild ætti frekar að kalla hana miðlungsdeildina.
Fótbolti UEFA Meistaradeild Evrópu Ofurdeildin Mest lesið Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Fleiri fréttir Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira