Ceferin sagði UEFA og fótboltaheimurinn stæðu sameinuð gegn ofurdeildinni og hugmyndin um hana væri aðeins drifin áfram af grægði fárra félaga. Hann kallaði svo ofurdeildina dellu.
Ceferin sagði jafnframt að leikmenn sem tækju þátt í ofurdeildinni fengju ekki að spila á HM og EM.
„Leikmennirnir sem spila í þessari lokuðu deild verða bannaðir frá HM og EM. Þeir fá ekki að spila fyrir landslið sín,“ sagði Ceferin ákveðinn.
Evrópumótið hefst 11. júní og lýkur 11. júlí. Heimsmeistaramótið fer næst fram í Katar seint á næsta ári.