Enginn undir stýri í Teslu sem hafnaði á tré með þeim afleiðingum að tveir létust Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. apríl 2021 22:13 Slysið varð skammt frá borginni Houston í Texas í Bandaríkjunum. EPA-EFE/LARRY W. SMITH Tvær bandarískar stofnanir fara með rannsókn vegna banaslyss sem varð í Texas um helgina þar sem grunur leikur á að enginn hafi verið undir stýri í sjálfkeyrandi Teslu sem hafnaði utan vegar með þeim afleiðingum að tveir létust. Bíllinn var að gerðinni 2019 Tesla Model S og var á miklum hraða nálægt borginni Houston en virðist hafa misreiknað beygju á veginum sem leiddi til þess að bíllinn fór út af, skall á tré og endaði í ljósum logum. Báðir farþegar, einn sem sat í farþegaframsæti og annar sem sat aftur í, létust báðir. Önnur stofnunin hefur umsjón og yfirsýn með regluverki um bílaumferðaröryggi (NHTSA) og hin um samgönguöryggi í víðari skilningi (NTSB), en stofnanirnar gegna að vissu leyti sambærilegu hlutverki og Samgöngustofa. „Við erum í virku samstarfi við lögregluyfirvöld á svæðinu og Tesla til að læra meira um smáatriði er tengjast slysinu og munum stíga nauðsynleg skref þegar við höfum aflað frekari upplýsinga,“ segir í yfirlýsingu NHTSA sem fréttastofa Reuters vísar til. Tesla with Autopilot engaged now approaching 10 times lower chance of accident than average vehicle https://t.co/6lGy52wVhC— Elon Musk (@elonmusk) April 17, 2021 Aðeins nokkrum klukkustundum áður en slysið varð á laugardaginn deildi Elon Musk, forstjóri Tesla, færslu á Twitter þar sem hann sagði að „Tesla með sjálfstýringu í gangi nálgast nú tíu sinnum minni líkur á slysi en meðal ökutæki,“ eins og segir í tísit Musk sem er með um fimmtíu milljón fylgjendur á Twitter. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu um 3,4% í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slys af þessum toga verða þegar Tesla er á sjálfstýringu en minnst þrjú banaslys af slíkum toga hafa orðið frá árinu 2016. Þá hafa þrjú slys til viðbótar komið til kasta NHTSA á undanförnum vikum sem vörðuðu sjálfkeyrandi Teslur. Tesla Bílar Bandaríkin Tækni Umferðaröryggi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Bíllinn var að gerðinni 2019 Tesla Model S og var á miklum hraða nálægt borginni Houston en virðist hafa misreiknað beygju á veginum sem leiddi til þess að bíllinn fór út af, skall á tré og endaði í ljósum logum. Báðir farþegar, einn sem sat í farþegaframsæti og annar sem sat aftur í, létust báðir. Önnur stofnunin hefur umsjón og yfirsýn með regluverki um bílaumferðaröryggi (NHTSA) og hin um samgönguöryggi í víðari skilningi (NTSB), en stofnanirnar gegna að vissu leyti sambærilegu hlutverki og Samgöngustofa. „Við erum í virku samstarfi við lögregluyfirvöld á svæðinu og Tesla til að læra meira um smáatriði er tengjast slysinu og munum stíga nauðsynleg skref þegar við höfum aflað frekari upplýsinga,“ segir í yfirlýsingu NHTSA sem fréttastofa Reuters vísar til. Tesla with Autopilot engaged now approaching 10 times lower chance of accident than average vehicle https://t.co/6lGy52wVhC— Elon Musk (@elonmusk) April 17, 2021 Aðeins nokkrum klukkustundum áður en slysið varð á laugardaginn deildi Elon Musk, forstjóri Tesla, færslu á Twitter þar sem hann sagði að „Tesla með sjálfstýringu í gangi nálgast nú tíu sinnum minni líkur á slysi en meðal ökutæki,“ eins og segir í tísit Musk sem er með um fimmtíu milljón fylgjendur á Twitter. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu um 3,4% í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slys af þessum toga verða þegar Tesla er á sjálfstýringu en minnst þrjú banaslys af slíkum toga hafa orðið frá árinu 2016. Þá hafa þrjú slys til viðbótar komið til kasta NHTSA á undanförnum vikum sem vörðuðu sjálfkeyrandi Teslur.
Tesla Bílar Bandaríkin Tækni Umferðaröryggi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira