Forseti FIFA fordæmir ofurdeildina og segir að liðin verði að axla ábyrgð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2021 11:30 Forseti FIFA hefur tjáð sig um ofurdeildina. UEFA Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur fordæmt ofurdeild Evrópu og sagt að FIFA sé alfarið á móti stofnun deildarinnar. Hann segir að það verði afleiðingar en hótaði þó ekki að leikmenn yrði setti í landsleikjabann. Aleksander Ceferin, forseti evrópska knattspyrnusambandsins, hótaði öllu illu í gær og sagði að leikmenn sem myndu spila í ofurdeild Evrópu – ef af henni verður – myndu ekki fá að taka þátt í mótum á vegum UEFA og FIFA. Infantino gekk ekki alveg svo langt er hann ræddi deildina nú snemma morguns. „Við getum aðeins fordæmt stofnun ofurdeildarinnar, ofurdeild sem er lokuð öðrum og er ekki í samræmi við aðrar stofnanir UEFA og FIFA. Þessi lið þurfa að axla ábyrgð,“ sagði Infantino á þingi UEFA. "Either you're in or you're out. You cannot be half in or half out."FIFA president Gianni Infantino has voiced his disapproval of the European Super League and says the clubs involved "must live with the consequences of their choice".— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 20, 2021 „Ef sum lið ákveða að fara sína eigin leið þurfa þau að lifa með afleiðingum gjörða sinna. Þau þurfa að axla ábyrgð. Þetta þýðir að annað hvort ertu með okkur eða ekki, þú getur ekki verið bæði,“ bætti hann við. Þó Infantino hafi ekki sagt að FIFA muni banna leikmönnum að spila með landsliðum sínum er ljóst að liðunum sem taka þátt í ofurdeildinni verður enginn greiði gerður. Fótbolti Ofurdeildin FIFA Tengdar fréttir Rauða spjaldið: Vilhjálmur og Boris beita sér gegn Ofurdeildinni Vilhjálmur Bretaprins er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um nýja Ofurdeild í knattspyrnu en hann sagði á Twitter að nú riði á að standa vörð um knattspyrnusamfélagið og þau gildi sem það stæði fyrir; samkeppni og sanngirni. 20. apríl 2021 09:04 Forseti ofurdeildarinnar: „Erum að gera þetta til að bjarga fótboltanum“ Florentino Pérez, forseti ofurdeildarinnar, segir að tilgangurinn með henni sé að bjarga fótboltanum. Hann segir engar líkur á að leikmönnum sem leika í ofurdeildinni verði bannað að spila með landsliðum sínum eins og Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur hótað. 20. apríl 2021 08:01 Gummi Ben um Ofurdeildina: „Eitt allsherjar klúður“ Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður, segir að ný Ofurdeild sé í raun eitt allsherjar klúður. Guðmundur ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins þar sem farið var yfir vendingarnar í alheimsfótboltanum. 19. apríl 2021 20:30 Reiknar með að Ofurdeildarliðunum verði sparkað úr Meistaradeildinni Jesper Möller, formaður danska knattspyrnusambandsins, reiknar með því að þau tólf lið sem taka þátt í nýrri Ofurdeild verði gert að yfirgefa evrópska knattspyrnusambandið. 19. apríl 2021 17:45 Forseti UEFA um Woodward og Agnelli: „Ég var lögmaður glæpamanna en hef aldrei séð fólk haga sér svona“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, fór vægast sagt hörðum orðum um Andrea Agnelli, forseta Juventus, og Ed Woodward, stjórnarformann Manchester United, á blaðamannafundi í dag og kallaði þá snáka og lygara. 19. apríl 2021 14:00 UEFA ætlar að banna leikmönnum í ofurdeildinni að spila með landsliðum Aleksandar Ceferin, forseti UEFA, ræddi um ofurdeild Evrópu á blaðamannafundi í dag. Þar sagði hann að leikmönnum sem myndu spila í deildinni yrði meina að taka þátt á HM og EM. 19. apríl 2021 12:45 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Aleksander Ceferin, forseti evrópska knattspyrnusambandsins, hótaði öllu illu í gær og sagði að leikmenn sem myndu spila í ofurdeild Evrópu – ef af henni verður – myndu ekki fá að taka þátt í mótum á vegum UEFA og FIFA. Infantino gekk ekki alveg svo langt er hann ræddi deildina nú snemma morguns. „Við getum aðeins fordæmt stofnun ofurdeildarinnar, ofurdeild sem er lokuð öðrum og er ekki í samræmi við aðrar stofnanir UEFA og FIFA. Þessi lið þurfa að axla ábyrgð,“ sagði Infantino á þingi UEFA. "Either you're in or you're out. You cannot be half in or half out."FIFA president Gianni Infantino has voiced his disapproval of the European Super League and says the clubs involved "must live with the consequences of their choice".— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 20, 2021 „Ef sum lið ákveða að fara sína eigin leið þurfa þau að lifa með afleiðingum gjörða sinna. Þau þurfa að axla ábyrgð. Þetta þýðir að annað hvort ertu með okkur eða ekki, þú getur ekki verið bæði,“ bætti hann við. Þó Infantino hafi ekki sagt að FIFA muni banna leikmönnum að spila með landsliðum sínum er ljóst að liðunum sem taka þátt í ofurdeildinni verður enginn greiði gerður.
Fótbolti Ofurdeildin FIFA Tengdar fréttir Rauða spjaldið: Vilhjálmur og Boris beita sér gegn Ofurdeildinni Vilhjálmur Bretaprins er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um nýja Ofurdeild í knattspyrnu en hann sagði á Twitter að nú riði á að standa vörð um knattspyrnusamfélagið og þau gildi sem það stæði fyrir; samkeppni og sanngirni. 20. apríl 2021 09:04 Forseti ofurdeildarinnar: „Erum að gera þetta til að bjarga fótboltanum“ Florentino Pérez, forseti ofurdeildarinnar, segir að tilgangurinn með henni sé að bjarga fótboltanum. Hann segir engar líkur á að leikmönnum sem leika í ofurdeildinni verði bannað að spila með landsliðum sínum eins og Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur hótað. 20. apríl 2021 08:01 Gummi Ben um Ofurdeildina: „Eitt allsherjar klúður“ Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður, segir að ný Ofurdeild sé í raun eitt allsherjar klúður. Guðmundur ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins þar sem farið var yfir vendingarnar í alheimsfótboltanum. 19. apríl 2021 20:30 Reiknar með að Ofurdeildarliðunum verði sparkað úr Meistaradeildinni Jesper Möller, formaður danska knattspyrnusambandsins, reiknar með því að þau tólf lið sem taka þátt í nýrri Ofurdeild verði gert að yfirgefa evrópska knattspyrnusambandið. 19. apríl 2021 17:45 Forseti UEFA um Woodward og Agnelli: „Ég var lögmaður glæpamanna en hef aldrei séð fólk haga sér svona“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, fór vægast sagt hörðum orðum um Andrea Agnelli, forseta Juventus, og Ed Woodward, stjórnarformann Manchester United, á blaðamannafundi í dag og kallaði þá snáka og lygara. 19. apríl 2021 14:00 UEFA ætlar að banna leikmönnum í ofurdeildinni að spila með landsliðum Aleksandar Ceferin, forseti UEFA, ræddi um ofurdeild Evrópu á blaðamannafundi í dag. Þar sagði hann að leikmönnum sem myndu spila í deildinni yrði meina að taka þátt á HM og EM. 19. apríl 2021 12:45 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Rauða spjaldið: Vilhjálmur og Boris beita sér gegn Ofurdeildinni Vilhjálmur Bretaprins er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um nýja Ofurdeild í knattspyrnu en hann sagði á Twitter að nú riði á að standa vörð um knattspyrnusamfélagið og þau gildi sem það stæði fyrir; samkeppni og sanngirni. 20. apríl 2021 09:04
Forseti ofurdeildarinnar: „Erum að gera þetta til að bjarga fótboltanum“ Florentino Pérez, forseti ofurdeildarinnar, segir að tilgangurinn með henni sé að bjarga fótboltanum. Hann segir engar líkur á að leikmönnum sem leika í ofurdeildinni verði bannað að spila með landsliðum sínum eins og Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur hótað. 20. apríl 2021 08:01
Gummi Ben um Ofurdeildina: „Eitt allsherjar klúður“ Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður, segir að ný Ofurdeild sé í raun eitt allsherjar klúður. Guðmundur ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins þar sem farið var yfir vendingarnar í alheimsfótboltanum. 19. apríl 2021 20:30
Reiknar með að Ofurdeildarliðunum verði sparkað úr Meistaradeildinni Jesper Möller, formaður danska knattspyrnusambandsins, reiknar með því að þau tólf lið sem taka þátt í nýrri Ofurdeild verði gert að yfirgefa evrópska knattspyrnusambandið. 19. apríl 2021 17:45
Forseti UEFA um Woodward og Agnelli: „Ég var lögmaður glæpamanna en hef aldrei séð fólk haga sér svona“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, fór vægast sagt hörðum orðum um Andrea Agnelli, forseta Juventus, og Ed Woodward, stjórnarformann Manchester United, á blaðamannafundi í dag og kallaði þá snáka og lygara. 19. apríl 2021 14:00
UEFA ætlar að banna leikmönnum í ofurdeildinni að spila með landsliðum Aleksandar Ceferin, forseti UEFA, ræddi um ofurdeild Evrópu á blaðamannafundi í dag. Þar sagði hann að leikmönnum sem myndu spila í deildinni yrði meina að taka þátt á HM og EM. 19. apríl 2021 12:45