Bayern staðfesta að þeir verða ekki hluti af Ofurdeildinni Anton Ingi Leifsson skrifar 20. apríl 2021 17:31 Karl-Heinz Rummenigge hefur staðfest að Bayern verði ekki hluti af Ofurdeildinni. Arne Dedert/Getty Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, segir að þýsku meistararnir og Evrópumeistararnir verði ekki hluti af nýrri Ofurdeild. Það sé alveg klárt. Í fyrrakvöld bárust fregnir af nýrri Ofurdeild þar sem tólf af stærstu liðum Evrópu hafa tekið sig saman og búið til deild sem á að koma í stað Meistaradeildarinnar. Sex af liðunum koma frá Englandi en hin liðin koma frá Spáni og Ítalíu. Ekkert liðanna er frá Þýskalandi og Bayern mun að minnsta kosti ekki taka þátt í keppninni, staðfestir Rummenigge. „Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég gera það klárt að Bayern mun ekki verða hluti af Ofurdeildinni. FC Bayern stendur með Bundesligunni. Það hefur alltaf verið ánægjulegt að spila fyrir hönd Þýskalands í Meistaradeildinni,“ sagði Rummenigge. „Við minnumst þess með bros á vör, sigri okkar í Lissabon í Meistaradeildinni. Þú gleymir ekki svoleiðis minningum. Fyrir FC Bayern mun Meistaradeildin alltaf vera besta keppnin.“ Bayern stóðu uppi sem sigurvegarar í Meistaradeildinni í vor þar sem þeir höfðu betur gegn PSG í úrslitaleiknum en þeir féllu einmitt út fyrir PSG í átta liða úrslitunum í ár. ❌ Official statement from Bayern Munich CEO Karl-Heinz Rummenigge confirms the club will not play in the #SuperLeague.🌟 "For FC Bayern, the Champions League is the best club competition in the world." pic.twitter.com/PHMf5mlxu4— oddschecker (@oddschecker) April 20, 2021 Ofurdeildin Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Í fyrrakvöld bárust fregnir af nýrri Ofurdeild þar sem tólf af stærstu liðum Evrópu hafa tekið sig saman og búið til deild sem á að koma í stað Meistaradeildarinnar. Sex af liðunum koma frá Englandi en hin liðin koma frá Spáni og Ítalíu. Ekkert liðanna er frá Þýskalandi og Bayern mun að minnsta kosti ekki taka þátt í keppninni, staðfestir Rummenigge. „Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég gera það klárt að Bayern mun ekki verða hluti af Ofurdeildinni. FC Bayern stendur með Bundesligunni. Það hefur alltaf verið ánægjulegt að spila fyrir hönd Þýskalands í Meistaradeildinni,“ sagði Rummenigge. „Við minnumst þess með bros á vör, sigri okkar í Lissabon í Meistaradeildinni. Þú gleymir ekki svoleiðis minningum. Fyrir FC Bayern mun Meistaradeildin alltaf vera besta keppnin.“ Bayern stóðu uppi sem sigurvegarar í Meistaradeildinni í vor þar sem þeir höfðu betur gegn PSG í úrslitaleiknum en þeir féllu einmitt út fyrir PSG í átta liða úrslitunum í ár. ❌ Official statement from Bayern Munich CEO Karl-Heinz Rummenigge confirms the club will not play in the #SuperLeague.🌟 "For FC Bayern, the Champions League is the best club competition in the world." pic.twitter.com/PHMf5mlxu4— oddschecker (@oddschecker) April 20, 2021
Ofurdeildin Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira