Norðmenn staðfesta bóluefnalánið til Íslands og Svíþjóðar Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2021 09:59 Bóluefni Astrazeneca. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra Noregs hefur staðfest að Norðmenn muni lána Íslendingum og Svíum bóluefni AstraZeneca. Svíar fá 200 þúsund skammta en Íslendingar 16 þúsund skammta. Í tilkynningu frá norska ráðuneytinu kemur fram að bóluefnið renni út í júní og júlí, því sé það lánað til þjóða sem ætla sér að nota það. „Ég er glaður að birgðirnar komi að góðum notum, jafnvel þó að hlé hafi verið gert á notkun AstraZeneca í Noregi. Ef við tökum aftur upp notkun AstraZeneca í Noregi munu við fá skammta til baka um leið og við biðjum um þá,“ er haft eftir Bent Høie, heilbrigðisráðherra Norðmanna. Heilbrigðisráðuneytið hér á landi tilkynnti í gærmorgun um lánið. Fljótlega fóru norskri fjölmiðlar að fjalla um málið. Þegar TV2 náði fyrst í upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar Noregs kom hann af fjöllum, en staðfesti síðar meir að lánið til Íslendinga væri í skoðun og myndi niðurstaða liggja fyrir fljótlega. Nú hefur lánið verið staðfest. Norðmenn hættu notkun AstraZeneca fyrr í vetur en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær bóluefnið verður notuð aftur þar í landi. Sérstök nefnd, sem leggur mat á bóluefnið í Noregi, mun skila yfirvöldum sínum tillögum fyrir 10. maí næstkomandi. Norðmenn hafa þegar bólusett langflesta yfir 65 ára aldri og höfðu ekki mælt með bóluefninu fyrir þá sem yngri eru. Svíar nota AstraZeneca fyrir alla 65 ára eldri en Svíar eru meðal þeirra evrópskra þjóða sem eru með hvað flest kórónuveirutilfelli. 14 daga nýgengi þar er 735 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Á Íslandi er 14 daga nýgengið 25,6 á hverja 100 þúsund íbúa en hér er AstraZeneca-bóluefnið ætlað 60 ára og eldri. Í upplýsingafundi almannavarna í gær kom fram í málinu Kamilliu Sigríðar Jósefsdóttur, smitsjúkdómalækni hjá embætti landlæknis, að til skoðunar væri að gefa yngri aldurshópum bóluefnið frá AstraZeneca. Kamilla sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bóluefnalán Norðmanna til Íslendinga muni flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. Gert er ráð fyrir að ljúka bólusetningum 60 ára og eldri að mestu í næstu viku. Eftir það hefjast bólusetningar á einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma sem setja þá í áhættu gagnvart Covid-19. Danir hafa einnig gert hlé á notkun AstraZeneca-bóluefnisins og hefur ákveðið að senda 55 þúsund skammta til Þýskalands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að Noregur og Danmörk séu einu löndin í Evrópu sem hafi stöðvað notkun AstraZeneca bóluefnisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Noregur Utanríkismál Tengdar fréttir Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. 21. apríl 2021 18:39 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Í tilkynningu frá norska ráðuneytinu kemur fram að bóluefnið renni út í júní og júlí, því sé það lánað til þjóða sem ætla sér að nota það. „Ég er glaður að birgðirnar komi að góðum notum, jafnvel þó að hlé hafi verið gert á notkun AstraZeneca í Noregi. Ef við tökum aftur upp notkun AstraZeneca í Noregi munu við fá skammta til baka um leið og við biðjum um þá,“ er haft eftir Bent Høie, heilbrigðisráðherra Norðmanna. Heilbrigðisráðuneytið hér á landi tilkynnti í gærmorgun um lánið. Fljótlega fóru norskri fjölmiðlar að fjalla um málið. Þegar TV2 náði fyrst í upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar Noregs kom hann af fjöllum, en staðfesti síðar meir að lánið til Íslendinga væri í skoðun og myndi niðurstaða liggja fyrir fljótlega. Nú hefur lánið verið staðfest. Norðmenn hættu notkun AstraZeneca fyrr í vetur en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær bóluefnið verður notuð aftur þar í landi. Sérstök nefnd, sem leggur mat á bóluefnið í Noregi, mun skila yfirvöldum sínum tillögum fyrir 10. maí næstkomandi. Norðmenn hafa þegar bólusett langflesta yfir 65 ára aldri og höfðu ekki mælt með bóluefninu fyrir þá sem yngri eru. Svíar nota AstraZeneca fyrir alla 65 ára eldri en Svíar eru meðal þeirra evrópskra þjóða sem eru með hvað flest kórónuveirutilfelli. 14 daga nýgengi þar er 735 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Á Íslandi er 14 daga nýgengið 25,6 á hverja 100 þúsund íbúa en hér er AstraZeneca-bóluefnið ætlað 60 ára og eldri. Í upplýsingafundi almannavarna í gær kom fram í málinu Kamilliu Sigríðar Jósefsdóttur, smitsjúkdómalækni hjá embætti landlæknis, að til skoðunar væri að gefa yngri aldurshópum bóluefnið frá AstraZeneca. Kamilla sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bóluefnalán Norðmanna til Íslendinga muni flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. Gert er ráð fyrir að ljúka bólusetningum 60 ára og eldri að mestu í næstu viku. Eftir það hefjast bólusetningar á einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma sem setja þá í áhættu gagnvart Covid-19. Danir hafa einnig gert hlé á notkun AstraZeneca-bóluefnisins og hefur ákveðið að senda 55 þúsund skammta til Þýskalands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að Noregur og Danmörk séu einu löndin í Evrópu sem hafi stöðvað notkun AstraZeneca bóluefnisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Noregur Utanríkismál Tengdar fréttir Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. 21. apríl 2021 18:39 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. 21. apríl 2021 18:39