Hefði viljað ganga lengra til að „stoppa lekann á landamærum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 22. apríl 2021 11:38 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, segir miður að ekki hafi verið gengið lengra í frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi í nótt við að veita sóttvarnayfirvöldum heimild til að „stöðva lekann á landamærum.“ Hún telur ósamstöðu innan ríkisstjórnarinnar um að kenna. „Það var auðvitað nauðsynlegt að gera eitthvað en því miður þá var sóttvarnayfirvöldum ekki veitt fullnægjandi heimild til að stoppa lekann á landamærunum og ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna heilbrigðisráðherra lagði ekki í að ganga alla leið,“ segir Helga Vala. Í stuttu máli skyldar frumvarpið fólk frá tilteknum svæðum til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. „Þetta er bráðabirgðaákvæði og gildir í stuttan tíma en þetta er auðvitað skárra en að gera ekki neitt eins og við höfum horft á undanfarnar vikur.“ Eins og slökkviliðið þurfi heimild stjórnvalda til að slökkva eld Hún hafi viljað gefa sóttvarnayfirvöldum skýra lagaheimild fyrir því að bregðast hratt við og skylda fólk til dvalar í sóttvarnarhúsi ef að nauðsynlegt þykir. „Það var ágætt hvernig Þórólfur lýsti því sjálfur á fundi nefndarinnar í gær, að þetta væri eins og að slökkviliðsmaðurinn þyrfti að mæta og eiga samtal við stjórnmálamenn á leiðinni á vettvang þegar að húsið er að brenna. En einhvern veginn er hann ekki með heimild til að slökkva eldinn,“ segir Helga Vala. Óboðleg vinnubrögð Henni þyki sem ekki hafi verið tekið almennilega á þessu þrátt fyrir lagabreytingarnar. „Því miður þá virðist vera sem að ósamstaðan innan ríkisstjórnarinnar hafi valdið því að það var farin einhver svona milli leið,“ segir Helga Vala. Hún segir að stemningin á Alþingi í nótt hafi verið í takt við þá staðreynd að þar hafi fólk verið búið að vera í vinnunni frá því snemma um morgun og fram á nóttu. „Það var svona, þráðurinn orðinn frekar stuttur í mannskapnum,“ segir Helga Vala. Ljóst sé að margir hafi verið orðnir þreyttir. „Það er kannski það líka sem að margir gagnrýndu, að koma með þetta svona seint inn og krefjast þess að þingið myndi afgreiða þetta á einu eftirmiðdegi með fjölda, fjölda gesta, við vorum að taka inn síðustu gesti bara um ellefu leytið í gærkvöldi. Það eru auðvitað ekki boðleg vinnubrögð fyrir löggjafarsamkunduna.“ Alþingi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
„Það var auðvitað nauðsynlegt að gera eitthvað en því miður þá var sóttvarnayfirvöldum ekki veitt fullnægjandi heimild til að stoppa lekann á landamærunum og ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna heilbrigðisráðherra lagði ekki í að ganga alla leið,“ segir Helga Vala. Í stuttu máli skyldar frumvarpið fólk frá tilteknum svæðum til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. „Þetta er bráðabirgðaákvæði og gildir í stuttan tíma en þetta er auðvitað skárra en að gera ekki neitt eins og við höfum horft á undanfarnar vikur.“ Eins og slökkviliðið þurfi heimild stjórnvalda til að slökkva eld Hún hafi viljað gefa sóttvarnayfirvöldum skýra lagaheimild fyrir því að bregðast hratt við og skylda fólk til dvalar í sóttvarnarhúsi ef að nauðsynlegt þykir. „Það var ágætt hvernig Þórólfur lýsti því sjálfur á fundi nefndarinnar í gær, að þetta væri eins og að slökkviliðsmaðurinn þyrfti að mæta og eiga samtal við stjórnmálamenn á leiðinni á vettvang þegar að húsið er að brenna. En einhvern veginn er hann ekki með heimild til að slökkva eldinn,“ segir Helga Vala. Óboðleg vinnubrögð Henni þyki sem ekki hafi verið tekið almennilega á þessu þrátt fyrir lagabreytingarnar. „Því miður þá virðist vera sem að ósamstaðan innan ríkisstjórnarinnar hafi valdið því að það var farin einhver svona milli leið,“ segir Helga Vala. Hún segir að stemningin á Alþingi í nótt hafi verið í takt við þá staðreynd að þar hafi fólk verið búið að vera í vinnunni frá því snemma um morgun og fram á nóttu. „Það var svona, þráðurinn orðinn frekar stuttur í mannskapnum,“ segir Helga Vala. Ljóst sé að margir hafi verið orðnir þreyttir. „Það er kannski það líka sem að margir gagnrýndu, að koma með þetta svona seint inn og krefjast þess að þingið myndi afgreiða þetta á einu eftirmiðdegi með fjölda, fjölda gesta, við vorum að taka inn síðustu gesti bara um ellefu leytið í gærkvöldi. Það eru auðvitað ekki boðleg vinnubrögð fyrir löggjafarsamkunduna.“
Alþingi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira