Vann súrefni úr marsnesku lofti í fyrsta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2021 21:01 MOXIE-tilraunin þegar henni var komið fyrir í kviði Perseverance. Töluverðan hita þarf til að framleiða súrefni úr lofti. Tækið er húðað þunnri gullhúð sem endurvarpar innrauðri geislun og kemur þannig í veg fyrir að hitinn frá því skemmi önnur tæki könnunarjeppans. NASA/JPL-Caltech Tæki um borð í könnunarjeppanum Perseverance á reikistjörnunni Mars vann súrefni úr lofti þar í fyrsta skipti í vikunni. Tilrauninni er ætlað að kanna fýsileika þess að vinna súrefni á staðnum sem er forsenda fyrir því að hægt verði að senda menn til Mars í framtíðinni. MOXIE-tilraunin svonefnda um borð í Perseverance lætur lítið yfir sér. Hún er á stærð við ristavél en hún gæti hins vegar greitt götu mannaðra geimferða til Mars til langrar framtíðar. Tækið vinnur súrefni með því að sundra koltvísýringssameindum sem eru meginuppistaðan í næfurþunnum lofthjúpi Mars. Aukaafurðin er kolmónoxíð sem tækið losar aftur út í andrúmsloftið. Fyrsta tilraunin með MOXIE fór fram á þriðjudag og framleiddi hún um það bil fimm grömm af súrefni, nóg fyrir einn geimfara til að anda í tíu mínútur. Tækið er hannað til að framleiða allt að tíu grömm af súrefni á klukkustund. Næstu tvö árin er ætlunin að láta MOXIE vinna súrefni úr lofthjúpi Mars að minnsta kosti níu sinnum. Þá á meðal annars að prófa aðferðin við mismunandi aðstæður eins og ólíkum tíma dags og á ólíkum árstíðum. Eins tonns tæki í stað 25 tonna af súrefni Súrefnisvinnsla sem þessi er grundvallarforsenda fyrir því að hægt verði að senda menn til Mars. Eldflaugar þurfa gríðarlegt magn af súrefni til þess að brenna eldsneyti sínu Til þess að koma fjórum geimförum af yfirborði Mars þarf um það bil sjö tonn af eldflaugareldsneyti og en 25 tonn af súrefni, að sögn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Til samanburðar þyrftu geimfararnir fjórir aðeins um tonn af súrefni fyrir ársdvöl á Mars. Við geimferðir velta menn fyrir sér hverju kílói sem fer um borð í geimferju þar sem gríðarlegt afl þarf til þess að skjóta því á loft. Óheyrilega öfluga eldflaug þyrfti til að koma 25 tonnum af súrefni til Mars fyrir utan mennina og allt þeirra hafurtask. Því telja verkfræðingar fýsilegra að smíða tæki sem getur unnið súrefni í drifefni og fyrir geimfara að anda að sér beint úr andrúmslofti Mars. Draumur þeirra er að gera stærri útgáfu af MOXIE sem gæti vegið um eitt tonn sem yrði staðalbúnaður í mönnuðum ferðum til Mars, verði þær einhvern tímann að veruleika. Mars Vísindi Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni. 19. apríl 2021 11:15 Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sjá meira
MOXIE-tilraunin svonefnda um borð í Perseverance lætur lítið yfir sér. Hún er á stærð við ristavél en hún gæti hins vegar greitt götu mannaðra geimferða til Mars til langrar framtíðar. Tækið vinnur súrefni með því að sundra koltvísýringssameindum sem eru meginuppistaðan í næfurþunnum lofthjúpi Mars. Aukaafurðin er kolmónoxíð sem tækið losar aftur út í andrúmsloftið. Fyrsta tilraunin með MOXIE fór fram á þriðjudag og framleiddi hún um það bil fimm grömm af súrefni, nóg fyrir einn geimfara til að anda í tíu mínútur. Tækið er hannað til að framleiða allt að tíu grömm af súrefni á klukkustund. Næstu tvö árin er ætlunin að láta MOXIE vinna súrefni úr lofthjúpi Mars að minnsta kosti níu sinnum. Þá á meðal annars að prófa aðferðin við mismunandi aðstæður eins og ólíkum tíma dags og á ólíkum árstíðum. Eins tonns tæki í stað 25 tonna af súrefni Súrefnisvinnsla sem þessi er grundvallarforsenda fyrir því að hægt verði að senda menn til Mars. Eldflaugar þurfa gríðarlegt magn af súrefni til þess að brenna eldsneyti sínu Til þess að koma fjórum geimförum af yfirborði Mars þarf um það bil sjö tonn af eldflaugareldsneyti og en 25 tonn af súrefni, að sögn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Til samanburðar þyrftu geimfararnir fjórir aðeins um tonn af súrefni fyrir ársdvöl á Mars. Við geimferðir velta menn fyrir sér hverju kílói sem fer um borð í geimferju þar sem gríðarlegt afl þarf til þess að skjóta því á loft. Óheyrilega öfluga eldflaug þyrfti til að koma 25 tonnum af súrefni til Mars fyrir utan mennina og allt þeirra hafurtask. Því telja verkfræðingar fýsilegra að smíða tæki sem getur unnið súrefni í drifefni og fyrir geimfara að anda að sér beint úr andrúmslofti Mars. Draumur þeirra er að gera stærri útgáfu af MOXIE sem gæti vegið um eitt tonn sem yrði staðalbúnaður í mönnuðum ferðum til Mars, verði þær einhvern tímann að veruleika.
Mars Vísindi Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni. 19. apríl 2021 11:15 Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sjá meira
Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni. 19. apríl 2021 11:15
Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29