„Algjört kerfishrun“: Kórónuveirufaraldurinn hömlulaus á Indlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. apríl 2021 22:43 Bálstofur hafa gripið til þess ráðs að brenna fjölda líka á opnum bálköstum. epa/Divyakant Solanki Hæstiréttur Indlands hefur kallað stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu „neyðarástand“. En ástandið er verra, segir blaðamaður BBC. „Þetta er algjört kerfishrun,“ hefur hann eftir helsta veirufræðingi Indlands. 332.730 greindust með SARS-CoV-2 á Indlandi síðasta sólahringinn og 2.263 létu lífið. Sjúkrahús eru yfirfull og súrefnisbirgðir af skornum skammti. Á hverjum degi taka heilbrigðisstarfsmenn við símtölum frá einstaklingum sem grátbiðja um aðstoð til handa veikum fjölskyldumeðlimum en fá ekkert að gert. „Allar símalínur eru uppteknar. Fólk hringir stöðugt í hjálparlínuna. Það er öngþveiti fyrir utan spítalann; þar standa sjúkrabifreiðar og sjúklingar um borð sem bíða eftir því að komast að. En vandinn er að það er ekkert pláss,“ segir Atul Gogia, ráðgjafi á Sir Ganga Ram-sjúkrahúsinu í Delí. Leitað er allra leiða til að útskrifa sjúklinga um leið og þeir eru „stöðugir“. Soutik Biswas, blaðamaður sem starfar fyrir BBC, segist vakna á hverjum morgni við örvæntingafullar símhringingar. Fólk sé á höttunum eftir sjúkraplássum, lyfjum, súrefni og jafnvel blóðvökva fyrir ættingja og vini. Fólk óttist að veiran sé „í dyragættinni“ og að heilu skýjakljúfunum hafi verið lokað vegna fjölda sýkinga. Dagar og nætur einkennist af ráðaleysi, kvíða og ótta. „Vondu fréttirnar eru óstöðvandi,“ segir hann. Heilbrigðisstarfsmenn hafa grátbeðið stjórnvöld um að grípa til aðgerða en staðan virðist versna dag frá degi.epa/Divyakant Solanki Súrefnisbirgðir eru næstum á þrotum í ríkjum á borð við Maharashtra, sem hefur orðið hvað verst úti, Gujarat, Uttar Pradesh og Haryana. Herinn hefur verið kallaður til til að aðstoða við dreifingu súrefnis um landið. Ástandið má meðal annars rekja til máttlausra sóttvarnaaðgerða og sinnuleysis. Milljónir tóku til að mynda þátt í hátíðarhöldum í tilefni Kumbh Mela, sem náði hámarki þegar gríðarlegur fjöldi óð út í Ganges-á. Auk nýs inversks afbrigðis af SARS-CoV-2, sem virðist hafa tvær stökkbreytingar, er hið svokallaða breska afbrigði útbreitt í Punjab, Maharashtra og Delí. „Okkur eru að berast símtöl frá sjúklingum, náskomnum, nágrönnum; þeir biðla til okkar um að taka á móti ástvinum sínum. En því miður er ástandið þannig að þrátt fyrir að við séum að gera okkar besta þá er fjöldi sjúklinga sem okkur tekst ekki að aðstoða,“ Saswati Sinha, sérfræðingur í bráðalækninum í borginin Kalkútta. Umfjöllun BBC. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
332.730 greindust með SARS-CoV-2 á Indlandi síðasta sólahringinn og 2.263 létu lífið. Sjúkrahús eru yfirfull og súrefnisbirgðir af skornum skammti. Á hverjum degi taka heilbrigðisstarfsmenn við símtölum frá einstaklingum sem grátbiðja um aðstoð til handa veikum fjölskyldumeðlimum en fá ekkert að gert. „Allar símalínur eru uppteknar. Fólk hringir stöðugt í hjálparlínuna. Það er öngþveiti fyrir utan spítalann; þar standa sjúkrabifreiðar og sjúklingar um borð sem bíða eftir því að komast að. En vandinn er að það er ekkert pláss,“ segir Atul Gogia, ráðgjafi á Sir Ganga Ram-sjúkrahúsinu í Delí. Leitað er allra leiða til að útskrifa sjúklinga um leið og þeir eru „stöðugir“. Soutik Biswas, blaðamaður sem starfar fyrir BBC, segist vakna á hverjum morgni við örvæntingafullar símhringingar. Fólk sé á höttunum eftir sjúkraplássum, lyfjum, súrefni og jafnvel blóðvökva fyrir ættingja og vini. Fólk óttist að veiran sé „í dyragættinni“ og að heilu skýjakljúfunum hafi verið lokað vegna fjölda sýkinga. Dagar og nætur einkennist af ráðaleysi, kvíða og ótta. „Vondu fréttirnar eru óstöðvandi,“ segir hann. Heilbrigðisstarfsmenn hafa grátbeðið stjórnvöld um að grípa til aðgerða en staðan virðist versna dag frá degi.epa/Divyakant Solanki Súrefnisbirgðir eru næstum á þrotum í ríkjum á borð við Maharashtra, sem hefur orðið hvað verst úti, Gujarat, Uttar Pradesh og Haryana. Herinn hefur verið kallaður til til að aðstoða við dreifingu súrefnis um landið. Ástandið má meðal annars rekja til máttlausra sóttvarnaaðgerða og sinnuleysis. Milljónir tóku til að mynda þátt í hátíðarhöldum í tilefni Kumbh Mela, sem náði hámarki þegar gríðarlegur fjöldi óð út í Ganges-á. Auk nýs inversks afbrigðis af SARS-CoV-2, sem virðist hafa tvær stökkbreytingar, er hið svokallaða breska afbrigði útbreitt í Punjab, Maharashtra og Delí. „Okkur eru að berast símtöl frá sjúklingum, náskomnum, nágrönnum; þeir biðla til okkar um að taka á móti ástvinum sínum. En því miður er ástandið þannig að þrátt fyrir að við séum að gera okkar besta þá er fjöldi sjúklinga sem okkur tekst ekki að aðstoða,“ Saswati Sinha, sérfræðingur í bráðalækninum í borginin Kalkútta. Umfjöllun BBC.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira