Þú ofvirki….hysjaðu bara upp um þig brækurnar! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 24. apríl 2021 12:31 Þetta var svona nánast það sem mátti lesa út úr pistli sem Friðrik Agni skrifaði um ADHD og greiningar. Það eiga auðvitað allir rétt á að tjá sínar skoðanir en svo búum við í samfélagi með viðkvæmum hópum og því skal aðgát höfð í nærveru sálar. Þegar Friðrik lýsir sínum týpíska degi finnst mér næstum eins og ég sé að lesa um sjálfa mig. Vaðandi úr einu í annað og endalaust að með mörg járn í eldinum. En ég er ekki með ADHD. Ég er bara venjuleg kona, ofurkona, ofurmamma og allt það eins og við allar erum. Það er flott að fólk sé duglegt og geti státað sig af því en að bera slíkan dugnað við raskanir sem einstaklingar glíma við er siðlaust í besta falli. Ef þú hefur ekki fengið ADHD greiningu, ef ADHD hefur ekki haft hamlandi áhrif á þitt líf, ef þú hefur ekki þurft að ala upp barn með hamlandi ADHD þá langar mig að biðja þig um að kynna þér málið ítarlega áður en þú tekur þátt í umræðunni. Þitt tjáningarfrelsi getur nefnilega haft niðurrífandi áhrif á stóran hóp viðkvæmra einstaklinga. Og að lokum skal ég lofa þér að greining og lyfjagjöf sem drengurinn minn hefur fengið mun ekki draga neitt úr hæfni hans eða dugnaði. Þvert á móti mun slíkt auðvelda litlu ofurhetjunni minni lífið á allan hátt. Með greiningu, lyfjagjöf og skilningi í samfélaginu fær barnið mitt vonandi að blómstra eins og öll börn eiga skilið að gera! Pistlahöfundur telur að hann muni mögulega uppskera óvinsældir vegna skrifanna. Þetta kallast innsæi og það er ágætt ráð að hlusta á slíkt. Endilega taktu þátt í umræðunni ef þú hefur áhuga á þessu málefni en fyrir alla muni …kynntu þér málefnið vel og vandlega þannig að þú sért ekki einungis að sjá þetta út frá eigin dugnaði… Höfundur er meistaranemi við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þetta var svona nánast það sem mátti lesa út úr pistli sem Friðrik Agni skrifaði um ADHD og greiningar. Það eiga auðvitað allir rétt á að tjá sínar skoðanir en svo búum við í samfélagi með viðkvæmum hópum og því skal aðgát höfð í nærveru sálar. Þegar Friðrik lýsir sínum týpíska degi finnst mér næstum eins og ég sé að lesa um sjálfa mig. Vaðandi úr einu í annað og endalaust að með mörg járn í eldinum. En ég er ekki með ADHD. Ég er bara venjuleg kona, ofurkona, ofurmamma og allt það eins og við allar erum. Það er flott að fólk sé duglegt og geti státað sig af því en að bera slíkan dugnað við raskanir sem einstaklingar glíma við er siðlaust í besta falli. Ef þú hefur ekki fengið ADHD greiningu, ef ADHD hefur ekki haft hamlandi áhrif á þitt líf, ef þú hefur ekki þurft að ala upp barn með hamlandi ADHD þá langar mig að biðja þig um að kynna þér málið ítarlega áður en þú tekur þátt í umræðunni. Þitt tjáningarfrelsi getur nefnilega haft niðurrífandi áhrif á stóran hóp viðkvæmra einstaklinga. Og að lokum skal ég lofa þér að greining og lyfjagjöf sem drengurinn minn hefur fengið mun ekki draga neitt úr hæfni hans eða dugnaði. Þvert á móti mun slíkt auðvelda litlu ofurhetjunni minni lífið á allan hátt. Með greiningu, lyfjagjöf og skilningi í samfélaginu fær barnið mitt vonandi að blómstra eins og öll börn eiga skilið að gera! Pistlahöfundur telur að hann muni mögulega uppskera óvinsældir vegna skrifanna. Þetta kallast innsæi og það er ágætt ráð að hlusta á slíkt. Endilega taktu þátt í umræðunni ef þú hefur áhuga á þessu málefni en fyrir alla muni …kynntu þér málefnið vel og vandlega þannig að þú sért ekki einungis að sjá þetta út frá eigin dugnaði… Höfundur er meistaranemi við Háskóla Íslands
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar