Dyrnar eru opnar upp á gátt Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 27. apríl 2021 10:30 Það vantar fleiri iðnmenntaða á vinnumarkað hér á landi og fleiri tæknimenntaða með framhaldsnám á háskólastigi. Umræða um iðnnám og þau sem velja sér slíkt nám hefur oft verið á þá leið að þau hafi lokað dyrum að frekara framhaldsnámi að baki sér. Að allir þurfi stúdentspróf til að dyrnar haldist opnar. Þessi umræða hefur stundum verið frekar neikvæð og snúist um hvað sé ekki verið að gera í stað þess að fjallað sé um það sem verið er að gera og um það sem horfir til betri vegar. Með svokölluðu fagháskólaverkefni sem unnið hefur verið að við iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík hefur ýmislegt áunnist, meðal annars að opna frekar aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi og að meta starfsmenntun, þekkingu og reynslu í ríkari mæli við námsframvindu. Fagháskólaverkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er helsta markmiðið með því að bæta flæði milli iðnnáms og háskólanáms og að gera iðn- og tæknimenntun að áhugaverðari og samkeppnishæfari kosti fyrir nemendur. Skilaboð HR eru skýr þ.e. að iðn- og tækninám sé jafnsett öðru bóknámi við háskólann. Því var talið mikilvægt að stofna nýja deild sem byði eingöngu upp á nám á fagháskólastigi. Í mars 2019 var iðn- og tæknifræðideild HR stofnuð en við deildina er kennd iðnfræði, byggingafræði og tæknifræði auk styttra diplómanáms í upplýsingatækni í mannvirkjagerð og í rekstrarfræði. Stofnun deildarinnar varð til þess að iðn- og tækninám varð sýnilegra og hefur umsóknum um nám við deildina fjölgað um 130% frá stofnun hennar. Ávinningur í hverju skrefi Eins og áður segir hefur viðhorf til iðnnáms oft verið þannig að búið sé að marka ákveðna braut, þ.e. að þau sem velji sér að fara í iðnnám séu búin að loka þessum margumtöluðu dyrum að baki sér. Svo er þó alls ekki. Við í iðn- og tæknifræðideild viljum leggja áherslu á að með því að velja iðnnám sé hægt að halda áfram ákveðna heildstæða námsleið þar sem ávinningur fæst í hverju skrefi. Nemendur sem fara þessa leið eru alltaf tilbúnir til að taka þátt í atvinnulífinu að loknu hverju skrefi. Með þessu er þó alls ekki verið að segja að allir þurfi að mennta sig meira heldur að leiðin að frekara námi sé alltaf opin ef áhugi er fyrir því að sækja sér meiri menntun. Ein leið sem hefur verið farin við iðn- og tæknifræðideild HR til að opna aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi er að bjóða upp á stöðupróf í stærðfræði og eðlisfræði. Stöðuprófin eru fyrir þau sem hyggja á nám í tæknifræði en uppfylla ekki inntökuskilyrði í stærðfræði og/eða eðlisfræði. Þannig verður nám í iðn- og tæknifræðideild opið fyrir fleirum og nemendur betur undirbúnir þegar þeir hefja nám í tæknifræði. Prófin voru haldin í fyrsta sinn sumarið 2020 og hófu fimm nemendur nám í tæknifræði síðastliðið haust sem nýttu sér þessa leið en þau hefðu annars ekki haft tækifæri til að komast inn í námið. Nám, þekking og reynsla metin Tíminn er dýrmæt auðlind og því skiptir miklu máli að tryggt sé að háskólanemar með iðnmenntun þurfi ekki að sækja námskeið á háskólastigi sem eru sambærileg við námskeið sem þeir hafa þegar lokið í iðnnámi – minni tíma er þannig sóað. Áhersla hefur verið lögð á þetta í fagháskólaverkefninu og hefur mikil vinna verið lögð í að rýna, endurskoða og samhæfa námsbrautir sem þegar eru til staðar. Verkefnið hefur verið unnið náið með Tækniskólanum, Rafmennt og IÐUNNI og er markmiðið að mynda samfellu í námi. Einnig hefur verið unnið að því að meta starfsreynslu og þekkingu í ríkari mæli en áður hefur verið gert. Þetta verður vonandi til þess að flæði iðnmenntaðra inn í háskólann verði meira og að fleiri einstaklingar með iðnmenntun sjái sér hag í að útskrifast úr háskóla en atvinnulífið kallar mjög eftir fólki með slíka menntun. Það er mikilvægt að fram komi að ekki er verið að slá af kröfum með þeim breytingum sem gerðar hafa verið, hvort sem verið er að tala um gæði námsins eða kröfur sem gerðar eru til nemenda. Einnig er mikilvægt að umræða um iðn- og tækninám verði jákvæðari hér á landi og að vitneskja um að verið sé að auka aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi og meta starfsmenntun, þekkingu og reynslu í ríkari mæli við námsframvindu verði almennari. Það leiðir vonandi til þess fleiri ákveði að fara í iðn- og tækninám og að þau viti að dyrnar að frekara námi eftir það, ef áhugi er fyrir hendi, eru opnar upp á gátt. Höfundur er verkefnastjóri við iðn- og tæknifræðideild HR og stýrir fagháskólaverkefninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Háskólar Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Það vantar fleiri iðnmenntaða á vinnumarkað hér á landi og fleiri tæknimenntaða með framhaldsnám á háskólastigi. Umræða um iðnnám og þau sem velja sér slíkt nám hefur oft verið á þá leið að þau hafi lokað dyrum að frekara framhaldsnámi að baki sér. Að allir þurfi stúdentspróf til að dyrnar haldist opnar. Þessi umræða hefur stundum verið frekar neikvæð og snúist um hvað sé ekki verið að gera í stað þess að fjallað sé um það sem verið er að gera og um það sem horfir til betri vegar. Með svokölluðu fagháskólaverkefni sem unnið hefur verið að við iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík hefur ýmislegt áunnist, meðal annars að opna frekar aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi og að meta starfsmenntun, þekkingu og reynslu í ríkari mæli við námsframvindu. Fagháskólaverkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er helsta markmiðið með því að bæta flæði milli iðnnáms og háskólanáms og að gera iðn- og tæknimenntun að áhugaverðari og samkeppnishæfari kosti fyrir nemendur. Skilaboð HR eru skýr þ.e. að iðn- og tækninám sé jafnsett öðru bóknámi við háskólann. Því var talið mikilvægt að stofna nýja deild sem byði eingöngu upp á nám á fagháskólastigi. Í mars 2019 var iðn- og tæknifræðideild HR stofnuð en við deildina er kennd iðnfræði, byggingafræði og tæknifræði auk styttra diplómanáms í upplýsingatækni í mannvirkjagerð og í rekstrarfræði. Stofnun deildarinnar varð til þess að iðn- og tækninám varð sýnilegra og hefur umsóknum um nám við deildina fjölgað um 130% frá stofnun hennar. Ávinningur í hverju skrefi Eins og áður segir hefur viðhorf til iðnnáms oft verið þannig að búið sé að marka ákveðna braut, þ.e. að þau sem velji sér að fara í iðnnám séu búin að loka þessum margumtöluðu dyrum að baki sér. Svo er þó alls ekki. Við í iðn- og tæknifræðideild viljum leggja áherslu á að með því að velja iðnnám sé hægt að halda áfram ákveðna heildstæða námsleið þar sem ávinningur fæst í hverju skrefi. Nemendur sem fara þessa leið eru alltaf tilbúnir til að taka þátt í atvinnulífinu að loknu hverju skrefi. Með þessu er þó alls ekki verið að segja að allir þurfi að mennta sig meira heldur að leiðin að frekara námi sé alltaf opin ef áhugi er fyrir því að sækja sér meiri menntun. Ein leið sem hefur verið farin við iðn- og tæknifræðideild HR til að opna aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi er að bjóða upp á stöðupróf í stærðfræði og eðlisfræði. Stöðuprófin eru fyrir þau sem hyggja á nám í tæknifræði en uppfylla ekki inntökuskilyrði í stærðfræði og/eða eðlisfræði. Þannig verður nám í iðn- og tæknifræðideild opið fyrir fleirum og nemendur betur undirbúnir þegar þeir hefja nám í tæknifræði. Prófin voru haldin í fyrsta sinn sumarið 2020 og hófu fimm nemendur nám í tæknifræði síðastliðið haust sem nýttu sér þessa leið en þau hefðu annars ekki haft tækifæri til að komast inn í námið. Nám, þekking og reynsla metin Tíminn er dýrmæt auðlind og því skiptir miklu máli að tryggt sé að háskólanemar með iðnmenntun þurfi ekki að sækja námskeið á háskólastigi sem eru sambærileg við námskeið sem þeir hafa þegar lokið í iðnnámi – minni tíma er þannig sóað. Áhersla hefur verið lögð á þetta í fagháskólaverkefninu og hefur mikil vinna verið lögð í að rýna, endurskoða og samhæfa námsbrautir sem þegar eru til staðar. Verkefnið hefur verið unnið náið með Tækniskólanum, Rafmennt og IÐUNNI og er markmiðið að mynda samfellu í námi. Einnig hefur verið unnið að því að meta starfsreynslu og þekkingu í ríkari mæli en áður hefur verið gert. Þetta verður vonandi til þess að flæði iðnmenntaðra inn í háskólann verði meira og að fleiri einstaklingar með iðnmenntun sjái sér hag í að útskrifast úr háskóla en atvinnulífið kallar mjög eftir fólki með slíka menntun. Það er mikilvægt að fram komi að ekki er verið að slá af kröfum með þeim breytingum sem gerðar hafa verið, hvort sem verið er að tala um gæði námsins eða kröfur sem gerðar eru til nemenda. Einnig er mikilvægt að umræða um iðn- og tækninám verði jákvæðari hér á landi og að vitneskja um að verið sé að auka aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi og meta starfsmenntun, þekkingu og reynslu í ríkari mæli við námsframvindu verði almennari. Það leiðir vonandi til þess fleiri ákveði að fara í iðn- og tækninám og að þau viti að dyrnar að frekara námi eftir það, ef áhugi er fyrir hendi, eru opnar upp á gátt. Höfundur er verkefnastjóri við iðn- og tæknifræðideild HR og stýrir fagháskólaverkefninu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar