Hættum að skattleggja fátækt Kristjana Rut Atladóttir skrifar 27. apríl 2021 14:30 Lægstu laun á Íslandi eru 351.000 kr. Eftir skatta skilar það fólki aðeins 280.000 krónum sem dugar ekki til grunnframfærslu. Samkvæmt skýrslu UNICEF sem kom út árið 2016 líða rúmlega 9% barna á Íslandi efnislegan skort, sum hver verulegan skort. Þessar tölur hafa tvöfaldast frá árinu 2009 og aðrar sambærilegar rannsóknir sýna að þessi hópur hefur stækkað undanfarin ár. Umræðan um fátækt er oft flókin og sumir kjörnir fulltrúar vilja jafnvel telja okkur trú um að lítið sé hægt að gera í málinu. Aftur á móti hefur Flokkur fólksins einfalda tillögu um það hvernig hægt er að takast á við þetta samfélagsmein. Hættum að skattleggja fátækt. Okkar samfélag græðir lítið á því að skattleggja einstaklinga með lágmarkslaun. Í skýrslu um dreifingu skattbyrðar sem unnin var fyrir stéttarfélagið Eflingu og birt var í febrúar 2019 kemur fram að milli áranna 1993 og 2015 lækkaði skattbyrði hæstu tekjuhópa en skattbyrði lægstu tekjuhópa jókst. Á sama tíma hækkuðu fasteignaverð verulega. Sú þróun kemur illa við lágtekjufólk sem þarf að verja stærstum hluta tekna sinna í húsnæði. Afleiðingarnar birtast m.a. í því að hlutfall leigjenda hefur aukist og ungmenni flytja nú seinna að heiman. Mikil umræða hefur átt sér stað síðustu ár um hvernig breyta eigi skattkerfinu þannig að það íþyngi ekki þeim sem minnstar tekjur hafa. Með þrjú skattþrep og 50.792 kr. persónuafslátt þá eru skattleysismörk launatekna á mánuði í kringum 168.000 kr. Flokkur fólksins vill hækka þessi mörk upp í 350.000 kr. og innleiða fallandi persónuafslátt. Fallandi persónuafsláttur virkar þannig að eftir að skattleysismörkum er náð lækkar persónuafsláttur í samræmi við tekjuaukningu þar til hann fellur niður við ákveðin efri mörk. Með því að taka upp fallandi persónuafslátt er hægt að hækka skattleysismörk talsvert og koma í veg fyrir tekjumissi ríkissjóðs með lægri persónuafslætti hátekjufólks. Það er okkar sannfæring að við getum öll sammælst í því að koma í veg fyrir að börn á Íslandi þurfi að búa við fátækt. Það er þjóðarskömm að skattleggja fátækt í eins ríku landi og Ísland er. Við getum og ættum að hugsa betur um þá sem minnst hafa. Höfundur er formaður ungliðahreyfingar Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Félagsmál Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Sjá meira
Lægstu laun á Íslandi eru 351.000 kr. Eftir skatta skilar það fólki aðeins 280.000 krónum sem dugar ekki til grunnframfærslu. Samkvæmt skýrslu UNICEF sem kom út árið 2016 líða rúmlega 9% barna á Íslandi efnislegan skort, sum hver verulegan skort. Þessar tölur hafa tvöfaldast frá árinu 2009 og aðrar sambærilegar rannsóknir sýna að þessi hópur hefur stækkað undanfarin ár. Umræðan um fátækt er oft flókin og sumir kjörnir fulltrúar vilja jafnvel telja okkur trú um að lítið sé hægt að gera í málinu. Aftur á móti hefur Flokkur fólksins einfalda tillögu um það hvernig hægt er að takast á við þetta samfélagsmein. Hættum að skattleggja fátækt. Okkar samfélag græðir lítið á því að skattleggja einstaklinga með lágmarkslaun. Í skýrslu um dreifingu skattbyrðar sem unnin var fyrir stéttarfélagið Eflingu og birt var í febrúar 2019 kemur fram að milli áranna 1993 og 2015 lækkaði skattbyrði hæstu tekjuhópa en skattbyrði lægstu tekjuhópa jókst. Á sama tíma hækkuðu fasteignaverð verulega. Sú þróun kemur illa við lágtekjufólk sem þarf að verja stærstum hluta tekna sinna í húsnæði. Afleiðingarnar birtast m.a. í því að hlutfall leigjenda hefur aukist og ungmenni flytja nú seinna að heiman. Mikil umræða hefur átt sér stað síðustu ár um hvernig breyta eigi skattkerfinu þannig að það íþyngi ekki þeim sem minnstar tekjur hafa. Með þrjú skattþrep og 50.792 kr. persónuafslátt þá eru skattleysismörk launatekna á mánuði í kringum 168.000 kr. Flokkur fólksins vill hækka þessi mörk upp í 350.000 kr. og innleiða fallandi persónuafslátt. Fallandi persónuafsláttur virkar þannig að eftir að skattleysismörkum er náð lækkar persónuafsláttur í samræmi við tekjuaukningu þar til hann fellur niður við ákveðin efri mörk. Með því að taka upp fallandi persónuafslátt er hægt að hækka skattleysismörk talsvert og koma í veg fyrir tekjumissi ríkissjóðs með lægri persónuafslætti hátekjufólks. Það er okkar sannfæring að við getum öll sammælst í því að koma í veg fyrir að börn á Íslandi þurfi að búa við fátækt. Það er þjóðarskömm að skattleggja fátækt í eins ríku landi og Ísland er. Við getum og ættum að hugsa betur um þá sem minnst hafa. Höfundur er formaður ungliðahreyfingar Flokks fólksins.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun