Önnur bylgja faraldursins er nú í gangi þar og nú hafa fleiri en 200 þúsund manns látið lífið af völdum Covid í landinu.
Sérfræðingar eru þó á því að sú tala sé mun hærri.
Staðfest andlát hafa aðeins verið fleiri í Bandaríkjunum, Brasilíu og í Mexíkó.
Indverjar virtust hafa náð ágætum tökum á faraldrinum eftir fyrstu bylgjuna en þegar fjöldi fólks fór að koma saman á kosningafundum og Hinduár héldu árlega trúarhátíð fóru smitin að breiðast út með ógnarhraða og í gær létust rúmlega þrjú þúsund.
Nú á að setja aukinn kraft í bólusetningar í landinu, en Indland er stór framleiðandi bóluefna á heimsvísu. Þó eru aðeins tæp tvö prósent landsmanna fullbólusett og hafa Bandaríkjamenn lofað að senda þangað skammta innan tíðar.