Gerðu lengsta samning í sögu Bundesligunnar Eiður Þór Árnason skrifar 28. apríl 2021 12:30 Philipp Max og Alfreð Finnbogason, leikmenn Augsburg. AFP/NENT Group Nordic Entertainment Group (NENT Group) hefur framlengt sýningarrétt sinn á þýsku Bundesligunni og verður sýnt frá þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á streymisveitunni Viaplay til ársins 2029. Samningur NENT Group nær til Norðurlandanna, Eystrasaltslandanna og Póllands og felur einnig í sér einkarétt á sýningum frá þýska Ofurbikarnum og umspilinu um áframhaldandi sæti í Bundesligunni í lok tímabils. Samkomulagið er lengsta sýningarsamkomulag sem bæði NENT Group og Bundesliga International hafa nokkurn tímann gert. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NENT Group. Sænska fjölmiðlasamsteypan mun sýna beint frá fleiri en 300 leikjum í Bundesligunni og Bundesligu 2 á hverju keppnistímabili. Ofurdeildarumræðan hafi styrkt þýska boltann „Það eru mjög góðar fréttir að þýski boltinn sé með tryggt heimili á Íslandi. Fótboltinn í deildinni er skemmtilegur og deildin er full af stjörnum alls staðar af úr heiminum,“ segir Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg, í tilkynningunni. „Mesta fjörið er í Þýskalandi og Bundesligan er með flestu mörkin af topp deildunum. Ég held að atburðir síðustu viku með Ofurdeildina styrki þýska fótboltann til lengri tíma. Nánast öll liðin eru í eigu stuðningsmanna þar en ekki eigenda sem kannski hafa ekki áhuga á fótbolta,“ er haft eftir Hjörvari Hafliðasyni, yfirmanni íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi. Ásamt því að sýna frá leikjum í Bundersligunni mun Viaplay bjóða upp á leiklýsingar og umfjöllun um leikina á íslensku. Hrist upp í íslenskum fjölmiðlamarkaði Viaplay hóf íþróttaútsendingar hér á landi í maí á síðasta ári og kom eins og stormsveipur inn í íslenskt fjölmiðlaumhverfi. Streymisveitan hefur síðustu ár sópað til sín íþróttasýningaréttum á hinum Norðurlöndunum og veitir nú íslenskum miðlum harða samkeppni. Mikla athygli vakti þegar greint var frá því að NENT Group, móðurfélag Viaplay, hafi tryggt sér sýningarréttinn á leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á árunum 2022 til 2028. Er það í fyrsta sinn sem rétturinn fer til erlendra aðila. Skiptar skoðanir eru um þróunina en Vísir fjallaði ítarlega um tilkomu Viaplay á íslenskan markað í febrúar. Vísir og Stöð 2 Sport eru bæði í eigu Sýnar hf. Þýski boltinn Fótbolti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi. 12. mars 2021 11:53 Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. 22. febrúar 2021 09:12 Viaplay sýnir landsleiki Íslands 2022-2028 Viaplay hefur tryggt sér sýningarrétt á undankeppni EM í knattspyrnu 2024, HM 2026 og EM 2028 auk Þjóðadeildarinnar sem fer fram 2023, 2025 og 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NENT Group. 2. febrúar 2021 09:35 Meistaradeildin áfram á Stöð 2 Sport í samstarfi við Viaplay Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarrétt að stærstu félagsliðakeppnum Evrópu í knattspyrnu og mun sýna frá Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni og nýrri keppni, UEFA Europe Conference League, frá 2021 til 2024. 21. janúar 2021 08:13 Mest lesið Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Samningur NENT Group nær til Norðurlandanna, Eystrasaltslandanna og Póllands og felur einnig í sér einkarétt á sýningum frá þýska Ofurbikarnum og umspilinu um áframhaldandi sæti í Bundesligunni í lok tímabils. Samkomulagið er lengsta sýningarsamkomulag sem bæði NENT Group og Bundesliga International hafa nokkurn tímann gert. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NENT Group. Sænska fjölmiðlasamsteypan mun sýna beint frá fleiri en 300 leikjum í Bundesligunni og Bundesligu 2 á hverju keppnistímabili. Ofurdeildarumræðan hafi styrkt þýska boltann „Það eru mjög góðar fréttir að þýski boltinn sé með tryggt heimili á Íslandi. Fótboltinn í deildinni er skemmtilegur og deildin er full af stjörnum alls staðar af úr heiminum,“ segir Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg, í tilkynningunni. „Mesta fjörið er í Þýskalandi og Bundesligan er með flestu mörkin af topp deildunum. Ég held að atburðir síðustu viku með Ofurdeildina styrki þýska fótboltann til lengri tíma. Nánast öll liðin eru í eigu stuðningsmanna þar en ekki eigenda sem kannski hafa ekki áhuga á fótbolta,“ er haft eftir Hjörvari Hafliðasyni, yfirmanni íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi. Ásamt því að sýna frá leikjum í Bundersligunni mun Viaplay bjóða upp á leiklýsingar og umfjöllun um leikina á íslensku. Hrist upp í íslenskum fjölmiðlamarkaði Viaplay hóf íþróttaútsendingar hér á landi í maí á síðasta ári og kom eins og stormsveipur inn í íslenskt fjölmiðlaumhverfi. Streymisveitan hefur síðustu ár sópað til sín íþróttasýningaréttum á hinum Norðurlöndunum og veitir nú íslenskum miðlum harða samkeppni. Mikla athygli vakti þegar greint var frá því að NENT Group, móðurfélag Viaplay, hafi tryggt sér sýningarréttinn á leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á árunum 2022 til 2028. Er það í fyrsta sinn sem rétturinn fer til erlendra aðila. Skiptar skoðanir eru um þróunina en Vísir fjallaði ítarlega um tilkomu Viaplay á íslenskan markað í febrúar. Vísir og Stöð 2 Sport eru bæði í eigu Sýnar hf.
Þýski boltinn Fótbolti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi. 12. mars 2021 11:53 Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. 22. febrúar 2021 09:12 Viaplay sýnir landsleiki Íslands 2022-2028 Viaplay hefur tryggt sér sýningarrétt á undankeppni EM í knattspyrnu 2024, HM 2026 og EM 2028 auk Þjóðadeildarinnar sem fer fram 2023, 2025 og 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NENT Group. 2. febrúar 2021 09:35 Meistaradeildin áfram á Stöð 2 Sport í samstarfi við Viaplay Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarrétt að stærstu félagsliðakeppnum Evrópu í knattspyrnu og mun sýna frá Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni og nýrri keppni, UEFA Europe Conference League, frá 2021 til 2024. 21. janúar 2021 08:13 Mest lesið Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi. 12. mars 2021 11:53
Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. 22. febrúar 2021 09:12
Viaplay sýnir landsleiki Íslands 2022-2028 Viaplay hefur tryggt sér sýningarrétt á undankeppni EM í knattspyrnu 2024, HM 2026 og EM 2028 auk Þjóðadeildarinnar sem fer fram 2023, 2025 og 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NENT Group. 2. febrúar 2021 09:35
Meistaradeildin áfram á Stöð 2 Sport í samstarfi við Viaplay Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarrétt að stærstu félagsliðakeppnum Evrópu í knattspyrnu og mun sýna frá Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni og nýrri keppni, UEFA Europe Conference League, frá 2021 til 2024. 21. janúar 2021 08:13