Körfubolti

Íslenska landsliðið í riðli með Dönum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson getur vonandi spilað með íslenska landsliðinu í haust.
Martin Hermannsson getur vonandi spilað með íslenska landsliðinu í haust. Vísir/Bára

Íslenska körfuboltalandsliðið er í erfiðum riðli í forkeppni HM 2023.

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta fékk að vita það í dag við hvaða þjóðir liðið spilar í haust en dregið var í dag í aðra umferð í forkeppni undankeppni HM 2023.

Ísland drógst í riðli með Svartfellingum og Danmörku en íslenska liðið kom næstsíðast upp úr sínum potti. Leikið verður á mili 11. til 28. ágúst en liðin mætast heima og að heiman.

Liðunum var skipt niður í þrjá styrkleikaflokka og úr þeim var síðan dregið í fjóra þriggja liða riðla.

Ísland var í síðasta styrkleikaflokknum og fékk því tvær sterkari þjóðir með sér í sinn riðil.

Tvær þjóðir komast áfram úr hverjum riðli (C, D , E og F) og tryggja sér með því sæti undankeppni HM 2023.

Þessar átta þjóðir sem komast áfram bætast við þær 24 sem komust í úrslitakeppni Eurobasket sem á að fara fram á næsta ári.

Riðlarnir líta svona út:

  • Riðill C
  • Svíþjóð
  • Austurríki
  • Portúgal
  • -
  • Riðill D
  • Lettland
  • Rúmenía
  • Hvíta Rússland
  • -
  • Riðill E
  • Svartfjallaland
  • Danmörk
  • Ísland
  • -

  • Riðill F
  • Norður Makedónía
  • Sviss
  • Slóvakía



Fleiri fréttir

Sjá meira


×