Körfubolti

Snæ­fell hafði betur í botns­lagnum og Breiða­blik lagði Kefla­vík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Breiðablik vann góðan sigur á Keflavík í kvöld.
Breiðablik vann góðan sigur á Keflavík í kvöld. vísir/vilhelm

Þremur leikjum er lokið í Domino's deild kvenna í kvöld. Fjölnir vann góðan sigur á Haukum í Grafarvogi, Snæfell vann botnslaginn gegn KR og Breiðablik skellti Keflavík.

Breiðablik byrjaði af miklum krafti gegn Keflavík í kvöld. Skoruðu Blikar 27 stig í fyrsta leikhlutanum og voru 42-22 yfir í hálfleik.

Þrátt fyrir áhlaup gestana frá Keflavík í síðari hálfleik þá héldu Blikar vel á spilunum og unnu að lokum sjö stiga sigur, 73-66

Blikarnir eru í sjötta sætinu með tólf stig en Keflavík er í öðru sæti með 26 stig.

Iva Georgieva var stigahæst í Blikaliðinu með 27 stig og sjö fráköstum en framlagshæst var Jessica Kay Loera með átta stig, átta fráköst og sextán stoðsendingar.

Í liði Keflavíkur var það Daniela Wallen Morillo sem var stigahæst. Hún gerði nítján stig og bætti þar að auki við átján fráköstum. Anna Ingunn Svansdóttir kom næst með átján stig.

Snæfell vann ansi mikilvægan sigur á KR í botnslagnum en leikurinn var upp á líf og dauða í fallbaráttunni. Lokatölur urðu 77-61 eftir að Snæfell hafði leitt 44-34 í hálfleik.

Snæfell er þar af leiðandi með sex stig í næst neðsta sætinu en KR er með fjögur stig. Þrjár umferðir eru eftir en neðsta liðið fellur úr deildinni.

Haiden Denise Palmer var mögnuð í liði Snæfells. Hún gerði 39 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Anna Soffía Lárusdóttir bætti við sextán stigum.

Annika Holopainen var stigahæst hjá KR með sextán stig og tók hún einnig ellefu fráköst. Perla Jóhannsdóttir kom næst með fjórtán stig og fimm fráköst.

Umferðin verður gerð upp í Domino's Körfuboltakvöldi klukkan 17.00 á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×