Bruno Fernandes: Vill verða stjóri Man United einn daginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2021 12:31 Bruno Fernandes í leik með Manchester United á dögunum. EPA-EFE/Peter Powell Bruno Fernandes er svo sáttur hjá Manchester United að hann sér fyrir sér að vinna áfram hjá félaginu eftir að leikmannaferlinum lýkur. Manchester United mætir í kvöld ítalska félaginu Roma á Old Trafford í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Evrópudeildinni. Bruno Fernandes var í viðtali á heimasíðu félagsins fyrir leikinn. Bruno Fernandes hefur gert flotta hluti hjá Manchester United síðan að hann kom til félagsins frá Sporting Lisbon fyrir rúmu ári síðan. Hann finnur sig vel hjá Rauðu djöflunum. Portúgalinn er þegar byrjaður að velta fyrir sér framtíðinni þótt að hann sé enn bara 26 ára gamall. Bruno has revealed a desire to move into coaching after his playing days come to an end...#MUFC— Manchester United (@ManUtd) April 27, 2021 „Ég er að reyna að njóta fótboltans núna en ég vil verða þjálfari í framtíðinni,“ sagði Bruno Fernandes. „Í hreinskilni sagt þá veit ég ekki hvaða lið ég vil þjálfa í framtíðinni en auðvitað væri stærsta félagið Manchester United. Ég yrði mjög ánægður með að fá að vera stjóri Man. United,“ sagði Bruno. „Ég vil bara leyfa fólk að vita af þessu núna að ég ætla mér að verða knattspyrnustjóri í framtíðinni og stuðningsmennirnir gætu pressað á það að fá mig hingað,“ sagði Fernandes sem vill verða stjóri Manchester United einn daginn. Since making his debut in the competition in February 2018, Bruno Fernandes has been directly involved in more goals in the Europa League than any other player (26 - 17 goals and nine assists) [@OptaJoe] pic.twitter.com/3vg9am3AjA— United Zone (@ManUnitedZone_) April 28, 2021 „Ég tel að ég verði að vera áfram í kringum fótboltann því allt lífið mitt snýst um hann. Framtíðin mín verður því að vera í fótbolta líka,“ sagði Bruno Fernandes. Bruno Fernandes á enn eftir að vinna sinn fyrsta titil með Manchester United en félagið kæmist einu skrefi nær að breyta því með góðum úrslitum á móti Roma í kvöld. Leikur Manchester United og Roma verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.50. Á sama tíma verður hinn undanúrslitaleikurinn á milli Villarreal og Arsenal sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Manchester United mætir í kvöld ítalska félaginu Roma á Old Trafford í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Evrópudeildinni. Bruno Fernandes var í viðtali á heimasíðu félagsins fyrir leikinn. Bruno Fernandes hefur gert flotta hluti hjá Manchester United síðan að hann kom til félagsins frá Sporting Lisbon fyrir rúmu ári síðan. Hann finnur sig vel hjá Rauðu djöflunum. Portúgalinn er þegar byrjaður að velta fyrir sér framtíðinni þótt að hann sé enn bara 26 ára gamall. Bruno has revealed a desire to move into coaching after his playing days come to an end...#MUFC— Manchester United (@ManUtd) April 27, 2021 „Ég er að reyna að njóta fótboltans núna en ég vil verða þjálfari í framtíðinni,“ sagði Bruno Fernandes. „Í hreinskilni sagt þá veit ég ekki hvaða lið ég vil þjálfa í framtíðinni en auðvitað væri stærsta félagið Manchester United. Ég yrði mjög ánægður með að fá að vera stjóri Man. United,“ sagði Bruno. „Ég vil bara leyfa fólk að vita af þessu núna að ég ætla mér að verða knattspyrnustjóri í framtíðinni og stuðningsmennirnir gætu pressað á það að fá mig hingað,“ sagði Fernandes sem vill verða stjóri Manchester United einn daginn. Since making his debut in the competition in February 2018, Bruno Fernandes has been directly involved in more goals in the Europa League than any other player (26 - 17 goals and nine assists) [@OptaJoe] pic.twitter.com/3vg9am3AjA— United Zone (@ManUnitedZone_) April 28, 2021 „Ég tel að ég verði að vera áfram í kringum fótboltann því allt lífið mitt snýst um hann. Framtíðin mín verður því að vera í fótbolta líka,“ sagði Bruno Fernandes. Bruno Fernandes á enn eftir að vinna sinn fyrsta titil með Manchester United en félagið kæmist einu skrefi nær að breyta því með góðum úrslitum á móti Roma í kvöld. Leikur Manchester United og Roma verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.50. Á sama tíma verður hinn undanúrslitaleikurinn á milli Villarreal og Arsenal sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira