Gaupi fór yfir óvæntu úrslitin i kvennakörfunni í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2021 17:01 Ariel Hearn var frábær með Fjölnisliðinu í sigrinum á Haukum. Vísir/Elín Björg Svipmyndir frá heilli umferð sem var spiluð í Domino´s deild kvenna í gærkvöldi þar sem lið Hauka og Keflavíkur misstígu sig bæði. Fjölniskonur tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Domino´s deildarinnar í gærkvöldi með sigri á Haukum og Blikar skelltu óvænt Keflavíkurkonum. Valskonur juku forskot sitt á toppnum og Snæfell vann lykilsigur í baráttu fyrir lífi sínu í deildinni. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, fór yfir úrslitin í umferðinni í gær og tók saman samantekt um leikina fjóra. Það má sjá þessa samantekt hans hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi fór yfir átjándu umferð Domino´s deildar kvenna Fjölnir vann 73-65 sigur á Haukum og tryggði sér ekki aðeins sæti í úrslitakeppninni heldur endaði Grafarvogsliðið þar einnig sex leikja sigurgöngu Hafnarfjarðarliðsins. Haukakonur höfðu ekki tapað leik frá 24. febrúar. Ariel Hearn var frábær í Fjölnisliðinu með 29 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar en Lina Pikciuté var með 14 stig og 17 fráköst. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði mest fyrir Hauka eða 19 stig en Alyesha Lovett var með 16 stig. Snæfell fór langt með að tryggja sér áframhaldandi sæti í deildinni með 77-61 sigri á KR í botnslagnum. Snæfell er nú með tveggja stiga forystu á KR og er að auki með betri innbyrðis stöðu. Haiden Palmer var frábær með 39 stig, 9 fráköst, 7 stoðsendingar og 6 stolna bolta en Anna Soffía Lárusdóttir skoraði síðan 16 stig. Annika Holopainen var með 16 stig fyrir KR og Perla Jóhannsdóttir skoraði 14 stig. Breiðabliksliðið sýndi mikinn styrk með 73-66 sigri á Keflavík. Hlutirnir hafa ekki alveg fallið með Blikastúlkum á tímabilinu en liðið sýndi hvað í því býr með sigri á liðinu í öðru sæti deildarinnar. Iva Georgieva skoraði 28 stig, Isabella Ósk Sigurðardóttir var með 12 stig og 16 fráköst og þá var bandaríski leikstjórnandinn Jessica Kay Loera með 16 stoðsendingar auk 9 frákast og 8 stiga. Daniela Wallen var með 19 stig, 19 fráköst og 6 stolna bolta og Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 18 stig. Valskonur náðu fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar eftir sannfærandi 80-63 sigur á Skallagrími. Það voru margar að skila í Valsliðinu í þessum leik. Hildur Björg Kjartansdóttir var með 14 stig og 9 fráköst, Kiana Johnson skoraði 13 stig og gaf 8 stoðsendingar og þær Hallveig Jónsdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir voru báðar með 10 stig. Keira Robinson skoraði 17 stig fyrir Skallagrím og Embla Kristínardóttir var með 16 stig. Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira
Fjölniskonur tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Domino´s deildarinnar í gærkvöldi með sigri á Haukum og Blikar skelltu óvænt Keflavíkurkonum. Valskonur juku forskot sitt á toppnum og Snæfell vann lykilsigur í baráttu fyrir lífi sínu í deildinni. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, fór yfir úrslitin í umferðinni í gær og tók saman samantekt um leikina fjóra. Það má sjá þessa samantekt hans hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi fór yfir átjándu umferð Domino´s deildar kvenna Fjölnir vann 73-65 sigur á Haukum og tryggði sér ekki aðeins sæti í úrslitakeppninni heldur endaði Grafarvogsliðið þar einnig sex leikja sigurgöngu Hafnarfjarðarliðsins. Haukakonur höfðu ekki tapað leik frá 24. febrúar. Ariel Hearn var frábær í Fjölnisliðinu með 29 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar en Lina Pikciuté var með 14 stig og 17 fráköst. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði mest fyrir Hauka eða 19 stig en Alyesha Lovett var með 16 stig. Snæfell fór langt með að tryggja sér áframhaldandi sæti í deildinni með 77-61 sigri á KR í botnslagnum. Snæfell er nú með tveggja stiga forystu á KR og er að auki með betri innbyrðis stöðu. Haiden Palmer var frábær með 39 stig, 9 fráköst, 7 stoðsendingar og 6 stolna bolta en Anna Soffía Lárusdóttir skoraði síðan 16 stig. Annika Holopainen var með 16 stig fyrir KR og Perla Jóhannsdóttir skoraði 14 stig. Breiðabliksliðið sýndi mikinn styrk með 73-66 sigri á Keflavík. Hlutirnir hafa ekki alveg fallið með Blikastúlkum á tímabilinu en liðið sýndi hvað í því býr með sigri á liðinu í öðru sæti deildarinnar. Iva Georgieva skoraði 28 stig, Isabella Ósk Sigurðardóttir var með 12 stig og 16 fráköst og þá var bandaríski leikstjórnandinn Jessica Kay Loera með 16 stoðsendingar auk 9 frákast og 8 stiga. Daniela Wallen var með 19 stig, 19 fráköst og 6 stolna bolta og Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 18 stig. Valskonur náðu fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar eftir sannfærandi 80-63 sigur á Skallagrími. Það voru margar að skila í Valsliðinu í þessum leik. Hildur Björg Kjartansdóttir var með 14 stig og 9 fráköst, Kiana Johnson skoraði 13 stig og gaf 8 stoðsendingar og þær Hallveig Jónsdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir voru báðar með 10 stig. Keira Robinson skoraði 17 stig fyrir Skallagrím og Embla Kristínardóttir var með 16 stig.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira