Takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2021 18:45 Jen Psaki, blaðafulltrúi Hvíta hússins. AP/Evan Vucci Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi í næstu viku. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er sögð hafa mælt með aðgerðunum til að koma í veg fyrir að smit berist til Bandaríkjanna. Jen Psaki, blaðafulltrúi Hvíta hússins, greindi frá því í dag að takmarkanirnar tækju gildi aðfaranótt þriðjudagsins 4. maí. Með þeim yrði flestum ferðalögum sem eru ekki bandarískir borgarar bannað að koma til Bandaríkjanna hafi þeir dvalið á Indlandi innan fjórtán daga fyrir komu. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) vísar til gríðarlegs fjölda smita á Indlandi um þessar mundir og nokkurra mismunandi afbrigða veirunnar sem eru þar í dreifingu. Sambærilegar takmarkanir eru þegar í gildi fyrir fólk sem hefur verið í Suður-Afríku, Brasilíu, Bretlandi, Írlandi og 26 Evrópuríkjum sem leyfa frjálsa för yfir landamæri sín. Fleiri en 300.000 manns hafa greinst smitaðir á Indlandi á hverjum degi undanfarna níu daga í röð. Fjöldinn náði 386.352 í dag en talið er að raunverulegur fjöldi smitaðra sé enn hærri vegna takmarkaðar skimunar sem fer fram í landinu. Að minnsta kosti rúmlega 200.000 manns eru látnir og hátt í nítján milljónir hafa greinst smitaðar. Sérfræðingar telja að raunverulegu tölurnar gætu verið allt frá fimm til tíu sinnum hærri en þær opinberu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrr í vikunni ráðlagði bandaríska utanríkisráðuneytið borgurum sínum að forðast ferðalög til Indlands og að snúa þaðan sem fyrst ef þeir væru þar staddir. Bandaríkin Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi. 30. apríl 2021 15:50 Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. 29. apríl 2021 17:32 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Jen Psaki, blaðafulltrúi Hvíta hússins, greindi frá því í dag að takmarkanirnar tækju gildi aðfaranótt þriðjudagsins 4. maí. Með þeim yrði flestum ferðalögum sem eru ekki bandarískir borgarar bannað að koma til Bandaríkjanna hafi þeir dvalið á Indlandi innan fjórtán daga fyrir komu. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) vísar til gríðarlegs fjölda smita á Indlandi um þessar mundir og nokkurra mismunandi afbrigða veirunnar sem eru þar í dreifingu. Sambærilegar takmarkanir eru þegar í gildi fyrir fólk sem hefur verið í Suður-Afríku, Brasilíu, Bretlandi, Írlandi og 26 Evrópuríkjum sem leyfa frjálsa för yfir landamæri sín. Fleiri en 300.000 manns hafa greinst smitaðir á Indlandi á hverjum degi undanfarna níu daga í röð. Fjöldinn náði 386.352 í dag en talið er að raunverulegur fjöldi smitaðra sé enn hærri vegna takmarkaðar skimunar sem fer fram í landinu. Að minnsta kosti rúmlega 200.000 manns eru látnir og hátt í nítján milljónir hafa greinst smitaðar. Sérfræðingar telja að raunverulegu tölurnar gætu verið allt frá fimm til tíu sinnum hærri en þær opinberu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrr í vikunni ráðlagði bandaríska utanríkisráðuneytið borgurum sínum að forðast ferðalög til Indlands og að snúa þaðan sem fyrst ef þeir væru þar staddir.
Bandaríkin Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi. 30. apríl 2021 15:50 Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. 29. apríl 2021 17:32 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi. 30. apríl 2021 15:50
Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. 29. apríl 2021 17:32