Einhverf börn útilokuð í Reykjavík Ólafur Ísleifsson skrifar 2. maí 2021 09:00 Áhyggjufullir foreldrar einhverfs barns sneru sér til mín fyrir skömmu og sýndu mér bréf Reykjavíkurborgar vegna barns sem fætt er árið 2015 og á því að byrja grunnskólagöngu sína í haust. Fyrir liggur niðurstaða Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins um að barninu sé best borgið í sérdeild fyrir einhverfa og þar var sótt um fyrir barnið. Ég sá mig knúinn til að taka málið upp á Alþingi í liðinni viku. Ófullnægjandi og óboðlegt svar Foreldrum barnsins barst svar frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar 21. apríl með eftirfarandi yfirskrift: „Fyrirhuguð synjun umsóknar um skólavist í sérhæfðri sérdeild fyrir einhverfa nemendur.“ Í bréfinu kemur fram að sótt hafi verið um fyrir 38 nemendur í sérdeildum en aðeins átta pláss séu til ráðstöfunar. Einhverfum börnum vísað á dyr Þetta þýðir að af 38 nemendum með einhverfu komist átta að, þ.e. um 21% umsækjenda. Þetta þýðir að hin 80 prósentin, 30 börn, njóta ekki lögbundins réttar um kennslu við sitt hæfi. Ekki ölmusa eða gjafir Stöldrum við. Foreldrar sóttu ekki um ölmusu eða gjafir í þágu barns síns. Þau lögðu fram umsókn um lögvarinn rétt barnsins til að fá kennslu við sitt hæfi. Þeim er svarað með tölfræðilegum upplýsingum sem ekkert erindi eiga til þeirra. Heiðarlegra hefði verið af borgaryfirvöldum að segja beint út að þau skeyti ekki um að mæta börnum sem þurfa skólavist í sérhæfðri sérdeild. Lögvarinn réttur barna skipti þau engu máli ekki frekar en lögboðin skylda sveitarfélagsins til að sjá öllum nemendum grunnskóla kennslu við sitt hæfi. Kaldhæðnislegt má telja að sá sem undirritar bréf borgaryfirvalda ber starfsheitið verkefnastjóri menntunar fyrir alla. Alla? Nei, bréfið staðfestir að svo er ekki. Tilkynning um lögbrot af hálfu borgaryfirvalda Í lögum um grunnskóla segir um rétt nemenda: Allir nemendur grunnskóla eiga rétt á kennslu við sitt hæfií hvetjandi námsumhverfi í viðeigandi húsnæði sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan. Fyrirhuguð synjun um skólavist í sérhæfðri sérdeild fyrir einhverfa nemendur fer í bága við þetta afdráttarlausa ákvæði grunnskólalaga. Með tilvitnuðu ákvæði í lögum um grunnskóla er öllum nemendum grunnskóla tryggður réttur á kennslu við sitt hæfi. Öllum. Samkvæmt lögum um grunnskóla er sú kennsla á ábyrgð og kostnað sveitarfélags þar sem barnið býr, Reykjavíkurborgar í þessu tilfelli. Borgaryfirvöld bregðast lögboðinni skyldu og brjóta gegn lögvörðum rétti barna Reykjavíkurborg hefur enga heimild til að synja barninu um skólavist við sitt hæfi. Reykjavíkurborg ber að lögum að tryggja barninu kennslu við sitt hæfi. Frá þeirri skyldu eru engar undantekningar. Eftirlit í molum? Menntamálaráðuneyti hefur eftirlit með því að sveitarfélög uppfylli þær skyldur sem grunnskólalögin kveða á um. Ráðherra skal á þriggja ára fresti leggja fram á Alþingi skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum landsins. Tilvitnað bréf Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sýnir að brotið er alvarlega gegn rétti einhverfra barna til að njóta kennslu við sitt hæfi. Ráðherra menntamála svari fyrir eftirlitið Menntamálaráðherra verður að gera skýra grein fyrir hvernig staðið er að lögboðnu eftirliti og hvernig sveitarfélög uppfylli þær skyldur sem grunnskólalögin kveða á um. Þá verður ráðherra að gera grein fyrir aðgerðum sem gripið hefur verið til og þeirra aðgerða sem áformuð eru til að ganga eftir því að sveitarfélög ræki lögboðnar skyldur sínar í þessu efni. Eitt er ljóst: Ekki kemur til greina að einhverf börn beri hallann af vanrækslu sveitarfélags eða ráðuneytis gagnvart lögboðnum rétti þeirra til að njóta kennslu við sitt hæfi. Það er á ábyrgð sveitarfélags, í þessu tilfelli borgarstjórnar Reykjavíkur, og undir eftirliti menntamálaráðherra að börnin njóti lögvarins réttar síns til kennslu við sitt hæfi. Lögvarinn réttur barna Einhverft barn á það ekki undir geðþótta sveitarfélags hvort það njóti kennslu við sitt hæfi. Barnið á lögvarinn rétt til þess. Undan þeim rétti á sveitarfélagið enga undankomu. Fyrirlitlegt svar eins og hér hefur verið vitnað til leysir borgina ekki undan þeirri skyldu sem lög leggja á hana um að öll börn eigi rétt á kennslu við sitt hæfi. Aðgengi ekki bara þröskuldar og tröppur Landssamtökin Þroskahjálp starfa undir kjörorðinu Mannréttindi fyrir alla! Í stefnu sinni leggja þau áherslu á að börn með fötlun eigi rétt á þjónustu sérmenntaðs starfsfólks. Kennslan og þjálfun skal ætíð taka mið af þörfum barnsins sjálfs og námskrá aðlöguð einstaklingsbundnum forsendum hvers nemanda. Markmið í námi skulu markviss og mælanleg. Allt skólahúsnæði skal vera aðgengilegt fyrir fatlaða og tryggja þarf að aðstaða fyrir sérstuðning og þjálfun sé þar til staðar. Sérmenntaðir aðilar, svo sem þroskaþjálfar, sjúkraþjálfarar, talmeinafræðingar og iðjuþjálfar, skulu kallaðir til starfa við skólann eftir því sem nauðsyn krefur. Börn greind með einhverfu eða þroskaraskanir þurfa aðgang að rými sem hentar þeim. Aðgengi snýr nefnilega ekki einungis að þröskuldum og tröppum. Ég hefi verið upplýstur um að um 30% grunnskólanema í Reykjavík þurfi aukinn stuðning í námi umfram það sem bekkjarkennari annast. Umfram þá hópa barna sem að ofan er getið má nefna börn með ADHD, lesblindu, hegðunarvanda og kvíða og börn af erlendum uppruna. Einhverfusamtökin Einhverfusamtökin voru stofnuð árið 1977. Starfsemi samtakanna beinist meðal annars að því að bæta þjónustu við einhverfa, standa vörð um lögbundin réttindi þeirra og stuðla að fræðslu um málefni fólks á einhverfurófi. Helstu baráttumál samtakanna hafa verið stytting biðlista eftir greiningu, búsetumál, atvinnumál og skólamál. Tveir forráðamenn samtakanna, þær Sigrún Birgisdóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, birtu athyglisverða grein hér á Vísi 30. apríl sl. um fyrirhugaða synjun borgaryfirvalda við umsókn um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Foreldrar í linnulausri baráttu Foreldrar einhverfra barna hafa í fjölmiðlum lýst reiði sinni og örvæntingu. Viðbrögð þeirra eru skiljanleg. Fjöldi umsókna getur ekki hafa komið borgaryfirvöldum á óvart. Börnin hafa undanfarin ár gengið í leikskóla og vitað er um hin einhverfu börn. Samt eru boðin fram átta pláss en þrjátíu börnum skal úthýst. Foreldrar hafa lýst fyrir mér linnulausri baráttu í þágu barna sinna sem greinst hafa með einhverfu. Foreldrar og aðrir vandamenn eiga ekki að þurfa að standa í baráttu fyrir lögvörðum rétti barna sinna. Ákvæði laga um grunnskóla eru skýr: Allir nemendur grunnskóla eiga rétt á kennslu við sitt hæfi. Allir. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Áhyggjufullir foreldrar einhverfs barns sneru sér til mín fyrir skömmu og sýndu mér bréf Reykjavíkurborgar vegna barns sem fætt er árið 2015 og á því að byrja grunnskólagöngu sína í haust. Fyrir liggur niðurstaða Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins um að barninu sé best borgið í sérdeild fyrir einhverfa og þar var sótt um fyrir barnið. Ég sá mig knúinn til að taka málið upp á Alþingi í liðinni viku. Ófullnægjandi og óboðlegt svar Foreldrum barnsins barst svar frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar 21. apríl með eftirfarandi yfirskrift: „Fyrirhuguð synjun umsóknar um skólavist í sérhæfðri sérdeild fyrir einhverfa nemendur.“ Í bréfinu kemur fram að sótt hafi verið um fyrir 38 nemendur í sérdeildum en aðeins átta pláss séu til ráðstöfunar. Einhverfum börnum vísað á dyr Þetta þýðir að af 38 nemendum með einhverfu komist átta að, þ.e. um 21% umsækjenda. Þetta þýðir að hin 80 prósentin, 30 börn, njóta ekki lögbundins réttar um kennslu við sitt hæfi. Ekki ölmusa eða gjafir Stöldrum við. Foreldrar sóttu ekki um ölmusu eða gjafir í þágu barns síns. Þau lögðu fram umsókn um lögvarinn rétt barnsins til að fá kennslu við sitt hæfi. Þeim er svarað með tölfræðilegum upplýsingum sem ekkert erindi eiga til þeirra. Heiðarlegra hefði verið af borgaryfirvöldum að segja beint út að þau skeyti ekki um að mæta börnum sem þurfa skólavist í sérhæfðri sérdeild. Lögvarinn réttur barna skipti þau engu máli ekki frekar en lögboðin skylda sveitarfélagsins til að sjá öllum nemendum grunnskóla kennslu við sitt hæfi. Kaldhæðnislegt má telja að sá sem undirritar bréf borgaryfirvalda ber starfsheitið verkefnastjóri menntunar fyrir alla. Alla? Nei, bréfið staðfestir að svo er ekki. Tilkynning um lögbrot af hálfu borgaryfirvalda Í lögum um grunnskóla segir um rétt nemenda: Allir nemendur grunnskóla eiga rétt á kennslu við sitt hæfií hvetjandi námsumhverfi í viðeigandi húsnæði sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan. Fyrirhuguð synjun um skólavist í sérhæfðri sérdeild fyrir einhverfa nemendur fer í bága við þetta afdráttarlausa ákvæði grunnskólalaga. Með tilvitnuðu ákvæði í lögum um grunnskóla er öllum nemendum grunnskóla tryggður réttur á kennslu við sitt hæfi. Öllum. Samkvæmt lögum um grunnskóla er sú kennsla á ábyrgð og kostnað sveitarfélags þar sem barnið býr, Reykjavíkurborgar í þessu tilfelli. Borgaryfirvöld bregðast lögboðinni skyldu og brjóta gegn lögvörðum rétti barna Reykjavíkurborg hefur enga heimild til að synja barninu um skólavist við sitt hæfi. Reykjavíkurborg ber að lögum að tryggja barninu kennslu við sitt hæfi. Frá þeirri skyldu eru engar undantekningar. Eftirlit í molum? Menntamálaráðuneyti hefur eftirlit með því að sveitarfélög uppfylli þær skyldur sem grunnskólalögin kveða á um. Ráðherra skal á þriggja ára fresti leggja fram á Alþingi skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum landsins. Tilvitnað bréf Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sýnir að brotið er alvarlega gegn rétti einhverfra barna til að njóta kennslu við sitt hæfi. Ráðherra menntamála svari fyrir eftirlitið Menntamálaráðherra verður að gera skýra grein fyrir hvernig staðið er að lögboðnu eftirliti og hvernig sveitarfélög uppfylli þær skyldur sem grunnskólalögin kveða á um. Þá verður ráðherra að gera grein fyrir aðgerðum sem gripið hefur verið til og þeirra aðgerða sem áformuð eru til að ganga eftir því að sveitarfélög ræki lögboðnar skyldur sínar í þessu efni. Eitt er ljóst: Ekki kemur til greina að einhverf börn beri hallann af vanrækslu sveitarfélags eða ráðuneytis gagnvart lögboðnum rétti þeirra til að njóta kennslu við sitt hæfi. Það er á ábyrgð sveitarfélags, í þessu tilfelli borgarstjórnar Reykjavíkur, og undir eftirliti menntamálaráðherra að börnin njóti lögvarins réttar síns til kennslu við sitt hæfi. Lögvarinn réttur barna Einhverft barn á það ekki undir geðþótta sveitarfélags hvort það njóti kennslu við sitt hæfi. Barnið á lögvarinn rétt til þess. Undan þeim rétti á sveitarfélagið enga undankomu. Fyrirlitlegt svar eins og hér hefur verið vitnað til leysir borgina ekki undan þeirri skyldu sem lög leggja á hana um að öll börn eigi rétt á kennslu við sitt hæfi. Aðgengi ekki bara þröskuldar og tröppur Landssamtökin Þroskahjálp starfa undir kjörorðinu Mannréttindi fyrir alla! Í stefnu sinni leggja þau áherslu á að börn með fötlun eigi rétt á þjónustu sérmenntaðs starfsfólks. Kennslan og þjálfun skal ætíð taka mið af þörfum barnsins sjálfs og námskrá aðlöguð einstaklingsbundnum forsendum hvers nemanda. Markmið í námi skulu markviss og mælanleg. Allt skólahúsnæði skal vera aðgengilegt fyrir fatlaða og tryggja þarf að aðstaða fyrir sérstuðning og þjálfun sé þar til staðar. Sérmenntaðir aðilar, svo sem þroskaþjálfar, sjúkraþjálfarar, talmeinafræðingar og iðjuþjálfar, skulu kallaðir til starfa við skólann eftir því sem nauðsyn krefur. Börn greind með einhverfu eða þroskaraskanir þurfa aðgang að rými sem hentar þeim. Aðgengi snýr nefnilega ekki einungis að þröskuldum og tröppum. Ég hefi verið upplýstur um að um 30% grunnskólanema í Reykjavík þurfi aukinn stuðning í námi umfram það sem bekkjarkennari annast. Umfram þá hópa barna sem að ofan er getið má nefna börn með ADHD, lesblindu, hegðunarvanda og kvíða og börn af erlendum uppruna. Einhverfusamtökin Einhverfusamtökin voru stofnuð árið 1977. Starfsemi samtakanna beinist meðal annars að því að bæta þjónustu við einhverfa, standa vörð um lögbundin réttindi þeirra og stuðla að fræðslu um málefni fólks á einhverfurófi. Helstu baráttumál samtakanna hafa verið stytting biðlista eftir greiningu, búsetumál, atvinnumál og skólamál. Tveir forráðamenn samtakanna, þær Sigrún Birgisdóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, birtu athyglisverða grein hér á Vísi 30. apríl sl. um fyrirhugaða synjun borgaryfirvalda við umsókn um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Foreldrar í linnulausri baráttu Foreldrar einhverfra barna hafa í fjölmiðlum lýst reiði sinni og örvæntingu. Viðbrögð þeirra eru skiljanleg. Fjöldi umsókna getur ekki hafa komið borgaryfirvöldum á óvart. Börnin hafa undanfarin ár gengið í leikskóla og vitað er um hin einhverfu börn. Samt eru boðin fram átta pláss en þrjátíu börnum skal úthýst. Foreldrar hafa lýst fyrir mér linnulausri baráttu í þágu barna sinna sem greinst hafa með einhverfu. Foreldrar og aðrir vandamenn eiga ekki að þurfa að standa í baráttu fyrir lögvörðum rétti barna sinna. Ákvæði laga um grunnskóla eru skýr: Allir nemendur grunnskóla eiga rétt á kennslu við sitt hæfi. Allir. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar