Vonast til að setja nýtt lyf við Covid-19 á markað fyrir lok árs Sylvía Hall skrifar 2. maí 2021 09:09 Albert Bourla (t.h.) er forstjóri Pfizer. Getty/Drew Angerer Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, er bjartsýnn á að nýtt lyf við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum verði komið á markað fyrir lok ársins. Lyfið, sem enn er á tilraunastigi, er í töfluformi og yrði notað þegar fyrstu einkenni gera vart við sig. Þetta sagði Bourla í samtali við CNBC fyrr í vikunni, en hann segist vona að allt gangi að óskum og lyfið komi vel út úr tilraunum. Ef allt gangi eftir og það fái samþykki matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna verði hægt að dreifa því um Bandaríkin undir lok árs. Lyfið tilheyrir flokki lyfja sem kallast próteasahemlar og hefur áhrif á ensím í líkamanum sem vírusinn þarf á að halda til þess að fjölga sér í frumum líkamans. Tilraunir með lyfið hófust í mars síðastliðnum, en próteasahemlar hafa einnig verið notaðir til þess að meðhöndla aðra veirusjúkdóma á borð við HIV og lifrarbólgu C. Á vef CNBC segir að sérfræðingar fagni því að slíkt lyf sé í vinnslu, þar sem það gæti skipt sköpum í baráttunni við veiruna. Fólk sem hefði smitast gæti því nálgast lyfið án þess að þurfa að leita á sjúkrahús. Samhliða þessu vinnur Pfizer nú að þróun bóluefnis fyrir börn á aldrinum sex mánaða til ellefu ára, en slíkt hefur verið talið nauðsynlegt til þess að binda enda á faraldurinn. Fyrirtækið sendi beiðni til matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna í síðasta mánuði um að heimila notkun fyrra bóluefnis fyrir unglinga á aldrinum tólf til fimmtán ára eftir að rannsókn sýndi fram á 100 prósent virkni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Mæla með að bóluefni Moderna fái neyðarheimild Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur mælt með því að bóluefni Moderna gegn kórónuveirunni fái neyðarheimild til notkunar. Moderna hefur sagst ætla að stórauka framleiðslugetu sína þannig að fyrirtækið geti framleitt allt að þrjá milljarða skammta á næsta ári. 30. apríl 2021 23:47 Jansen líklega fyrir þá sem erfitt er að ná aftur í bólusetningu Notkun bóluefnis frá framleiðandanum Jansen hefur verið samþykkt hér á landi og má búast við að í næstu viku verði þeir fyrstu bólusettir með efninu frá bandaríska fyrirtækinu Johnson & Johnson. 22. apríl 2021 14:30 Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. 17. apríl 2021 14:31 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Þetta sagði Bourla í samtali við CNBC fyrr í vikunni, en hann segist vona að allt gangi að óskum og lyfið komi vel út úr tilraunum. Ef allt gangi eftir og það fái samþykki matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna verði hægt að dreifa því um Bandaríkin undir lok árs. Lyfið tilheyrir flokki lyfja sem kallast próteasahemlar og hefur áhrif á ensím í líkamanum sem vírusinn þarf á að halda til þess að fjölga sér í frumum líkamans. Tilraunir með lyfið hófust í mars síðastliðnum, en próteasahemlar hafa einnig verið notaðir til þess að meðhöndla aðra veirusjúkdóma á borð við HIV og lifrarbólgu C. Á vef CNBC segir að sérfræðingar fagni því að slíkt lyf sé í vinnslu, þar sem það gæti skipt sköpum í baráttunni við veiruna. Fólk sem hefði smitast gæti því nálgast lyfið án þess að þurfa að leita á sjúkrahús. Samhliða þessu vinnur Pfizer nú að þróun bóluefnis fyrir börn á aldrinum sex mánaða til ellefu ára, en slíkt hefur verið talið nauðsynlegt til þess að binda enda á faraldurinn. Fyrirtækið sendi beiðni til matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna í síðasta mánuði um að heimila notkun fyrra bóluefnis fyrir unglinga á aldrinum tólf til fimmtán ára eftir að rannsókn sýndi fram á 100 prósent virkni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Mæla með að bóluefni Moderna fái neyðarheimild Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur mælt með því að bóluefni Moderna gegn kórónuveirunni fái neyðarheimild til notkunar. Moderna hefur sagst ætla að stórauka framleiðslugetu sína þannig að fyrirtækið geti framleitt allt að þrjá milljarða skammta á næsta ári. 30. apríl 2021 23:47 Jansen líklega fyrir þá sem erfitt er að ná aftur í bólusetningu Notkun bóluefnis frá framleiðandanum Jansen hefur verið samþykkt hér á landi og má búast við að í næstu viku verði þeir fyrstu bólusettir með efninu frá bandaríska fyrirtækinu Johnson & Johnson. 22. apríl 2021 14:30 Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. 17. apríl 2021 14:31 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Mæla með að bóluefni Moderna fái neyðarheimild Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur mælt með því að bóluefni Moderna gegn kórónuveirunni fái neyðarheimild til notkunar. Moderna hefur sagst ætla að stórauka framleiðslugetu sína þannig að fyrirtækið geti framleitt allt að þrjá milljarða skammta á næsta ári. 30. apríl 2021 23:47
Jansen líklega fyrir þá sem erfitt er að ná aftur í bólusetningu Notkun bóluefnis frá framleiðandanum Jansen hefur verið samþykkt hér á landi og má búast við að í næstu viku verði þeir fyrstu bólusettir með efninu frá bandaríska fyrirtækinu Johnson & Johnson. 22. apríl 2021 14:30
Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. 17. apríl 2021 14:31