Bólusettu túristarnir eru lentir Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2021 12:33 Flugvél Delta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í morgun. Vísir/Sigurjón Flugvél full af bólusettum ferðamönnum frá Bandaríkjunum lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun. Koma flugvélarinnar markar upphaf ferðamannasumarsins á Íslandi, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Átta flugvélar eru á áætlun til lendingar á Keflavíkurflugvelli í dag. Sú fyrsta, á vegum bandaríska flugfélagsins Delta, lenti á áttunda tímanum í morgun frá New York. Um hundrað og þrjátíu farþegar voru um borð, ýmist bólusettir gegn Covid eða með mótefni. Fréttastofa hitti Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Hann segir komu Delta-vélarinnar marka ákveðin tímamót í kórónuveirufaraldrinum. „Þessi vél er kannski fyrsta vélin sem er aðallega að koma með „detikeraða“ ferðamenn, það er allur munurinn, sem sýnir að ferðamannasumarið er kannski að hefjast núna,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór á Keflavíkurflugvelli í morgun.Vísir/Sigurjón „Sá fjöldi véla sem er að koma núna þessa helgi og næstu daga sýnir það að þetta er aðeins að breytast núna inn í sumarið hjá okkur. Þetta eru kannski fyrstu merki um að landið sé að rísa, ekki bara í ferðaþjónustunni, heldur út úr þessum faraldri.“ Ferðamannastaumurinn muni vonandi byrja að aukast í maí og svo talsvert meira í júní. „Til að byrja með verður þetta væntanlega aðallega bólusettir Bandaríkjamenn og þeir sem geta framvísað vottorðum frá Bandaríkjunum og Bretlandi, sem verða fyrstu alvöru túristarnir á landinu. En við munum þurfa að bíða væntanlega heldur lengur eftir fólki frá meginlandi Evrópu.“ Farþegar úr Delta-flugvélinni framvísa tilskildum skjölum við komu í morgun.Vísir/Sigurjón Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugfélögin sem boða komu sína í sumar Von er á allt að tuttugu flugfélögum með áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að fyrsta júlí ætti að vera orðið nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi. 30. apríl 2021 20:31 Ekki hægt að nýta ferðagjöfina í flugmiða til útlanda Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar býst við því að Íslendingar ferðist mest innanlands í sumar. Utanlandsferðir gætu svo færst í aukana eftir því sem fleiri eru bólusettir. Ekki er hægt að nýta ferðagjöf stjórnvalda til að kaupa flugmiða til útlanda. 1. maí 2021 18:27 Bæta við þriðja sóttkvíarhótelinu á morgun þar sem hin eru að fyllast Gert er ráð fyrir að nýtt sóttkvíarhótel verði tekið í notkun á höfuðborgarsvæðinu á morgun, til viðbótar við þau tvö sem fyrir eru. Að óbreyttu er útlit fyrir að þau hótel sem þegar eru í notkun fyllist á morgun eða hinn í ljósi þess að von er á þremur áætlunarferðum frá skilgreindum áhættusvæðum til landsins í dag og öðrum þremur á morgun. 1. maí 2021 16:51 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Sjá meira
Átta flugvélar eru á áætlun til lendingar á Keflavíkurflugvelli í dag. Sú fyrsta, á vegum bandaríska flugfélagsins Delta, lenti á áttunda tímanum í morgun frá New York. Um hundrað og þrjátíu farþegar voru um borð, ýmist bólusettir gegn Covid eða með mótefni. Fréttastofa hitti Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Hann segir komu Delta-vélarinnar marka ákveðin tímamót í kórónuveirufaraldrinum. „Þessi vél er kannski fyrsta vélin sem er aðallega að koma með „detikeraða“ ferðamenn, það er allur munurinn, sem sýnir að ferðamannasumarið er kannski að hefjast núna,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór á Keflavíkurflugvelli í morgun.Vísir/Sigurjón „Sá fjöldi véla sem er að koma núna þessa helgi og næstu daga sýnir það að þetta er aðeins að breytast núna inn í sumarið hjá okkur. Þetta eru kannski fyrstu merki um að landið sé að rísa, ekki bara í ferðaþjónustunni, heldur út úr þessum faraldri.“ Ferðamannastaumurinn muni vonandi byrja að aukast í maí og svo talsvert meira í júní. „Til að byrja með verður þetta væntanlega aðallega bólusettir Bandaríkjamenn og þeir sem geta framvísað vottorðum frá Bandaríkjunum og Bretlandi, sem verða fyrstu alvöru túristarnir á landinu. En við munum þurfa að bíða væntanlega heldur lengur eftir fólki frá meginlandi Evrópu.“ Farþegar úr Delta-flugvélinni framvísa tilskildum skjölum við komu í morgun.Vísir/Sigurjón
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugfélögin sem boða komu sína í sumar Von er á allt að tuttugu flugfélögum með áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að fyrsta júlí ætti að vera orðið nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi. 30. apríl 2021 20:31 Ekki hægt að nýta ferðagjöfina í flugmiða til útlanda Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar býst við því að Íslendingar ferðist mest innanlands í sumar. Utanlandsferðir gætu svo færst í aukana eftir því sem fleiri eru bólusettir. Ekki er hægt að nýta ferðagjöf stjórnvalda til að kaupa flugmiða til útlanda. 1. maí 2021 18:27 Bæta við þriðja sóttkvíarhótelinu á morgun þar sem hin eru að fyllast Gert er ráð fyrir að nýtt sóttkvíarhótel verði tekið í notkun á höfuðborgarsvæðinu á morgun, til viðbótar við þau tvö sem fyrir eru. Að óbreyttu er útlit fyrir að þau hótel sem þegar eru í notkun fyllist á morgun eða hinn í ljósi þess að von er á þremur áætlunarferðum frá skilgreindum áhættusvæðum til landsins í dag og öðrum þremur á morgun. 1. maí 2021 16:51 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Sjá meira
Flugfélögin sem boða komu sína í sumar Von er á allt að tuttugu flugfélögum með áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að fyrsta júlí ætti að vera orðið nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi. 30. apríl 2021 20:31
Ekki hægt að nýta ferðagjöfina í flugmiða til útlanda Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar býst við því að Íslendingar ferðist mest innanlands í sumar. Utanlandsferðir gætu svo færst í aukana eftir því sem fleiri eru bólusettir. Ekki er hægt að nýta ferðagjöf stjórnvalda til að kaupa flugmiða til útlanda. 1. maí 2021 18:27
Bæta við þriðja sóttkvíarhótelinu á morgun þar sem hin eru að fyllast Gert er ráð fyrir að nýtt sóttkvíarhótel verði tekið í notkun á höfuðborgarsvæðinu á morgun, til viðbótar við þau tvö sem fyrir eru. Að óbreyttu er útlit fyrir að þau hótel sem þegar eru í notkun fyllist á morgun eða hinn í ljósi þess að von er á þremur áætlunarferðum frá skilgreindum áhættusvæðum til landsins í dag og öðrum þremur á morgun. 1. maí 2021 16:51