Eiga yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að snúa heim frá Indlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2021 09:59 Ástralar geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og allt að fimm ára fangelsisvist fyrir að snúa heim frá Indlandi. Getty/James D. Morgan Yfirvöld í Ástralíu hafa boðað algert bann við ferðum frá Indlandi til Ástralíu frá og með deginum í dag. Allir Ástralar sem hyggjast ferðast heim frá Indlandi geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og allt að fimm ár í fangelsi. Gagnrýnendur segja ferðabannið rasískt og mannréttindabrot. Kórónuveirufaraldurinn hefur náð hæstu hæðum í Indlandi og ástandið er mjög alvarlegt. Yfirvöld í Canberra hafa bannað öll flug frá Indlandi og gildir bannið til 15. maí næstkomandi. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, segir bannið ekki rasískt. Breska ríkisútvarpið greinir frá. „Ríkisstjórnin var borin sömu ásökunum fyrir rúmu ári síðan þegar við lokuðum fyrir ferðalög frá meginlandi Kína,“ sagði hann í viðtali á útvarpsstöðinni 2GB. „Pólitík eða hugmyndafræði ræður ekki för í heimsfaraldri… þetta hefur ekkert með pólitík að gera, þetta er veira,“ sagði hann í viðtalinu. Þetta er fyrsta skiptið sem Ástralar hafa sætt refsingu fyrir að snúa aftur til landsins. Talið er að um níu þúsund Ástralar séu staddir á Indlandi þessa stundina. Sex hundruð þeirra eru taldir í áhættuhópi vegna kórónuveirunnar. Ríkisstjórnin segir aðgerðirnar, sem voru kynntar á laugardaginn, vera byggðar á tilmælum sóttvarnayfirvalda og miðaðar að því að vernda samfélagið. Kórónuveirufaraldurinn hefur eins og segir verið á mikilli uppleið á Indlandi og hafa meira en 300 þúsund greinst á hverjum degi síðustu tíu daga. Yfirvöld í Ástralíu segja að flest smita sem greinst hafi í Ástralíu undanfarnar tvær vikur megi rekja til fólks sem hafi snúið heim til Ástralíu frá Indlandi. Marise Payne, utanríkisráðherra Ástralíu, segir að 57 prósent smita sem greinst hafi á landamærum séu meðal fólks sem ferðast hafi frá Indlandi. Það sé 10 prósent hækkun frá því í mars. Ástralía Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14 Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32 Takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi í næstu viku. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er sögð hafa mælt með aðgerðunum til að koma í veg fyrir að smit berist til Bandaríkjanna. 30. apríl 2021 18:45 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn hefur náð hæstu hæðum í Indlandi og ástandið er mjög alvarlegt. Yfirvöld í Canberra hafa bannað öll flug frá Indlandi og gildir bannið til 15. maí næstkomandi. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, segir bannið ekki rasískt. Breska ríkisútvarpið greinir frá. „Ríkisstjórnin var borin sömu ásökunum fyrir rúmu ári síðan þegar við lokuðum fyrir ferðalög frá meginlandi Kína,“ sagði hann í viðtali á útvarpsstöðinni 2GB. „Pólitík eða hugmyndafræði ræður ekki för í heimsfaraldri… þetta hefur ekkert með pólitík að gera, þetta er veira,“ sagði hann í viðtalinu. Þetta er fyrsta skiptið sem Ástralar hafa sætt refsingu fyrir að snúa aftur til landsins. Talið er að um níu þúsund Ástralar séu staddir á Indlandi þessa stundina. Sex hundruð þeirra eru taldir í áhættuhópi vegna kórónuveirunnar. Ríkisstjórnin segir aðgerðirnar, sem voru kynntar á laugardaginn, vera byggðar á tilmælum sóttvarnayfirvalda og miðaðar að því að vernda samfélagið. Kórónuveirufaraldurinn hefur eins og segir verið á mikilli uppleið á Indlandi og hafa meira en 300 þúsund greinst á hverjum degi síðustu tíu daga. Yfirvöld í Ástralíu segja að flest smita sem greinst hafi í Ástralíu undanfarnar tvær vikur megi rekja til fólks sem hafi snúið heim til Ástralíu frá Indlandi. Marise Payne, utanríkisráðherra Ástralíu, segir að 57 prósent smita sem greinst hafi á landamærum séu meðal fólks sem ferðast hafi frá Indlandi. Það sé 10 prósent hækkun frá því í mars.
Ástralía Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14 Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32 Takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi í næstu viku. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er sögð hafa mælt með aðgerðunum til að koma í veg fyrir að smit berist til Bandaríkjanna. 30. apríl 2021 18:45 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14
Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32
Takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi í næstu viku. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er sögð hafa mælt með aðgerðunum til að koma í veg fyrir að smit berist til Bandaríkjanna. 30. apríl 2021 18:45