Anníe Mist og Björgvin Karl þau einu sem væru inn á leikunum ef miðað væri við átta manna úrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir fer hér fyrir íslenska hópnum á heimsleikunum fyrir nokkrum árum. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit fólkið sem er komið áfram í undanúrslitamótin fyrir heimsleikana í CrossFit þurfa að gera enn betur en í átta manna úrslitunum ef þau ætla að komast á leikana. Undanúrslitamótin fara fram í júnímánuði og íslenska CrossFit fólkið þar af vinna sér þátttökurétt í gegnum mótin tvö sem fara fram í Evrópu. Mótin í Hollandi og Þýskalandi eru samt bæði netmót og því getur okkar fólki gert æfingarnar í sínum stöðvum. CrossFit samtökin settu upp átta manna úrslitin sem álfukeppnir en sextíu efstu frá Evrópu komust sem dæmi áfram bæði í karla- og kvennaflokki. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Til að hita upp fyrir undanúrslitin þá hafa CrossFit samtökin nú tekið það saman hvar hver hefði endað í samanburði við alla aðra í heiminum. Ísland á sjö flotta fulltrúa á undanúrslitamótunum en aðeins tvö þeirra enduðu með fjörutíu efstu. Það verða einmitt 40 karlar og 40 konur sem fá keppnisrétt á heimsleikunum í Madison í Wisconsin fylki í ágúst. Björgvin Karl Guðmundsson varð í 36. sæti yfir allan heiminn en hann endaði í fimmta sæti í Evrópu. Anníe Mist Þórisdóttir varð í 39. sæti yfir allan heiminn en hún endaði í níunda sæti í Evrópu. Katrín Tanja Davíðsdóttir endaði númer ellefu í Evrópu en það dugði henni bara í 47. sæti á heimsvísu. Hin sem komust áfram í undanúrslitin frá Íslandi eru Haraldur Holgersson, Þröstur Ólason, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Hér fyrir neðan má sjá frétt á Instagram síðu heimsleikanna í CrossFit um hvernig þetta hefði endað hefði verð raðað eftir heimsvísu en ekki eftir einstökum álfum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Heimsmeistarinn óstöðvandi Tia Clair Toomey-Orr hefði að sjálfsögðu endað í fyrsta sæti og landa hennar Kara Saunders varð önnur en þær tvær höfðu nokkra yfirburði. Þriðja var síðan Ungverjinn Laura Horváth sem varð efst í Evrópu. Anníe Mist og Kara Saunders eiga það sameiginlegt að vera nýlega orðnar mömmur sem gerir árangur þeirra enn eftirtektarverðari í þessari mjög svo líkamlega krefjandi íþrótt. Kara Saunders er á sínu öðru ári eftir barnsburð en Anníe Mist eignaðist stelpuna sína í ágúst síðastliðnum. Hjá körlunum varð Bandaríkjamaðurinn Travis Mayer efstur en hann varð á undan landa sínum Scott Panchik og Kanadamanninum Jeffrey Adler. Efsti Evrópumaðurinn var Bretinn Reggie Fasa sem náði fimmtánda besta árangrinum á heimsvísu. CrossFit Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
Undanúrslitamótin fara fram í júnímánuði og íslenska CrossFit fólkið þar af vinna sér þátttökurétt í gegnum mótin tvö sem fara fram í Evrópu. Mótin í Hollandi og Þýskalandi eru samt bæði netmót og því getur okkar fólki gert æfingarnar í sínum stöðvum. CrossFit samtökin settu upp átta manna úrslitin sem álfukeppnir en sextíu efstu frá Evrópu komust sem dæmi áfram bæði í karla- og kvennaflokki. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Til að hita upp fyrir undanúrslitin þá hafa CrossFit samtökin nú tekið það saman hvar hver hefði endað í samanburði við alla aðra í heiminum. Ísland á sjö flotta fulltrúa á undanúrslitamótunum en aðeins tvö þeirra enduðu með fjörutíu efstu. Það verða einmitt 40 karlar og 40 konur sem fá keppnisrétt á heimsleikunum í Madison í Wisconsin fylki í ágúst. Björgvin Karl Guðmundsson varð í 36. sæti yfir allan heiminn en hann endaði í fimmta sæti í Evrópu. Anníe Mist Þórisdóttir varð í 39. sæti yfir allan heiminn en hún endaði í níunda sæti í Evrópu. Katrín Tanja Davíðsdóttir endaði númer ellefu í Evrópu en það dugði henni bara í 47. sæti á heimsvísu. Hin sem komust áfram í undanúrslitin frá Íslandi eru Haraldur Holgersson, Þröstur Ólason, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Hér fyrir neðan má sjá frétt á Instagram síðu heimsleikanna í CrossFit um hvernig þetta hefði endað hefði verð raðað eftir heimsvísu en ekki eftir einstökum álfum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Heimsmeistarinn óstöðvandi Tia Clair Toomey-Orr hefði að sjálfsögðu endað í fyrsta sæti og landa hennar Kara Saunders varð önnur en þær tvær höfðu nokkra yfirburði. Þriðja var síðan Ungverjinn Laura Horváth sem varð efst í Evrópu. Anníe Mist og Kara Saunders eiga það sameiginlegt að vera nýlega orðnar mömmur sem gerir árangur þeirra enn eftirtektarverðari í þessari mjög svo líkamlega krefjandi íþrótt. Kara Saunders er á sínu öðru ári eftir barnsburð en Anníe Mist eignaðist stelpuna sína í ágúst síðastliðnum. Hjá körlunum varð Bandaríkjamaðurinn Travis Mayer efstur en hann varð á undan landa sínum Scott Panchik og Kanadamanninum Jeffrey Adler. Efsti Evrópumaðurinn var Bretinn Reggie Fasa sem náði fimmtánda besta árangrinum á heimsvísu.
CrossFit Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira