Sögðu sæta sögu af Söru frá því að hún vann Filthy 150 mótið á Írlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2021 08:30 Sara Sigmundsdóttir heillar alla upp úr skónum hvert sem hún fer hvort sem er með keppniskapi sínu eða vingjarnlegu viðmóti. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir er tilbúin að gefa af sér, bæði í keppni en líka eftir keppni. Sara er ein allra vinsælasta CrossFit kona heims og það er engin tilviljun. Ein af ástæðunum kom fram í spjalli Söru Sigmundsdóttur í hlaðvarpsþættinum Walk Le Mile. Það fór ekkert á milli mála að umsjónarmenn þáttarins Michele Letendre og Greg Lanctot eru aðdáendur Söru enda ekki annað en að hrífast af keppnisskapi og jákvæðni Suðurnesjakonunnar. Þátturinn byrjaði á einstakri sögu sem Greg Lanctot sagði af Söru þegar hún var að keppa á Filthy 150 mótinu á Írlandi árið 2019 en með sigri þar tryggði hún sér sér farseðil á heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Filthy150 (@filthy150) Sara vann þarna glæsilegan sigur sem hafði auðvitað verið efni í heilan þátt en til umfjöllunar var það sem Sara gerði eftir keppnina. CrossFit áhugafólk á Írlandi fjölmennti á mótið og það var mikil stemmning á pöllunum. Sara heillaði alla upp úr skónum og það vildu allir sjá hana stíga upp á pall og fá verðlaunin. Það fór því enginn eftir að keppninni var lokið. Sara hafði þarna lokið erfiðri keppnishelgi þar sem hart var tekist á. Greg er það mjög minnisstætt að Sara gaf sér tíma með öllum sem vildu fá mynd eða eiginhandaráritun. Sara sinnti öllum sem vildu fá mynd eða áritun og eyddi líklega meiri en klukkutíma með aðdáendum sínum. Slíkt er allt annað en sjálfsagt hjá stórstjörnu eins og Söru sem hafði auk þess nýlokið þriggja daga harðri keppni. Hún var samt ekkert nema brosið og almennilegheitin og stækkaði um leið aðdáendahópinn sinn enn meira. Greg spurði Söru út í þessa stund í Dublin í þættinum. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að svarið var hundrað prósent Sara. „Ég hafði aldrei séð svona áður á móti sem þessu því hver einn og einasti fékk sinn tíma með þér og þetta tók þig örugglega meira en klukkutíma eða jafnvel einn og hálfan klukkutíma eftir keppni,“ sagði Greg Lanctot. „Ég lít á þetta þannig að það eru allir að hvetja mig áfram þegar ég er að keppa og hjálpa mér. Mér finnst þetta það minnsta sem ég get gert fyrir þau í staðinn. Ég þarf hvort sem er ekki að fara neitt eftir keppni. Það minnsta sem ég get gert að ganga milli áhorfendanna og ég fær að hitta nýtt fólk og taka af okkur myndir saman. Það er gaman fyrir mig að gleðja þá,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Walk Le Mile (@walklemile) CrossFit Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Sara er ein allra vinsælasta CrossFit kona heims og það er engin tilviljun. Ein af ástæðunum kom fram í spjalli Söru Sigmundsdóttur í hlaðvarpsþættinum Walk Le Mile. Það fór ekkert á milli mála að umsjónarmenn þáttarins Michele Letendre og Greg Lanctot eru aðdáendur Söru enda ekki annað en að hrífast af keppnisskapi og jákvæðni Suðurnesjakonunnar. Þátturinn byrjaði á einstakri sögu sem Greg Lanctot sagði af Söru þegar hún var að keppa á Filthy 150 mótinu á Írlandi árið 2019 en með sigri þar tryggði hún sér sér farseðil á heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Filthy150 (@filthy150) Sara vann þarna glæsilegan sigur sem hafði auðvitað verið efni í heilan þátt en til umfjöllunar var það sem Sara gerði eftir keppnina. CrossFit áhugafólk á Írlandi fjölmennti á mótið og það var mikil stemmning á pöllunum. Sara heillaði alla upp úr skónum og það vildu allir sjá hana stíga upp á pall og fá verðlaunin. Það fór því enginn eftir að keppninni var lokið. Sara hafði þarna lokið erfiðri keppnishelgi þar sem hart var tekist á. Greg er það mjög minnisstætt að Sara gaf sér tíma með öllum sem vildu fá mynd eða eiginhandaráritun. Sara sinnti öllum sem vildu fá mynd eða áritun og eyddi líklega meiri en klukkutíma með aðdáendum sínum. Slíkt er allt annað en sjálfsagt hjá stórstjörnu eins og Söru sem hafði auk þess nýlokið þriggja daga harðri keppni. Hún var samt ekkert nema brosið og almennilegheitin og stækkaði um leið aðdáendahópinn sinn enn meira. Greg spurði Söru út í þessa stund í Dublin í þættinum. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að svarið var hundrað prósent Sara. „Ég hafði aldrei séð svona áður á móti sem þessu því hver einn og einasti fékk sinn tíma með þér og þetta tók þig örugglega meira en klukkutíma eða jafnvel einn og hálfan klukkutíma eftir keppni,“ sagði Greg Lanctot. „Ég lít á þetta þannig að það eru allir að hvetja mig áfram þegar ég er að keppa og hjálpa mér. Mér finnst þetta það minnsta sem ég get gert fyrir þau í staðinn. Ég þarf hvort sem er ekki að fara neitt eftir keppni. Það minnsta sem ég get gert að ganga milli áhorfendanna og ég fær að hitta nýtt fólk og taka af okkur myndir saman. Það er gaman fyrir mig að gleðja þá,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Walk Le Mile (@walklemile)
CrossFit Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira