„Þráhyggja Viðreisnar“ Daði Már Kristófersson skrifar 6. maí 2021 12:02 Svo hljóðar yfirskrift leiðara í því ágæta málgagni Morgunblaðinu. Þar er kvartað yfir því að Viðreisn haldi á lofti kröfu sinnu um að þjóðin ákveði framtíðarstefnu í Evrópumálum. Í mínum huga er Morgunblaðið þarna, skiljanlega, að rugla með hugtök. Það sem Morgunblaðið kallar þráhyggju er í raun þær hugsjónir sem Viðreisn byggir á – almannahagsmunir umfram sérhagsmuni. Hvers vegna teljum við mikilvægt að almannahagsmunir séu teknir fram yfir sérhagsmuni? Hver vegna erum við á móti ótímabundinni úthlutun kvóta og stöðnuðu landbúnaðarkerfi. Hvers vegna berjumst við fyrir stöðugri gjaldmiðli? Hvers vegna viljum við að ríkið leiti hagkvæmustu leiða í að reka velferðarkerfið? Hvers vegna viljum við að almenningur í landinu fái að ákveða framtíð samskipta við Evrópuþjóðir? Ástæðan er einföld. Við teljum að þarna séu dæmi um eftirgjöf við sérhagsmunaöfl á kostnað hagsmuna almennings. Sterkir hagmunir fárra Stjórnmál eru viðkvæm fyrir sérhagsmunum. Þegar sérhagsmunahópar sjá tækifæri til að breyta reglum sér í hag eru þeir tilbúnir að verja til þess umtalsverðum verðmætum. Þó samanlagðir hagmunir almennings séu stærri, eru hagmunir hvers og eins ekki nægilega stórir til að almenningur taki til varna. Stjórnmálamenn falla í kjölfarið fyrir málflutningi sérhagsmunaaflanna. Þetta er ekki sér íslenskt fyrirbæri, heldur alþjóðlegt. Til er heil fræðigrein um þetta fyrirbæri – svokölluð almannavalsfræði. Hugsjónafólk þarf að berjast á móti. Sérhagsmunagæsla leiðir til sóunar Þjónkun við sérhagsmunahópa er dýrkeypt fyrir samfélagið. Þeim verðmætum sem sérhagsmunahóparnir verja til að öðlast og viðhalda sérhagsmununum er sóað. Dæmi um slíkan kostnað er rekstur áróðurstækja eins og fjölmiðla, rekstur hagsmunasamtaka, þrýstingur á stjórnmálamenn, greiðslur til stjórnmálaflokka og grimmd í baráttu við meinta andstæðinga, eins og seðlabankastjóri benti nýverið á. Því stærri sem hagsmunirnir eru því meiri verður sóunin. Hinn duldi kostnaður sérhagsmuna Ekki minna áhyggjuefni er hinn duldi kostnaður þess að láta eftir sérhagsmunum. Hann felst í þeim glötuðu tækifærum sem ekki urðu vegna þess að snjallt fólk með góðar hugmyndir fékk aldrei tækifæri til að hrinda þeim í framkvæmd. Það tilheyrði ekki sérhagsmunahópnum. Snillinga framtíðarinnar, einstaklingana með frábæru hugmyndirnar sem munu koma okkur öllum til góða, er að finna meðal æskunnar. Ætlum við að takmarka tækifæri þeirra með því að loka fyrir þeim möguleikum til að hrinda þeim í framkvæmd? Vona að einungis afkomendur sægreifa fái góðar hugmyndir um nýtingu auðlinda hafsins? Vona að krónan haldist stöðug svo snilldar hugmyndir í nýsköpun verði framkvæmdar? Vona að einokunarfyrirtæki misnoti ekki aðstöðu sína? Svar Viðreisnar við þessum spurningum er nei. Stöðugt þarf að berjast fyrir hagsmunum almennings gagnvart sérhagsmunum. Því meira sem gefið er eftir gagnvart þeim því minni verða tækifæri framtíðarinnar. Þessi barátta er vissulega þráhyggja Viðreisnar. Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Utanríkismál Alþingi Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Svo hljóðar yfirskrift leiðara í því ágæta málgagni Morgunblaðinu. Þar er kvartað yfir því að Viðreisn haldi á lofti kröfu sinnu um að þjóðin ákveði framtíðarstefnu í Evrópumálum. Í mínum huga er Morgunblaðið þarna, skiljanlega, að rugla með hugtök. Það sem Morgunblaðið kallar þráhyggju er í raun þær hugsjónir sem Viðreisn byggir á – almannahagsmunir umfram sérhagsmuni. Hvers vegna teljum við mikilvægt að almannahagsmunir séu teknir fram yfir sérhagsmuni? Hver vegna erum við á móti ótímabundinni úthlutun kvóta og stöðnuðu landbúnaðarkerfi. Hvers vegna berjumst við fyrir stöðugri gjaldmiðli? Hvers vegna viljum við að ríkið leiti hagkvæmustu leiða í að reka velferðarkerfið? Hvers vegna viljum við að almenningur í landinu fái að ákveða framtíð samskipta við Evrópuþjóðir? Ástæðan er einföld. Við teljum að þarna séu dæmi um eftirgjöf við sérhagsmunaöfl á kostnað hagsmuna almennings. Sterkir hagmunir fárra Stjórnmál eru viðkvæm fyrir sérhagsmunum. Þegar sérhagsmunahópar sjá tækifæri til að breyta reglum sér í hag eru þeir tilbúnir að verja til þess umtalsverðum verðmætum. Þó samanlagðir hagmunir almennings séu stærri, eru hagmunir hvers og eins ekki nægilega stórir til að almenningur taki til varna. Stjórnmálamenn falla í kjölfarið fyrir málflutningi sérhagsmunaaflanna. Þetta er ekki sér íslenskt fyrirbæri, heldur alþjóðlegt. Til er heil fræðigrein um þetta fyrirbæri – svokölluð almannavalsfræði. Hugsjónafólk þarf að berjast á móti. Sérhagsmunagæsla leiðir til sóunar Þjónkun við sérhagsmunahópa er dýrkeypt fyrir samfélagið. Þeim verðmætum sem sérhagsmunahóparnir verja til að öðlast og viðhalda sérhagsmununum er sóað. Dæmi um slíkan kostnað er rekstur áróðurstækja eins og fjölmiðla, rekstur hagsmunasamtaka, þrýstingur á stjórnmálamenn, greiðslur til stjórnmálaflokka og grimmd í baráttu við meinta andstæðinga, eins og seðlabankastjóri benti nýverið á. Því stærri sem hagsmunirnir eru því meiri verður sóunin. Hinn duldi kostnaður sérhagsmuna Ekki minna áhyggjuefni er hinn duldi kostnaður þess að láta eftir sérhagsmunum. Hann felst í þeim glötuðu tækifærum sem ekki urðu vegna þess að snjallt fólk með góðar hugmyndir fékk aldrei tækifæri til að hrinda þeim í framkvæmd. Það tilheyrði ekki sérhagsmunahópnum. Snillinga framtíðarinnar, einstaklingana með frábæru hugmyndirnar sem munu koma okkur öllum til góða, er að finna meðal æskunnar. Ætlum við að takmarka tækifæri þeirra með því að loka fyrir þeim möguleikum til að hrinda þeim í framkvæmd? Vona að einungis afkomendur sægreifa fái góðar hugmyndir um nýtingu auðlinda hafsins? Vona að krónan haldist stöðug svo snilldar hugmyndir í nýsköpun verði framkvæmdar? Vona að einokunarfyrirtæki misnoti ekki aðstöðu sína? Svar Viðreisnar við þessum spurningum er nei. Stöðugt þarf að berjast fyrir hagsmunum almennings gagnvart sérhagsmunum. Því meira sem gefið er eftir gagnvart þeim því minni verða tækifæri framtíðarinnar. Þessi barátta er vissulega þráhyggja Viðreisnar. Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar