#MeToo - ég gerði það líka Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 7. maí 2021 13:30 Önnur bylgja af #MeToo hófst í gær hér á Íslandi. Ég vona að þessi bylgja verði til þess að gerendur fari að nota myllumerkið #MeToo til að segja “ég gerði það líka”. Ég hef verið mikil talskona þess að við sem samfélag sköpum pláss fyrir gerendur til að stíga fram og taka ábyrgð á gjörðum sínum. Með því erum við ekki að fara að veita þeim bikar eða verðlaun, eða kalla þá hetjur. Við getum samt vonandi sleppt því að skrímslavæða þá, því það hefur ekki verið að skila neinum ávinningi í þessum málaflokki. Ég þekki sjálf gerendur persónulega sem hafa játað og tekið ábyrgð á gjörðum sínum á sl. árum í kjölfar bæði #þöggun-byltingar árið 2015 sem kennd er við Beautytips og svo líka í #MeToo byltingunni árið 2017. Fyrir vikið get ég líka sagt ykkur að fullyrðingin “Þöggun er besti vinur ofbeldismannsins” á ekki alltaf við. Hún getur líka verið óvinur hans. Óvinur okkar allra. Þessi mál liggja mjög þungt á mér þessa dagana, eðlilega. Allt í kringum mig eru mjög triggeraðir þolendur sem eiga eftir að vinna úr áföllum sínum eða jafnvel ávarpa þau. Ástæðan fyrir því að margar konur hafa ekki burði til að ávarpa þessi áföll er að stórum hluta til viðbrögð samfélaga við áföllum á borð við ofbeldi. Andúð á ofbeldisbrotum er oft beint ranglega að þeim sem hefur máls á þeim, þeim sem segir frá. Við búum í samfélagi þar sem gerendur ofbeldis eru saklausir en þolendur sekir um uppspuna, athyglissýki, tilraunir til að skemma mannorð af ásetningi, þar til sektin er sönnuð. Atburðir síðustu daga minntu mig að sumu leyti á viðbrögð bæjarbúa Húsavíkur í kringum síðustu aldamót. Þar klofnaði samfélagið í tvennt, þar með talið fjölskyldur og vinahópar. Þrátt fyrir að gerandinn hafi verið fundinn sekur um nauðgun fyrir dómstólum voru allavega yfir 100 manns sem skrifuðu upp á það að þau töldu hann saklausan. Þolandinn í því máli sagði sjálf í viðtali við Kastljós árið 2013: “Það var eins og það væri auðveldara að trúa því að ég væri að ljúga en að hann væri nauðgari.” Að því sögðu langar mig að minna á að uppspuni og lygar um ofbeldi eru tæplega 2% af öllum tilkynntum brotum. Það er að mínu mati afar skaðlegt fyrir málaflokkinn hvað þau mál fá mikið pláss í umræðunni hvarvetna. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar “Áfallasaga íslenskra kvenna” hafa 40% af öllum íslenskum konum orðið fyrir ofbeldi á ævi sinni. Þar af er stór hópur sem hefur aldrei opnað á það, hvað þá opinberlega. Að lokum vil ég segja við þolendur: Ég stend með ykkur og ég trúi ykkur. Hvort sem þið komið fram undir nafni eða ekki. Við gerendur vil ég segja: Ég stend með ykkur og vil styðja ykkur til að stíga fram, játa ofbeldið og taka ábyrgð á gjörðum ykkar. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Önnur bylgja af #MeToo hófst í gær hér á Íslandi. Ég vona að þessi bylgja verði til þess að gerendur fari að nota myllumerkið #MeToo til að segja “ég gerði það líka”. Ég hef verið mikil talskona þess að við sem samfélag sköpum pláss fyrir gerendur til að stíga fram og taka ábyrgð á gjörðum sínum. Með því erum við ekki að fara að veita þeim bikar eða verðlaun, eða kalla þá hetjur. Við getum samt vonandi sleppt því að skrímslavæða þá, því það hefur ekki verið að skila neinum ávinningi í þessum málaflokki. Ég þekki sjálf gerendur persónulega sem hafa játað og tekið ábyrgð á gjörðum sínum á sl. árum í kjölfar bæði #þöggun-byltingar árið 2015 sem kennd er við Beautytips og svo líka í #MeToo byltingunni árið 2017. Fyrir vikið get ég líka sagt ykkur að fullyrðingin “Þöggun er besti vinur ofbeldismannsins” á ekki alltaf við. Hún getur líka verið óvinur hans. Óvinur okkar allra. Þessi mál liggja mjög þungt á mér þessa dagana, eðlilega. Allt í kringum mig eru mjög triggeraðir þolendur sem eiga eftir að vinna úr áföllum sínum eða jafnvel ávarpa þau. Ástæðan fyrir því að margar konur hafa ekki burði til að ávarpa þessi áföll er að stórum hluta til viðbrögð samfélaga við áföllum á borð við ofbeldi. Andúð á ofbeldisbrotum er oft beint ranglega að þeim sem hefur máls á þeim, þeim sem segir frá. Við búum í samfélagi þar sem gerendur ofbeldis eru saklausir en þolendur sekir um uppspuna, athyglissýki, tilraunir til að skemma mannorð af ásetningi, þar til sektin er sönnuð. Atburðir síðustu daga minntu mig að sumu leyti á viðbrögð bæjarbúa Húsavíkur í kringum síðustu aldamót. Þar klofnaði samfélagið í tvennt, þar með talið fjölskyldur og vinahópar. Þrátt fyrir að gerandinn hafi verið fundinn sekur um nauðgun fyrir dómstólum voru allavega yfir 100 manns sem skrifuðu upp á það að þau töldu hann saklausan. Þolandinn í því máli sagði sjálf í viðtali við Kastljós árið 2013: “Það var eins og það væri auðveldara að trúa því að ég væri að ljúga en að hann væri nauðgari.” Að því sögðu langar mig að minna á að uppspuni og lygar um ofbeldi eru tæplega 2% af öllum tilkynntum brotum. Það er að mínu mati afar skaðlegt fyrir málaflokkinn hvað þau mál fá mikið pláss í umræðunni hvarvetna. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar “Áfallasaga íslenskra kvenna” hafa 40% af öllum íslenskum konum orðið fyrir ofbeldi á ævi sinni. Þar af er stór hópur sem hefur aldrei opnað á það, hvað þá opinberlega. Að lokum vil ég segja við þolendur: Ég stend með ykkur og ég trúi ykkur. Hvort sem þið komið fram undir nafni eða ekki. Við gerendur vil ég segja: Ég stend með ykkur og vil styðja ykkur til að stíga fram, játa ofbeldið og taka ábyrgð á gjörðum ykkar. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun