#MeToo - ég gerði það líka Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 7. maí 2021 13:30 Önnur bylgja af #MeToo hófst í gær hér á Íslandi. Ég vona að þessi bylgja verði til þess að gerendur fari að nota myllumerkið #MeToo til að segja “ég gerði það líka”. Ég hef verið mikil talskona þess að við sem samfélag sköpum pláss fyrir gerendur til að stíga fram og taka ábyrgð á gjörðum sínum. Með því erum við ekki að fara að veita þeim bikar eða verðlaun, eða kalla þá hetjur. Við getum samt vonandi sleppt því að skrímslavæða þá, því það hefur ekki verið að skila neinum ávinningi í þessum málaflokki. Ég þekki sjálf gerendur persónulega sem hafa játað og tekið ábyrgð á gjörðum sínum á sl. árum í kjölfar bæði #þöggun-byltingar árið 2015 sem kennd er við Beautytips og svo líka í #MeToo byltingunni árið 2017. Fyrir vikið get ég líka sagt ykkur að fullyrðingin “Þöggun er besti vinur ofbeldismannsins” á ekki alltaf við. Hún getur líka verið óvinur hans. Óvinur okkar allra. Þessi mál liggja mjög þungt á mér þessa dagana, eðlilega. Allt í kringum mig eru mjög triggeraðir þolendur sem eiga eftir að vinna úr áföllum sínum eða jafnvel ávarpa þau. Ástæðan fyrir því að margar konur hafa ekki burði til að ávarpa þessi áföll er að stórum hluta til viðbrögð samfélaga við áföllum á borð við ofbeldi. Andúð á ofbeldisbrotum er oft beint ranglega að þeim sem hefur máls á þeim, þeim sem segir frá. Við búum í samfélagi þar sem gerendur ofbeldis eru saklausir en þolendur sekir um uppspuna, athyglissýki, tilraunir til að skemma mannorð af ásetningi, þar til sektin er sönnuð. Atburðir síðustu daga minntu mig að sumu leyti á viðbrögð bæjarbúa Húsavíkur í kringum síðustu aldamót. Þar klofnaði samfélagið í tvennt, þar með talið fjölskyldur og vinahópar. Þrátt fyrir að gerandinn hafi verið fundinn sekur um nauðgun fyrir dómstólum voru allavega yfir 100 manns sem skrifuðu upp á það að þau töldu hann saklausan. Þolandinn í því máli sagði sjálf í viðtali við Kastljós árið 2013: “Það var eins og það væri auðveldara að trúa því að ég væri að ljúga en að hann væri nauðgari.” Að því sögðu langar mig að minna á að uppspuni og lygar um ofbeldi eru tæplega 2% af öllum tilkynntum brotum. Það er að mínu mati afar skaðlegt fyrir málaflokkinn hvað þau mál fá mikið pláss í umræðunni hvarvetna. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar “Áfallasaga íslenskra kvenna” hafa 40% af öllum íslenskum konum orðið fyrir ofbeldi á ævi sinni. Þar af er stór hópur sem hefur aldrei opnað á það, hvað þá opinberlega. Að lokum vil ég segja við þolendur: Ég stend með ykkur og ég trúi ykkur. Hvort sem þið komið fram undir nafni eða ekki. Við gerendur vil ég segja: Ég stend með ykkur og vil styðja ykkur til að stíga fram, játa ofbeldið og taka ábyrgð á gjörðum ykkar. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Önnur bylgja af #MeToo hófst í gær hér á Íslandi. Ég vona að þessi bylgja verði til þess að gerendur fari að nota myllumerkið #MeToo til að segja “ég gerði það líka”. Ég hef verið mikil talskona þess að við sem samfélag sköpum pláss fyrir gerendur til að stíga fram og taka ábyrgð á gjörðum sínum. Með því erum við ekki að fara að veita þeim bikar eða verðlaun, eða kalla þá hetjur. Við getum samt vonandi sleppt því að skrímslavæða þá, því það hefur ekki verið að skila neinum ávinningi í þessum málaflokki. Ég þekki sjálf gerendur persónulega sem hafa játað og tekið ábyrgð á gjörðum sínum á sl. árum í kjölfar bæði #þöggun-byltingar árið 2015 sem kennd er við Beautytips og svo líka í #MeToo byltingunni árið 2017. Fyrir vikið get ég líka sagt ykkur að fullyrðingin “Þöggun er besti vinur ofbeldismannsins” á ekki alltaf við. Hún getur líka verið óvinur hans. Óvinur okkar allra. Þessi mál liggja mjög þungt á mér þessa dagana, eðlilega. Allt í kringum mig eru mjög triggeraðir þolendur sem eiga eftir að vinna úr áföllum sínum eða jafnvel ávarpa þau. Ástæðan fyrir því að margar konur hafa ekki burði til að ávarpa þessi áföll er að stórum hluta til viðbrögð samfélaga við áföllum á borð við ofbeldi. Andúð á ofbeldisbrotum er oft beint ranglega að þeim sem hefur máls á þeim, þeim sem segir frá. Við búum í samfélagi þar sem gerendur ofbeldis eru saklausir en þolendur sekir um uppspuna, athyglissýki, tilraunir til að skemma mannorð af ásetningi, þar til sektin er sönnuð. Atburðir síðustu daga minntu mig að sumu leyti á viðbrögð bæjarbúa Húsavíkur í kringum síðustu aldamót. Þar klofnaði samfélagið í tvennt, þar með talið fjölskyldur og vinahópar. Þrátt fyrir að gerandinn hafi verið fundinn sekur um nauðgun fyrir dómstólum voru allavega yfir 100 manns sem skrifuðu upp á það að þau töldu hann saklausan. Þolandinn í því máli sagði sjálf í viðtali við Kastljós árið 2013: “Það var eins og það væri auðveldara að trúa því að ég væri að ljúga en að hann væri nauðgari.” Að því sögðu langar mig að minna á að uppspuni og lygar um ofbeldi eru tæplega 2% af öllum tilkynntum brotum. Það er að mínu mati afar skaðlegt fyrir málaflokkinn hvað þau mál fá mikið pláss í umræðunni hvarvetna. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar “Áfallasaga íslenskra kvenna” hafa 40% af öllum íslenskum konum orðið fyrir ofbeldi á ævi sinni. Þar af er stór hópur sem hefur aldrei opnað á það, hvað þá opinberlega. Að lokum vil ég segja við þolendur: Ég stend með ykkur og ég trúi ykkur. Hvort sem þið komið fram undir nafni eða ekki. Við gerendur vil ég segja: Ég stend með ykkur og vil styðja ykkur til að stíga fram, játa ofbeldið og taka ábyrgð á gjörðum ykkar. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun