Dæmdir fyrir að slást hvor við annan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. maí 2021 17:20 Mennirnir voru báðir dæmdir til fangelsisvistar í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn voru fyrir landsrétti í dag dæmdir til fangelsisvistar fyrir að hafa ráðist hvor á annan. Sá fyrri hafði slegið hinn með hafnaboltakylfu í höfuðið. Hinn maðurinn hafði lagt tvisvar til hins fyrra með hníf. Landsréttur féllst ekki á vörn mannanna tveggja að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Maðurinn TD var dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa barið TZ einu sinni í höfuðið með hafnaboltakylfu. Þá er honum gert að greiða TZ 200 þúsund krónur í skaðabætur. TZ hins vegar er dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa veist tvisvar að TD með hníf. Atvikið sem um ræðir átti sér stað fyrir utan söluturn í Reykjavík í júlí 2019. Þegar lögreglu bar að garði umræddan dag sagði sá með hafnaboltakylfuna að sá með hnífinn hafi hótað fjölskyldu hans og ógnað sér með hníf. Hinn maðurinn hélt því hins vegar fram að menn hefðu veist að sér með hafnaboltakylfu og hafi hann verið með hníf á sér og haldið á honum þegar mennirnir komu. Á myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu má hins vegar sjá hvar sá með hafnarboltakylfuna, TD, snarast úr bifreið, sem hann var farþegi í, og reiða hafnaboltakylfu til lofts með báðum höndum. Þá sést hinn, TZ, ganga greitt á móti TD með hníf í hendi og leggja að honum með hnífnum í tvígang á meðan TD barði TZ í höfuðið með kylfunni. Báðir sögðust þeir hafa verið að verja sig í atvikinu og saka þeir báðir hinn um að hafa hótað sér áður en atvikið átti sér stað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Maðurinn TD var dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa barið TZ einu sinni í höfuðið með hafnaboltakylfu. Þá er honum gert að greiða TZ 200 þúsund krónur í skaðabætur. TZ hins vegar er dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa veist tvisvar að TD með hníf. Atvikið sem um ræðir átti sér stað fyrir utan söluturn í Reykjavík í júlí 2019. Þegar lögreglu bar að garði umræddan dag sagði sá með hafnaboltakylfuna að sá með hnífinn hafi hótað fjölskyldu hans og ógnað sér með hníf. Hinn maðurinn hélt því hins vegar fram að menn hefðu veist að sér með hafnaboltakylfu og hafi hann verið með hníf á sér og haldið á honum þegar mennirnir komu. Á myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu má hins vegar sjá hvar sá með hafnarboltakylfuna, TD, snarast úr bifreið, sem hann var farþegi í, og reiða hafnaboltakylfu til lofts með báðum höndum. Þá sést hinn, TZ, ganga greitt á móti TD með hníf í hendi og leggja að honum með hnífnum í tvígang á meðan TD barði TZ í höfuðið með kylfunni. Báðir sögðust þeir hafa verið að verja sig í atvikinu og saka þeir báðir hinn um að hafa hótað sér áður en atvikið átti sér stað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir