Keflavíkurkonur eygðu þess von að vinna sig upp í 2.sæti deildarinnar en til þess hefðu þær þurft að sigra Val og treysta á að Haukar myndu tapa fyrir föllnu liði KR. Sú varð aldeilis ekki raunin.
Haukar unnu stórsigur á KR í Frostaskjólinu þar sem leiknum lauk 57-103 fyrir Haukum. Alyesha Lovett stigahæst með 27 stig.
Á sama tíma unnu deildarmeistarar Vals nokkuð öruggan sigur á Keflavík, 68-81.
Fjölnir lagði Skallagrím, 83-102 á meðan Snæfell lagði Breiðablik að velli eftir framlengdan leik, 81-75.