Körfubolti

Davis bar kyndilinn í fjarveru LeBrons

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anthony Davis var allt í öllu hjá Los Angeles Lakers í sigrinum á Phoenix Suns.
Anthony Davis var allt í öllu hjá Los Angeles Lakers í sigrinum á Phoenix Suns. getty/Kevork Djansezian

Anthony Davis átti stórkostlegan leik þegar Los Angeles Lakers vann góðan sigur á Phoenix Suns, 123-110, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Davis, sem hefur verið mikið frá vegna meiðsla á tímabilinu, skoraði 42 stig, tók tólf fráköst, gaf fimm stoðsendingar, stal boltanum þrisvar sinnum og varði þrjú skot.

LeBron James var ekki með Lakers í nótt vegna meiðsla en það kom ekki að sök. Alex Caruso og Kentavious Caldwell-Pope skoruðu sautján stig hvor. Cameron Payne skoraði 24 stig fyrir Phoenix.

Miami Heat vann Boston Celtics, 124-130, í mikilvægum leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Miami er nú með tveggja leikja forskot á Boston í 6. sæti Austurdeildarinnar. Eins og staðan er núna þarf Boston því að fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni.

Jimmy Butler skoraði 26 stig, tók átta fráköst og gaf ellefu stoðsendingar í liði Miami. Duncan Robinson var með 22 stig. Evan Fournier skoraði þrjátíu stig fyrir Boston og Jayson Tatum 29.

New York Knicks heldur áfram að gera góða hluti og sigraði Los Angeles Clippers, 100-106, á útivelli. Reggie Bullock skoraði 24 stig fyrir Knicks en Kawhi Leonard var með 29 stig hjá Clippers.

Úrslitin í nótt

  • LA Lakers 123-110 Phoenix
  • Boston 124-130 Miami
  • LA Clippers 100-106 NY Knicks
  • Charlotte 110-112 New Orleans
  • Cleveland 97-124 Dallas
  • Orlando 96-128 Minnesota
  • Detroit 96-108 Chicago
  • Sacramento 126-98 Oklahoma

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×